Bellingham hefur verið orðaður við öll stærstu félög heims að undanförnu en Real Madrid og Liverpool eru þau sem hafa hvað oftast verið nefnd.
„Bellingham sýndi það á HM að hann er frábær miðjumaður. Það voru margir ungir leikmenn sem stóðu sig vel, eins og Enzo [Fernandez] hjá Argentínu. Spánverjarnir Pedri og Gavi áttu einnig gott mót," sagði Ancelotti á fréttamannafundi sínum fyrir leik Real gegn Villareal í spænsku úrvalsdeildinni.
„Það eru margir ungir miðjumenn að brjótast fram á sjónarsviðið en ég held mér við þá sem ég hef. Tchouameni, Camavinga, Valverde. Við erum með marga góða unga miðjumenn,“ bætti Ancelotti við.