„Ég hef fullan stuðning“ Atli Arason skrifar 8. janúar 2023 15:00 Graham Potter, knattspyrnustjóri Chelsea. Getty Images Graham Potter, knattspyrnustjóri Chelsea, blés á þær sögusagnir að hann sé á mörkum þess að missa starfið sitt hjá Chelsea og segist þess í stað hafa fullan stuðning og þolinmæði hjá eigendum Chelsea. Potter sagði að hann hefði aldrei yfirgefið Brighton til að taka við Chelsea, ef hann ætlaði að óttast að vera rekin frá Chelsea eftir einungis fjóra mánuði í starfi. Hann telur sig hafa stuðning stjórnar Chelsea, þrátt fyrir einungis einn sigur í síðustu átta úrvalsdeildarleikjum. „Ég hefði ekki yfirgefið síðasta starfið mitt ef ég myndi ekki telja mig hafa stuðning eigendanna hér,“ sagði Potter á fréttamannafundi fyrir leik Chelsea gegn Manchester City í enska FA bikarnum, sem fer fram síðar í dag. „Það er ekki eins og ég hafi stokkið á fyrsta tækifæri sem mér bauðst til þess að yfirgefa Brighton. Ég fékk önnur tækifæri en mér fannst þetta tækifæri [að fara til Chelsea] vera það rétta vegna eigenda liðsins og stuðnings þeirra. Það hefur svo reynst vera rétt en þeir hafa verið frábærir við mig,“ sagði Potter. „Eigendurnir skilja stöðuna til fulls og hvað við ætlum okkur að gera. Ég hef meiri trú á því í dag hvað við getum afrekað miðað við þá trú sem hafði þegar ég hóf störf. Það er vegna þess að í dag skil ég betur hvað félagið og leikmennirnir þurfa. Ég skil að fólk spyr þessa spurninga miðað við það sem hefur gengið á hjá félaginu í fortíðinni,“ sagði Potter og átti þá við Chelsea undir stjórn Roman Abramovich, þar sem knattspyrnustjórar fengu að fjúka við fyrsta tækifæri. „Það eina sem ég veit er að ég hef fullan stuðning frá þeim sem stjórna félaginu, frá öllum leikmönnunum og öllu starfsliðinu.“ Ef Chelsea tapar gegn Manchester City seinna í dag verður liðið dottið úr tveimur keppnum og hefur bara tvær í viðbót til að keppast um á tímabilinu, Meistaradeild Evrópu og Úrvalsdeildina. Chelsea er í 10. sæti úrvalsdeildarinnar, 19 stigum á eftir toppliði Arsenal. Potter hefur ekki áhyggjur af stöðunni og biðlar til fólks um að sína meiri þolinmæði. „Pep [Guardiola] fór í gegnum sitt fyrsta ár án þess að vinna eitthvað og Mikel [Arteta] og Jurgen [Klopp] fengu líka tíma. Augljóslega er þetta eitthvað öðruvísi hjá mér að einhverri ástæðu en ég vil ekki setja mér fyrir einhvern ákveðinn tímaramma. Ég veit af ábyrgðinni sem fylgir þessu og ég veit líka hvað ég er fær um að gera.“ „Það verða alltaf einhverjir í fjölmiðlum sem munu gagnrýna, sama hvað. Ég er allavegana ekki hér [á fjölmiðlafundi] til þess að sannfæra neinn. Ég held áfram að vinna mína vinnu og ef hún sannfærir einhvern, þá er það fínt,“ sagði Graham Potter, knattspyrnustjóri Chelsea. Enski boltinn Mest lesið Dahlmeier látin en ómögulegt að ná líki hennar af fjallinu Sport Ólympíumeistari stórslösuð eftir grjóthrun Sport Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Handbolti Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Enski boltinn Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik Körfubolti Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Fótbolti UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Fótbolti Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Enski boltinn Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Enski boltinn Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum Fótbolti Fleiri fréttir Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku ÍR aftur á toppinn „Gaman þrátt fyrir skrýtnar kringumstæður“ „Í raun eina færið sem þeir skapa sér“ Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Andri Fannar til Tyrklands Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Þrettán íslenskir dómarar að dæma í Evrópu í vikunni Félix sá fjórði dýrasti samanlagt Halldór óttast ekki að fá annan skell Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Dregið í riðla á HM í Las Vegas Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn Þjálfarinn Wiegman stal senunni í fagnaðarlátum enska liðsins Katla mögulega á leið til Ítalíu Byrjaði ekki einn leik á EM en var samt valin í lið mótsins FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld Sjá meira
Potter sagði að hann hefði aldrei yfirgefið Brighton til að taka við Chelsea, ef hann ætlaði að óttast að vera rekin frá Chelsea eftir einungis fjóra mánuði í starfi. Hann telur sig hafa stuðning stjórnar Chelsea, þrátt fyrir einungis einn sigur í síðustu átta úrvalsdeildarleikjum. „Ég hefði ekki yfirgefið síðasta starfið mitt ef ég myndi ekki telja mig hafa stuðning eigendanna hér,“ sagði Potter á fréttamannafundi fyrir leik Chelsea gegn Manchester City í enska FA bikarnum, sem fer fram síðar í dag. „Það er ekki eins og ég hafi stokkið á fyrsta tækifæri sem mér bauðst til þess að yfirgefa Brighton. Ég fékk önnur tækifæri en mér fannst þetta tækifæri [að fara til Chelsea] vera það rétta vegna eigenda liðsins og stuðnings þeirra. Það hefur svo reynst vera rétt en þeir hafa verið frábærir við mig,“ sagði Potter. „Eigendurnir skilja stöðuna til fulls og hvað við ætlum okkur að gera. Ég hef meiri trú á því í dag hvað við getum afrekað miðað við þá trú sem hafði þegar ég hóf störf. Það er vegna þess að í dag skil ég betur hvað félagið og leikmennirnir þurfa. Ég skil að fólk spyr þessa spurninga miðað við það sem hefur gengið á hjá félaginu í fortíðinni,“ sagði Potter og átti þá við Chelsea undir stjórn Roman Abramovich, þar sem knattspyrnustjórar fengu að fjúka við fyrsta tækifæri. „Það eina sem ég veit er að ég hef fullan stuðning frá þeim sem stjórna félaginu, frá öllum leikmönnunum og öllu starfsliðinu.“ Ef Chelsea tapar gegn Manchester City seinna í dag verður liðið dottið úr tveimur keppnum og hefur bara tvær í viðbót til að keppast um á tímabilinu, Meistaradeild Evrópu og Úrvalsdeildina. Chelsea er í 10. sæti úrvalsdeildarinnar, 19 stigum á eftir toppliði Arsenal. Potter hefur ekki áhyggjur af stöðunni og biðlar til fólks um að sína meiri þolinmæði. „Pep [Guardiola] fór í gegnum sitt fyrsta ár án þess að vinna eitthvað og Mikel [Arteta] og Jurgen [Klopp] fengu líka tíma. Augljóslega er þetta eitthvað öðruvísi hjá mér að einhverri ástæðu en ég vil ekki setja mér fyrir einhvern ákveðinn tímaramma. Ég veit af ábyrgðinni sem fylgir þessu og ég veit líka hvað ég er fær um að gera.“ „Það verða alltaf einhverjir í fjölmiðlum sem munu gagnrýna, sama hvað. Ég er allavegana ekki hér [á fjölmiðlafundi] til þess að sannfæra neinn. Ég held áfram að vinna mína vinnu og ef hún sannfærir einhvern, þá er það fínt,“ sagði Graham Potter, knattspyrnustjóri Chelsea.
Enski boltinn Mest lesið Dahlmeier látin en ómögulegt að ná líki hennar af fjallinu Sport Ólympíumeistari stórslösuð eftir grjóthrun Sport Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Handbolti Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Enski boltinn Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik Körfubolti Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Fótbolti UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Fótbolti Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Enski boltinn Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Enski boltinn Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum Fótbolti Fleiri fréttir Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku ÍR aftur á toppinn „Gaman þrátt fyrir skrýtnar kringumstæður“ „Í raun eina færið sem þeir skapa sér“ Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Andri Fannar til Tyrklands Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Þrettán íslenskir dómarar að dæma í Evrópu í vikunni Félix sá fjórði dýrasti samanlagt Halldór óttast ekki að fá annan skell Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Dregið í riðla á HM í Las Vegas Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn Þjálfarinn Wiegman stal senunni í fagnaðarlátum enska liðsins Katla mögulega á leið til Ítalíu Byrjaði ekki einn leik á EM en var samt valin í lið mótsins FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld Sjá meira