Emre Akbaba skoraði bæði mörk heimamanna í Adana Demirspor í fyrri hálfleik, en Fabio Borini skoraði mark gestanna á milli marka heimamanna.
Henry Onyekuru hélt reyndar að hann hefði skorað þriðja mark heimamanna snemma í síðari hálfleik, en markið dæmt af vegna rangstöðu.
Birkir hóf leik á varamannabekk Adana Demirspor, en kom inn á þegar um stundarfjórðungur var til leiksloka.
Birkir og félagar sitja nú í þriðja sæti tyrknesku úrvalsdeildarinnar með 27 stig eftir 14 leiki, tveimur stigum á eftir toppliði Fenerbache. Karagumruk situr hins vegar í 17. sæti með 13 stig.