Aðfangadagur: Hvar er opið og hversu lengi? Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 24. desember 2022 08:31 Þeir sem eiga eftir að versla jólagjafir, eða í matinn, hafa enn nægan tíma til stefnu. Vísir/Vilhelm „Aðfangadagur – ég bíð eftir jólunum spenntur,“ segir í frægu jólalagi hljómsveitarinnar Í svörtum fötum. Og viti menn. Landsmenn hafa undanfarnar vikur verið í óðaönn að undirbúa, taka til og kaupa það sem til þarf áður en aðfangadagur loks rennur upp. Eins og gengur og gerist geta hlutir gleymst þrátt fyrir góðan undirbúning og þá er gott að vita hvar opið er á aðfangadag. Víða er opið í verslunum og hjá öðrum þjónustuaðilum á landinu . Opið er í verslunarmiðstöðvum Smáralindar og Kringlunnar frá klukkan 10 til 13. Í miðborginni verður opið í flestum verslunum frá klukkan 10 til 12 en sumir verslunareigendur hafa opið lengur. Sama gildir um verslunarmiðstöðina Glerártorg á Akureyri en þar er opið til klukkan 12. Þeir sem eru á síðasta snúning hafa því nægan tíma til stefnu. Vanti hráefni í eldamennskuna eða baksturinn þarf eigi að örvænta enda er opið í fjölmörgum verslunum víðsvegar á landinu í dag. Í Fjarðarkaupum er opið frá 9 til 12:30 og Bónus er með opið í öllum verslunum sínum frá klukkan 10 til14. Þá verður opið í verslunum Krónunnar frá 9 til 15 í dag. Í Hagkaupum er opið til kl. 14, það er að segja í Smáralind og í Kringlunni, en í öðrum verslunum Hagkaupa er opið til klukkan 16. Þeir sem ætla út að borða í kvöld hafa úr fjölmörgum stöðum að velja. Svo eitthvað sé nefnt verður opið á veitingastöðum Kopar, Lóu og á Bastard. Hægt er að nálgast opnunartíma á veitingastöðum hér. Opið í sund fram að hádegi Vesturbæingar eru einnig í góðum málum en opið er í Melabúðinni frá klukkan 9 til 14 í dag. Verslunin Rangá í Skipasundi toppar Melabúðina en þar verður opið til klukkan 15. Þá eru langflestar verslanir Krambúðarinnar opnar til klukkan 16 að frátöldum verslunum Krambúðarinnar á Flúðum, Hólmavík, Laugarvatni og Reykjahlíð. Enn er hægt að komast í Nettó en allar verslanir keðjunnar eru opnar til klukkan 14 í dag. Í Extra verður extra langur opnunartími, til klukkan 17 á Barónsstíg í Reykjavík og á Akureyri og í Reykjanesbæ. Þá verður opið í Pétursbúð frá 9 til 5 í dag og opið verður í nýrri verslun OK Market á Hlíðarenda til klukkan 20 í kvöld. Höfuðborgarbúar komast í sund fram að hádegi en opið er í sundlaugum Reykjavíkur til klukkan 13 í dag. Íbúar á Seltjarnarnesi komast einnig í sund en opið er í Sundlaug Seltjarnarness til klukkan 12.30. Á Álftanesi og í Keflavík er opið til 11.30 og í Klébergslaug er opið til 13. Akureyringar geta skellt sér í sund frá 9 til 12 en lokað verður á Egilsstöðum. Hér má sjá nánari opnunartíma sundlauga landsins. Almenningssamgöngur leggjast alls ekki af en strætisvagnar munu ganga samkvæmt laugardagsáætlun til klukkan 15 í dag. Á morgun, jóladag, verður ekið samkvæmt sunnudagsáætlun og hið sama gildir um annan í jólum. Þeir sem drekka rauðvín, eða annað áfengi yfir hátíðarnar, komast enn í ríkið en opið er í ÁTVR frá klukkan 9-13 í dag. Lokað verður á jóladag og annan í jólum og er því naumur tími til stefnu. Þá er opið í Nýju vínbúðinni og hægt að panta til klukkan 14 í dag. Listinn er langt frá því að vera tæmandi. Vanti eitthvað á listann er hægt að senda póst á ritstjorn@visir.is Jól Verslun Mest lesið Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Átján sagt upp í Seljahlíð Innlent Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Innlent „Minnir á saltveðrið mikla“ Innlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Innlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Fleiri fréttir Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Hafa rætt við ísraelsk stjórnvöld og sett fram kröfur vegna Margrétar Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum „Minnir á saltveðrið mikla“ Magga Stína tekin höndum og gular viðvaranir í kortunum Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir fimmtán ára stúlku Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Sjá meira
Víða er opið í verslunum og hjá öðrum þjónustuaðilum á landinu . Opið er í verslunarmiðstöðvum Smáralindar og Kringlunnar frá klukkan 10 til 13. Í miðborginni verður opið í flestum verslunum frá klukkan 10 til 12 en sumir verslunareigendur hafa opið lengur. Sama gildir um verslunarmiðstöðina Glerártorg á Akureyri en þar er opið til klukkan 12. Þeir sem eru á síðasta snúning hafa því nægan tíma til stefnu. Vanti hráefni í eldamennskuna eða baksturinn þarf eigi að örvænta enda er opið í fjölmörgum verslunum víðsvegar á landinu í dag. Í Fjarðarkaupum er opið frá 9 til 12:30 og Bónus er með opið í öllum verslunum sínum frá klukkan 10 til14. Þá verður opið í verslunum Krónunnar frá 9 til 15 í dag. Í Hagkaupum er opið til kl. 14, það er að segja í Smáralind og í Kringlunni, en í öðrum verslunum Hagkaupa er opið til klukkan 16. Þeir sem ætla út að borða í kvöld hafa úr fjölmörgum stöðum að velja. Svo eitthvað sé nefnt verður opið á veitingastöðum Kopar, Lóu og á Bastard. Hægt er að nálgast opnunartíma á veitingastöðum hér. Opið í sund fram að hádegi Vesturbæingar eru einnig í góðum málum en opið er í Melabúðinni frá klukkan 9 til 14 í dag. Verslunin Rangá í Skipasundi toppar Melabúðina en þar verður opið til klukkan 15. Þá eru langflestar verslanir Krambúðarinnar opnar til klukkan 16 að frátöldum verslunum Krambúðarinnar á Flúðum, Hólmavík, Laugarvatni og Reykjahlíð. Enn er hægt að komast í Nettó en allar verslanir keðjunnar eru opnar til klukkan 14 í dag. Í Extra verður extra langur opnunartími, til klukkan 17 á Barónsstíg í Reykjavík og á Akureyri og í Reykjanesbæ. Þá verður opið í Pétursbúð frá 9 til 5 í dag og opið verður í nýrri verslun OK Market á Hlíðarenda til klukkan 20 í kvöld. Höfuðborgarbúar komast í sund fram að hádegi en opið er í sundlaugum Reykjavíkur til klukkan 13 í dag. Íbúar á Seltjarnarnesi komast einnig í sund en opið er í Sundlaug Seltjarnarness til klukkan 12.30. Á Álftanesi og í Keflavík er opið til 11.30 og í Klébergslaug er opið til 13. Akureyringar geta skellt sér í sund frá 9 til 12 en lokað verður á Egilsstöðum. Hér má sjá nánari opnunartíma sundlauga landsins. Almenningssamgöngur leggjast alls ekki af en strætisvagnar munu ganga samkvæmt laugardagsáætlun til klukkan 15 í dag. Á morgun, jóladag, verður ekið samkvæmt sunnudagsáætlun og hið sama gildir um annan í jólum. Þeir sem drekka rauðvín, eða annað áfengi yfir hátíðarnar, komast enn í ríkið en opið er í ÁTVR frá klukkan 9-13 í dag. Lokað verður á jóladag og annan í jólum og er því naumur tími til stefnu. Þá er opið í Nýju vínbúðinni og hægt að panta til klukkan 14 í dag. Listinn er langt frá því að vera tæmandi. Vanti eitthvað á listann er hægt að senda póst á ritstjorn@visir.is
Jól Verslun Mest lesið Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Átján sagt upp í Seljahlíð Innlent Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Innlent „Minnir á saltveðrið mikla“ Innlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Innlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Fleiri fréttir Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Hafa rætt við ísraelsk stjórnvöld og sett fram kröfur vegna Margrétar Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum „Minnir á saltveðrið mikla“ Magga Stína tekin höndum og gular viðvaranir í kortunum Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir fimmtán ára stúlku Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Sjá meira