„Tilfinningin í landinu eins og fyrir Ólympíuleikana í London“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 22. desember 2022 22:39 Logi Geirsson er vægast sagt að verða spenntur fyrir komandi heimsmeistaramóti í handbolta. Vladimir Rys/Bongarts/Getty Images Óhætt er að segja að eftirvænting íslensku þjóðarinnar fyrir HM í handbolta sé orðin mikil. Logi Gerisson, fyrrverandi landsliðsmaður í handbolta, er líklega einn spenntasti maður landsins þessa dagana og hann var á línunni í seinasta þætti af Handkastinu. „Það er óhætt að segja það,“ sagði Logi, aðspurður að því hvort hann væri kominn með fiðring í mallakút eins og stjórnandi þáttarins, Arnar Daði Arnarsson, komst svo skemmtilega að orði. „Ég byrjaði að lýsa stórmótum stuttu eftir að ég hætti. Síðasta stórmótið mitt var EM 2010 þegar við fengum bronsið og eftir það hef ég bara verið í sjónvarpinu öll stórmót síðan.“ „Ég finn bara núna að þetta er öðruvísi. Núna er tilfinningin í landinu eins og fyrir Ólympíuleikana í London. Við erum að fara á þetta heimsmeistaramót til að gera einhverja hluti og við erum bara bjartsýn. Við sjáum það bara að Norðmenn sem eru með lélegra lið en við að mínu mati, þeir eru að stefna á gullið. Við eigum bara að gera það líka.“ Þá vildi Arnar fá að heyra skoðun Loga á landsliðshópnum sem verður kynntur á morgun. Sjálfur var Arnar búinn að henda fram sínum pælingum á Twitter-síðu sinni þar sem hann veltir yfir sér ýmusm hlutum varðandi hópinn. Gummi Gumm tilkynnir HM landsliðshópinn sinn á fimmtudaginn. Spurningarmerkin eru fá en þau eru þó nokkur.A) Tekur hann 2 eða 3 markmenn?B) Hákon Daði, Orri Freyr eða Stiven?C) Donni eða Teitur?D) Teitur eða Óðinn?Það er 23 dagar í fyrsta leik Íslands á HM! #Handkastið— Arnar Daði (@arnardadi) December 20, 2022 Logi tók sér góðan tíma í að velta þessu fyrir sér með Arnari, enda engar smá ákvarðanir sem Guðmundur Guðmundsson á fyrir höndum þegar kemur að því að velja landsliðshópinn. Logi var viss um að í hópnum yrðu þrír markmenn og ef hann væri í sætinu hans Gumma þá myndi hann taka Stiven Tobar Valencia með í staðinn fyrir Hákon Daða Styrmisson. Þá átti Logi erfitt með að velja á milli manna á hægri vængnum, en umræðuna, sem hefst eftir 37 mínútur, má heyra í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: HM Handkastið x Pitturinn HM 2023 í handbolta Handkastið Mest lesið Brenndi á sér höndina áður en hann kýldi í borðið Sport Moyes ældi alla leiðina til Eyja Enski boltinn Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Fótbolti Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Fótbolti Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Handbolti Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Enski boltinn Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Enski boltinn Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Körfubolti „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Enski boltinn Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Fleiri fréttir Mega handvelja lið utan Evrópu inn í Meistaradeildina EM ekki í hættu Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít „Fannst við bara lélegir í kvöld“ Botnliðið hrellti Aftureldingu og KA lék sér að eldinum Flott endurkoma FH og Valur vann í 83 marka leik Elliði framlengir dvölina í Gummersbach Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Reistad valin best og Katrine Lunde besti markvörðurinn Ómar Ingi fiskaði vítið sem gaf sigurmarkið í Íslendingaslag Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Einar Bragi fór mikinn í mikilvægum sigri Afhentu Akureyringum fimmta tapið í röð Donni markahæstur í dramatískum sigri Frakkar fengu bronsið eftir spennutrylli Eyjakonur gerðu sér góða ferð upp á land Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Íslendingaliðin unnu öll og skipa sér í þrjú efstu sætin Bjarki Már raðaði inn mörkunum í seinni hálfleik Stelpurnar okkar mættar aftur í Olís deildina Forsetinn mætir ekki á úrslitaleik HM kvenna Leik lokið: Haukar - KA/Þór 35-20 | Þriggja leikja taphrinu lokið með fimmtán marka sigri Gerir miklar kröfur til sjálfs síns: „Það má aldrei slaka á“ Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Langri þrautagöngu Þýskalands lokið Boða uppsagnir hjá Íslendingaliðinu Sjá meira
„Það er óhætt að segja það,“ sagði Logi, aðspurður að því hvort hann væri kominn með fiðring í mallakút eins og stjórnandi þáttarins, Arnar Daði Arnarsson, komst svo skemmtilega að orði. „Ég byrjaði að lýsa stórmótum stuttu eftir að ég hætti. Síðasta stórmótið mitt var EM 2010 þegar við fengum bronsið og eftir það hef ég bara verið í sjónvarpinu öll stórmót síðan.“ „Ég finn bara núna að þetta er öðruvísi. Núna er tilfinningin í landinu eins og fyrir Ólympíuleikana í London. Við erum að fara á þetta heimsmeistaramót til að gera einhverja hluti og við erum bara bjartsýn. Við sjáum það bara að Norðmenn sem eru með lélegra lið en við að mínu mati, þeir eru að stefna á gullið. Við eigum bara að gera það líka.“ Þá vildi Arnar fá að heyra skoðun Loga á landsliðshópnum sem verður kynntur á morgun. Sjálfur var Arnar búinn að henda fram sínum pælingum á Twitter-síðu sinni þar sem hann veltir yfir sér ýmusm hlutum varðandi hópinn. Gummi Gumm tilkynnir HM landsliðshópinn sinn á fimmtudaginn. Spurningarmerkin eru fá en þau eru þó nokkur.A) Tekur hann 2 eða 3 markmenn?B) Hákon Daði, Orri Freyr eða Stiven?C) Donni eða Teitur?D) Teitur eða Óðinn?Það er 23 dagar í fyrsta leik Íslands á HM! #Handkastið— Arnar Daði (@arnardadi) December 20, 2022 Logi tók sér góðan tíma í að velta þessu fyrir sér með Arnari, enda engar smá ákvarðanir sem Guðmundur Guðmundsson á fyrir höndum þegar kemur að því að velja landsliðshópinn. Logi var viss um að í hópnum yrðu þrír markmenn og ef hann væri í sætinu hans Gumma þá myndi hann taka Stiven Tobar Valencia með í staðinn fyrir Hákon Daða Styrmisson. Þá átti Logi erfitt með að velja á milli manna á hægri vængnum, en umræðuna, sem hefst eftir 37 mínútur, má heyra í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: HM Handkastið x Pitturinn
HM 2023 í handbolta Handkastið Mest lesið Brenndi á sér höndina áður en hann kýldi í borðið Sport Moyes ældi alla leiðina til Eyja Enski boltinn Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Fótbolti Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Fótbolti Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Handbolti Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Enski boltinn Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Enski boltinn Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Körfubolti „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Enski boltinn Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Fleiri fréttir Mega handvelja lið utan Evrópu inn í Meistaradeildina EM ekki í hættu Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít „Fannst við bara lélegir í kvöld“ Botnliðið hrellti Aftureldingu og KA lék sér að eldinum Flott endurkoma FH og Valur vann í 83 marka leik Elliði framlengir dvölina í Gummersbach Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Reistad valin best og Katrine Lunde besti markvörðurinn Ómar Ingi fiskaði vítið sem gaf sigurmarkið í Íslendingaslag Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Einar Bragi fór mikinn í mikilvægum sigri Afhentu Akureyringum fimmta tapið í röð Donni markahæstur í dramatískum sigri Frakkar fengu bronsið eftir spennutrylli Eyjakonur gerðu sér góða ferð upp á land Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Íslendingaliðin unnu öll og skipa sér í þrjú efstu sætin Bjarki Már raðaði inn mörkunum í seinni hálfleik Stelpurnar okkar mættar aftur í Olís deildina Forsetinn mætir ekki á úrslitaleik HM kvenna Leik lokið: Haukar - KA/Þór 35-20 | Þriggja leikja taphrinu lokið með fimmtán marka sigri Gerir miklar kröfur til sjálfs síns: „Það má aldrei slaka á“ Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Langri þrautagöngu Þýskalands lokið Boða uppsagnir hjá Íslendingaliðinu Sjá meira