Ein besta knattspyrnukona Svía setur skóna upp á hillu og gerist lögreglukona Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. desember 2022 17:00 Nilla Fischer var lengi fyrirliði sænska landsliðsins og hér heilsar hún Katrínu Jónsdóttur, þáverandi fyrirliða Íslands, fyrir leik þjóðanna. Getty/Vasco Celio Sænska knattspyrnukonan Nilla Fischer hefur spilað sinn síðasta fótboltaleik á ferlinum en hún segir að skrokkurinn sinn þoli ekki meira. Eftir magnaðan fótboltaferil verður spennan örugglega ekkert minna á nýjum starfsvettvangi. Hún ætlar nefnilega að gerast lögreglukona. Sweden's Nilla Fischer has today announced her retirement from professional football! We wish you the best of luck in the future, Nilla @svenskfotboll | @fischer_nilla pic.twitter.com/WPDa3Ccqyv— UEFA Women's EURO (@WEURO) December 12, 2022 „Þetta er ógnvekjandi en um leið spennandi áskorun,“ sagði Nilla Fischer en Aftonbladet segir frá. Fischer spilaði alls 189 landsleiki fyrir Svía og skoraði í þeim 23 mörk en hún endaði landsliðsferil sinn fyrir ári síðan. Fischer spilaði oftast sem miðvörður eða afturliggjandi miðjumaður en var ávallt skeinuhætt í föstum leikatriðum. Stærstan hluta síns ferils þótti Fischer vera í hóp bestu varnarmanna heims og hún vann titla með sínum félagsliðum. Swedish national team player and Linköping FC defender Nilla Fischer retires. What a career she has had and what a player and character she is and has been on and off the pitch. https://t.co/GcNfsk98aK— Mia Eriksson (@mia_eriksson) December 12, 2022 Síðustu árin spilaði Fischer með Linköping en hún var lengi samherji Söru Bjarkar Gunnarsdóttur hjá þýska stórliðinu VfL Wolfsburg. Þá spilaði hún einnig með Ásthildi og Þóru Björg Helgadætrum hjá LdB FC Malmö. „Það er kominn tími til að kveðja fyrstu ástina. Þetta hefur verið svo frábær lífsreynsla í svo mörg ár. Takk fyrir allt, skrifaði Nilla Fischer á samfélagsmiðla. Fram undan er nám við lögregluskólann hjá hinnu 38 ára gömlu Nillu. „Ég þekki það vel að vinna í hópi og ég er vön æfingum og líkamlega þættinum. Ég hef aftur á móti ekkert forskot í bóknáminu enda hef ég ekki lært neitt síðan ég var í gagnfræðisskóla. Vonandi læri ég,“ sagði Fischer. Sænski boltinn Svíþjóð Mest lesið Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter Fótbolti Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Fótbolti „Þetta er svekkjandi og mun svíða í langan tíma“ Sport Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Fullkomin undankeppni hjá Noregi Fótbolti F1: Campos þakklátur fyrir valið Formúla 1 Fleiri fréttir Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Reynslumiklar Valskonur kveðja „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fanneyju skipt út til heiðurs, Elísa lagði upp og Rosengård reddaði sér Hafrún Rakel hetja Bröndby Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Erfið byrjun hjá Cecilíu og Karólínu Leiðin á HM: Arnar fer ekki að ljúga núna Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Haaland þakklátur mömmu sinni Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag 200 gegn 18 þúsund „Það verða breytingar“ Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rebrov: Karakterinn lykilatriði Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Arsenal að missa menn í meiðsli Vigdís Lilja á skotskónum Hákon: Þú vilt spila þessa leiki Spánn og Austurríki við það að komast á HM ´26 Sjá meira
Eftir magnaðan fótboltaferil verður spennan örugglega ekkert minna á nýjum starfsvettvangi. Hún ætlar nefnilega að gerast lögreglukona. Sweden's Nilla Fischer has today announced her retirement from professional football! We wish you the best of luck in the future, Nilla @svenskfotboll | @fischer_nilla pic.twitter.com/WPDa3Ccqyv— UEFA Women's EURO (@WEURO) December 12, 2022 „Þetta er ógnvekjandi en um leið spennandi áskorun,“ sagði Nilla Fischer en Aftonbladet segir frá. Fischer spilaði alls 189 landsleiki fyrir Svía og skoraði í þeim 23 mörk en hún endaði landsliðsferil sinn fyrir ári síðan. Fischer spilaði oftast sem miðvörður eða afturliggjandi miðjumaður en var ávallt skeinuhætt í föstum leikatriðum. Stærstan hluta síns ferils þótti Fischer vera í hóp bestu varnarmanna heims og hún vann titla með sínum félagsliðum. Swedish national team player and Linköping FC defender Nilla Fischer retires. What a career she has had and what a player and character she is and has been on and off the pitch. https://t.co/GcNfsk98aK— Mia Eriksson (@mia_eriksson) December 12, 2022 Síðustu árin spilaði Fischer með Linköping en hún var lengi samherji Söru Bjarkar Gunnarsdóttur hjá þýska stórliðinu VfL Wolfsburg. Þá spilaði hún einnig með Ásthildi og Þóru Björg Helgadætrum hjá LdB FC Malmö. „Það er kominn tími til að kveðja fyrstu ástina. Þetta hefur verið svo frábær lífsreynsla í svo mörg ár. Takk fyrir allt, skrifaði Nilla Fischer á samfélagsmiðla. Fram undan er nám við lögregluskólann hjá hinnu 38 ára gömlu Nillu. „Ég þekki það vel að vinna í hópi og ég er vön æfingum og líkamlega þættinum. Ég hef aftur á móti ekkert forskot í bóknáminu enda hef ég ekki lært neitt síðan ég var í gagnfræðisskóla. Vonandi læri ég,“ sagði Fischer.
Sænski boltinn Svíþjóð Mest lesið Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter Fótbolti Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Fótbolti „Þetta er svekkjandi og mun svíða í langan tíma“ Sport Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Fullkomin undankeppni hjá Noregi Fótbolti F1: Campos þakklátur fyrir valið Formúla 1 Fleiri fréttir Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Reynslumiklar Valskonur kveðja „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fanneyju skipt út til heiðurs, Elísa lagði upp og Rosengård reddaði sér Hafrún Rakel hetja Bröndby Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Erfið byrjun hjá Cecilíu og Karólínu Leiðin á HM: Arnar fer ekki að ljúga núna Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Haaland þakklátur mömmu sinni Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag 200 gegn 18 þúsund „Það verða breytingar“ Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rebrov: Karakterinn lykilatriði Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Arsenal að missa menn í meiðsli Vigdís Lilja á skotskónum Hákon: Þú vilt spila þessa leiki Spánn og Austurríki við það að komast á HM ´26 Sjá meira