Einhliða yfirlýsingar ekki heiðarlegt svar við erfiðum málum Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 12. desember 2022 19:30 Sigríður segir einhliða yfirlýsingar ekki heiðarlega leið til að svara fyrir erfið mál. vísir/samsett Samfélagið ætti ekki að sætta sig við einhliða yfirlýsingar kjörinna fulltrúa eða forsvarsmanna fyrirtækja í málum er varða almenning. Þetta segir formaður blaðamannafélagsins sem telur yfirlýsingar þeirra á samfélagsmiðlum ekki heiðarlega leið til að svara fyrir erfið mál. Hér áður fyrr þegar kjörnir fulltrúar eða forstjórar fyrirtækja þurftu að svara fyrir erfið mál mættu þeir í viðtöl og svöruðu spurningum fréttamanna. Með tilkomu samfélagsmiðla hefur þetta að sumu leyti breyst því aldrei hefur verið auðveldara að stýra umræðunni með einhliða yfirlýsingum á samfélagsmiðlum. Við sjáum dæmi. Þegar Samgönguráðherra var sakaður um að hafa viðhaft rasísk ummæli svaraði hann ekki símtölum fréttamanna, setti yfirlýsingu á Facebook og sagði að þar með væri hann búinn að svara fyrir málið. Yfirlýsing Sigurðar Inga.skjáskot „Ég er búinn að svara,“ sagði Sigurður Ingi að loknum ríkisstjórnarfundi daginn eftir að hann birti færsluna. Búið að svara fyrir málið? Þegar nýsköpunarráðherra var gagnrýnd fyrir umdeilt læk svaraði hún heldur ekki símtölum en sendi frá sér yfirlýsingu. Það gerði einnig framkvæmdastjóri Ölmu leigufélags á föstudaginn eftir nokkra klukkutíma í felum og nú síðast forstjóri Brims í dag þegar hann vitnaði í stutta yfirlýsingu senda af almannatengslafyrirtæki og sagði að þar með væri búið að svara fyrir málið. Þrátt fyrir að forsvarsmenn fyrirtækisins hafi í síðasta mánuði sagt að auka þyrfti gagnsæi og sinna samfélaginu með trúverðugu samtali. Formaður blaðamannafélagsins hefur merkt þessa hegðun í auknum mæli. „Það segir sig sjálft að stöðuuppfærsla eða einhver yfirlýsing eins og þetta er alltaf bara einhliða. Þetta er voðalega þægileg leið ef þú ert hræddur við að koma og reyna að svara spurningum, þá er þetta kannski auðveldasta leiðin en þetta er ekki heiðarlegasta leiðin,“ sagði Sigríður Dögg Auðunsdóttir, formaður Blaðamannafélagsins. Sérstaklega á tímum þar sem mikil krafa er um gagnsæi og virkt samtal eins og fram kemur á nokkrum stöðum í ríkisstjórnarsáttmálanum. „Almenningur ætti kannski að láta meira í sér heyra þegar svona gerist vegna þess að blaðamenn eru alltaf að reyna að ná í upplýsingar og fá svar við spurningum sem almenningur er að spyrja sig. Að þetta skuli vera látið óátalið er eitthvað sem við sem samfélag þurfum að stöðva.“ Fjölmiðlar Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Innlent Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Erlent Útför páfans á laugardag Erlent Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Innlent Fleiri fréttir Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Sjá meira
Hér áður fyrr þegar kjörnir fulltrúar eða forstjórar fyrirtækja þurftu að svara fyrir erfið mál mættu þeir í viðtöl og svöruðu spurningum fréttamanna. Með tilkomu samfélagsmiðla hefur þetta að sumu leyti breyst því aldrei hefur verið auðveldara að stýra umræðunni með einhliða yfirlýsingum á samfélagsmiðlum. Við sjáum dæmi. Þegar Samgönguráðherra var sakaður um að hafa viðhaft rasísk ummæli svaraði hann ekki símtölum fréttamanna, setti yfirlýsingu á Facebook og sagði að þar með væri hann búinn að svara fyrir málið. Yfirlýsing Sigurðar Inga.skjáskot „Ég er búinn að svara,“ sagði Sigurður Ingi að loknum ríkisstjórnarfundi daginn eftir að hann birti færsluna. Búið að svara fyrir málið? Þegar nýsköpunarráðherra var gagnrýnd fyrir umdeilt læk svaraði hún heldur ekki símtölum en sendi frá sér yfirlýsingu. Það gerði einnig framkvæmdastjóri Ölmu leigufélags á föstudaginn eftir nokkra klukkutíma í felum og nú síðast forstjóri Brims í dag þegar hann vitnaði í stutta yfirlýsingu senda af almannatengslafyrirtæki og sagði að þar með væri búið að svara fyrir málið. Þrátt fyrir að forsvarsmenn fyrirtækisins hafi í síðasta mánuði sagt að auka þyrfti gagnsæi og sinna samfélaginu með trúverðugu samtali. Formaður blaðamannafélagsins hefur merkt þessa hegðun í auknum mæli. „Það segir sig sjálft að stöðuuppfærsla eða einhver yfirlýsing eins og þetta er alltaf bara einhliða. Þetta er voðalega þægileg leið ef þú ert hræddur við að koma og reyna að svara spurningum, þá er þetta kannski auðveldasta leiðin en þetta er ekki heiðarlegasta leiðin,“ sagði Sigríður Dögg Auðunsdóttir, formaður Blaðamannafélagsins. Sérstaklega á tímum þar sem mikil krafa er um gagnsæi og virkt samtal eins og fram kemur á nokkrum stöðum í ríkisstjórnarsáttmálanum. „Almenningur ætti kannski að láta meira í sér heyra þegar svona gerist vegna þess að blaðamenn eru alltaf að reyna að ná í upplýsingar og fá svar við spurningum sem almenningur er að spyrja sig. Að þetta skuli vera látið óátalið er eitthvað sem við sem samfélag þurfum að stöðva.“
Fjölmiðlar Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Innlent Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Erlent Útför páfans á laugardag Erlent Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Innlent Fleiri fréttir Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Sjá meira
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent