Einu höggi frá því að komast í gegnum niðurskurðinn Smári Jökull Jónsson skrifar 3. desember 2022 10:01 Guðmundur Ágúst Kristjánsson var einu höggi frá niðurskurðinum. Vísir/Getty Atvinnukylfingurinn Guðmundur Ágúst Kristjánsson komst ekki í gegnum niðurskurðinn á Investec South African mótinu á Evrópumótaröðinni í golfi sem er nú í gangi í Jóhannesarborg. Guðmundur Ágúst lauk keppni á öðrum hring í morgun. Investec South African mótið er hluti af Evrópumótaröðinni í golfi en Guðmundur Ágúst tryggði sér fullan keppnisröð á Evrópumótaröðinni fyrir skömmu en hann er aðeins annar Íslendingurinn sem nær þeim áfanga, sá fyrri var Birgir Leifur Hafþórsson árin 2006 og 2007. Mótið er annað mótið sem Guðmundur Ágúst tekur þátt í á mótaröðinni en fyrsta mótið fór fram í síðustu viku, einnig í Jóhannesarborg. Þar lék Guðmundur Ágúst á 6 höggum yfir pari samtals á fyrstu tveimur keppnisdögunum og komst ekki í gegnum niðurskurð. Investec South African mótið hófst á fimmtudag og lék Guðmundur fyrsta hringinn á 72 höggum sem er par vallarins. Hann hafði svo leikið sex holur á öðrum hring þegar keppni var frestað vegna veðurs en þá var hann á einu höggi undir pari. Þá var hann fyrir ofan niðurskurðarlínuna og því á leið áfram eins og staðan var þá. Keppni hélt síðan áfram í morgun og eftir að hafa náð pari á þremur fyrstu holunum fékk hann tvo skolla í röð og féll niður fyrir niðurskurðarlínuna. Guðmundur lauk síðan keppni á einu höggi undir pari en það dugði ekki til þess að halda áfram keppni á hring þrjú og fjögur þar sem aðeins þeir kylfingar sem léku á tveimur höggum undir pari eða betur komust áfram. Mest lesið Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Enski boltinn Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Enski boltinn „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Enski boltinn „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Íslenski boltinn Stórar breytingar og tímamót hjá Red Bull Formúla 1 Hóta því að skrópa á Ólympíuleikana Sport Ofsótt af milljarðamæringi Enski boltinn Sjáðu vítadóminn sem bjargaði Liverpool og mörk úr Meistaradeildinni Fótbolti Dramatískur sigur Liverpool án Salah Fótbolti Saka forseta FIFA um ítrekuð brot og fara fram á rannsókn Fótbolti Fleiri fréttir Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira
Investec South African mótið er hluti af Evrópumótaröðinni í golfi en Guðmundur Ágúst tryggði sér fullan keppnisröð á Evrópumótaröðinni fyrir skömmu en hann er aðeins annar Íslendingurinn sem nær þeim áfanga, sá fyrri var Birgir Leifur Hafþórsson árin 2006 og 2007. Mótið er annað mótið sem Guðmundur Ágúst tekur þátt í á mótaröðinni en fyrsta mótið fór fram í síðustu viku, einnig í Jóhannesarborg. Þar lék Guðmundur Ágúst á 6 höggum yfir pari samtals á fyrstu tveimur keppnisdögunum og komst ekki í gegnum niðurskurð. Investec South African mótið hófst á fimmtudag og lék Guðmundur fyrsta hringinn á 72 höggum sem er par vallarins. Hann hafði svo leikið sex holur á öðrum hring þegar keppni var frestað vegna veðurs en þá var hann á einu höggi undir pari. Þá var hann fyrir ofan niðurskurðarlínuna og því á leið áfram eins og staðan var þá. Keppni hélt síðan áfram í morgun og eftir að hafa náð pari á þremur fyrstu holunum fékk hann tvo skolla í röð og féll niður fyrir niðurskurðarlínuna. Guðmundur lauk síðan keppni á einu höggi undir pari en það dugði ekki til þess að halda áfram keppni á hring þrjú og fjögur þar sem aðeins þeir kylfingar sem léku á tveimur höggum undir pari eða betur komust áfram.
Mest lesið Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Enski boltinn Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Enski boltinn „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Enski boltinn „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Íslenski boltinn Stórar breytingar og tímamót hjá Red Bull Formúla 1 Hóta því að skrópa á Ólympíuleikana Sport Ofsótt af milljarðamæringi Enski boltinn Sjáðu vítadóminn sem bjargaði Liverpool og mörk úr Meistaradeildinni Fótbolti Dramatískur sigur Liverpool án Salah Fótbolti Saka forseta FIFA um ítrekuð brot og fara fram á rannsókn Fótbolti Fleiri fréttir Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira