Hvorki harðýðgi né svelti á bænum í Borgarfirði Kjartan Kjartansson skrifar 17. nóvember 2022 18:12 Um 150 nautgripir voru fjarlægðir af bæ í Borgarfirði í vikunni. Steinunn Árnadóttir Nautgripir á bæ í Borgarfirði sem Matvælastofnun tók við ábyrgð á um helgina voru hvorki beittir harðýðgi né sveltir, að sögn yfirdýralæknis stofnunarinnar. Langflestum kúm og kvígum var komið fyrir annars staðar en naut voru send í slátrun. Mikið hefur verið fjallað um meint dýraníð á bóndabæ í Borgarfirði. Þrettán hross voru aflífuð vegna alvarlegs ástands þeirra í október og sauðfé var fjarlægt þaðan í síðustu viku. Matvælastofnun hefur legið undir harðri gagnrýni vegna málsins og var jafnvel stofnaður Facebook-viðburður þar sem fólk lýsti yfir hug á að fara að bænum til að bjarga dýrunum þar nýlega. Vörslusvipting á um 150 nautgripum á bænum fóru fram um hádegi á laugardag. Dýrin fóru þá yfir á ábyrgð Matvælastofnunar. Á mánudag hófst vinna við að ráðstafa nautgripunum. Sigurborg Daðadóttir, yfirdýralæknir Matvælastofnunar, segir í samtali við Vísi að bæði stofnunin og bóndinn hafi ráðstafað dýrunum að mestu til lífs. Nánast öllum kúm og kvígum hafi verið komið fyrir annars staðar en rúmlega fjörutíu naut voru send í slátrun. „Naut eru alin til slátrunar þannig að þetta er bara eðlilegur farvegur,“ segir Sigurborg. Sigurborg Daðadóttir, yfirdýralæknir hjá Matvælastofnun.Vísir/Magnús Hlynur Geyst farið á samfélagsmiðlum Mildari leiðir, eins og dagsektir, stjórnvaldssektir og að láta vinna verk á kostnað eiganda, hafi verið reyndar en án árangurs. Á endanum hafi eigandinn verið sviptur forræði yfir dýrunum. „Þetta er síðasta úrræði sem við höfum til að stoppa svona dýrahald þegar sýnt þykir að það er fullreynt að bæta úr. Þá er þetta eina úrræðið sem eftir er,“ segir Sigurborg. Hún tekur þó sérstaklega fram að að hvorki hafi verið um harðýðgi né svelti að ræða. „Hér er á ferðinni almennt umhirðuleysi eins og til dæmis vanfóðrun og umhyggjuleysi. Dýrin hafa ekki fengið að njóta þess aðbúnaðar og réttindi sem þeim er tryggður með löggjöf. Þetta eru svona margítrekuð brot á lögum og reglugerðum,“ segir hún. Aðfinnslur hafi verið gerðar við fóðrun sem var ekki talin nægjanleg. „En það var langt því frá að þau væru að svelta,“ segi yfirdýralæknirinn. Sigurborg sigur að umræða um málið á samfélagsmiðlum hafi farið ansi geyst með fullyrðingum sem ekki séu réttar. „Það er mjög leiðinlegt að allir einhvern veginn bara trúa öllu sem sagt er,“ segir hún og vísar sérstaklega til fullyrðinga um að dýrin hafi verið að svelta. Mál á þriðja tugs hrossa enn í ferli Á bænum eru enn í kringum tuttugu og fimm hross en Matvælastofnun er með mál þeirra í vinnslu. Stofnunin hefur gert kröfu um úrbætur og beitt þvingunum til að þess að ná þeim fram. „Við erum að beita dagsektum, láta vinna verk á kostnað eiganda. Það er í gangi núna. Síðan ef allt um þrýtur endar það með því sem lögin segja að við eigum að gera og geta gert, það er að taka dýr úr vörslu eiganda,“ segir Sigurborg. Dýraníð í Borgarfirði Borgarbyggð Dýr Dýraheilbrigði Tengdar fréttir Hátt í tvö hundruð nautgripir fjarlægðir vegna gruns um vanrækslu Matvælastofnun og Lögreglan á Vesturlandi eru nú að fjarlægja á annað hundrað nautgripa af bóndabæ í Borgarfirði vegna gruns um vanrækslu. Íbúi í Borgarfirði segir að grípa hefði þurfti til aðgerðana mun fyrr. 15. nóvember 2022 14:12 Hundruð hyggjast bjarga dýrunum á Nýjabæ Rúmlega hundrað manns hafa sagst hafa áhuga á því að fara að Nýjabæ í Borgarfirði á morgun til að bjarga þeim búfénaði sem er þar. MAST og lögreglan á Vesturlandi biðlar til fólks að mæta ekki. 11. nóvember 2022 16:56 Framganga MAST í meintu dýraníðsmáli hafi „farið úr hófi“ Lögmaður konu, sem er eigandi hrossa í meintu dýraníðsmáli í Borgarfirði, segir Matvælastofnun hafa farið of geyst í málinu. Konan hafi ekki verið nægilega vel upplýst um gang mála og hrossin hafi verið vel haldin. 7. nóvember 2022 19:20 Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Innlent Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Viðskipti erlent Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Innlent Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Innlent VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir í biðlaun Innlent Fleiri fréttir VR greiddi Ragnari Þór hátt í tíu milljónir í biðlaun „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Sjá meira
Mikið hefur verið fjallað um meint dýraníð á bóndabæ í Borgarfirði. Þrettán hross voru aflífuð vegna alvarlegs ástands þeirra í október og sauðfé var fjarlægt þaðan í síðustu viku. Matvælastofnun hefur legið undir harðri gagnrýni vegna málsins og var jafnvel stofnaður Facebook-viðburður þar sem fólk lýsti yfir hug á að fara að bænum til að bjarga dýrunum þar nýlega. Vörslusvipting á um 150 nautgripum á bænum fóru fram um hádegi á laugardag. Dýrin fóru þá yfir á ábyrgð Matvælastofnunar. Á mánudag hófst vinna við að ráðstafa nautgripunum. Sigurborg Daðadóttir, yfirdýralæknir Matvælastofnunar, segir í samtali við Vísi að bæði stofnunin og bóndinn hafi ráðstafað dýrunum að mestu til lífs. Nánast öllum kúm og kvígum hafi verið komið fyrir annars staðar en rúmlega fjörutíu naut voru send í slátrun. „Naut eru alin til slátrunar þannig að þetta er bara eðlilegur farvegur,“ segir Sigurborg. Sigurborg Daðadóttir, yfirdýralæknir hjá Matvælastofnun.Vísir/Magnús Hlynur Geyst farið á samfélagsmiðlum Mildari leiðir, eins og dagsektir, stjórnvaldssektir og að láta vinna verk á kostnað eiganda, hafi verið reyndar en án árangurs. Á endanum hafi eigandinn verið sviptur forræði yfir dýrunum. „Þetta er síðasta úrræði sem við höfum til að stoppa svona dýrahald þegar sýnt þykir að það er fullreynt að bæta úr. Þá er þetta eina úrræðið sem eftir er,“ segir Sigurborg. Hún tekur þó sérstaklega fram að að hvorki hafi verið um harðýðgi né svelti að ræða. „Hér er á ferðinni almennt umhirðuleysi eins og til dæmis vanfóðrun og umhyggjuleysi. Dýrin hafa ekki fengið að njóta þess aðbúnaðar og réttindi sem þeim er tryggður með löggjöf. Þetta eru svona margítrekuð brot á lögum og reglugerðum,“ segir hún. Aðfinnslur hafi verið gerðar við fóðrun sem var ekki talin nægjanleg. „En það var langt því frá að þau væru að svelta,“ segi yfirdýralæknirinn. Sigurborg sigur að umræða um málið á samfélagsmiðlum hafi farið ansi geyst með fullyrðingum sem ekki séu réttar. „Það er mjög leiðinlegt að allir einhvern veginn bara trúa öllu sem sagt er,“ segir hún og vísar sérstaklega til fullyrðinga um að dýrin hafi verið að svelta. Mál á þriðja tugs hrossa enn í ferli Á bænum eru enn í kringum tuttugu og fimm hross en Matvælastofnun er með mál þeirra í vinnslu. Stofnunin hefur gert kröfu um úrbætur og beitt þvingunum til að þess að ná þeim fram. „Við erum að beita dagsektum, láta vinna verk á kostnað eiganda. Það er í gangi núna. Síðan ef allt um þrýtur endar það með því sem lögin segja að við eigum að gera og geta gert, það er að taka dýr úr vörslu eiganda,“ segir Sigurborg.
Dýraníð í Borgarfirði Borgarbyggð Dýr Dýraheilbrigði Tengdar fréttir Hátt í tvö hundruð nautgripir fjarlægðir vegna gruns um vanrækslu Matvælastofnun og Lögreglan á Vesturlandi eru nú að fjarlægja á annað hundrað nautgripa af bóndabæ í Borgarfirði vegna gruns um vanrækslu. Íbúi í Borgarfirði segir að grípa hefði þurfti til aðgerðana mun fyrr. 15. nóvember 2022 14:12 Hundruð hyggjast bjarga dýrunum á Nýjabæ Rúmlega hundrað manns hafa sagst hafa áhuga á því að fara að Nýjabæ í Borgarfirði á morgun til að bjarga þeim búfénaði sem er þar. MAST og lögreglan á Vesturlandi biðlar til fólks að mæta ekki. 11. nóvember 2022 16:56 Framganga MAST í meintu dýraníðsmáli hafi „farið úr hófi“ Lögmaður konu, sem er eigandi hrossa í meintu dýraníðsmáli í Borgarfirði, segir Matvælastofnun hafa farið of geyst í málinu. Konan hafi ekki verið nægilega vel upplýst um gang mála og hrossin hafi verið vel haldin. 7. nóvember 2022 19:20 Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Innlent Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Viðskipti erlent Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Innlent Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Innlent VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir í biðlaun Innlent Fleiri fréttir VR greiddi Ragnari Þór hátt í tíu milljónir í biðlaun „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Sjá meira
Hátt í tvö hundruð nautgripir fjarlægðir vegna gruns um vanrækslu Matvælastofnun og Lögreglan á Vesturlandi eru nú að fjarlægja á annað hundrað nautgripa af bóndabæ í Borgarfirði vegna gruns um vanrækslu. Íbúi í Borgarfirði segir að grípa hefði þurfti til aðgerðana mun fyrr. 15. nóvember 2022 14:12
Hundruð hyggjast bjarga dýrunum á Nýjabæ Rúmlega hundrað manns hafa sagst hafa áhuga á því að fara að Nýjabæ í Borgarfirði á morgun til að bjarga þeim búfénaði sem er þar. MAST og lögreglan á Vesturlandi biðlar til fólks að mæta ekki. 11. nóvember 2022 16:56
Framganga MAST í meintu dýraníðsmáli hafi „farið úr hófi“ Lögmaður konu, sem er eigandi hrossa í meintu dýraníðsmáli í Borgarfirði, segir Matvælastofnun hafa farið of geyst í málinu. Konan hafi ekki verið nægilega vel upplýst um gang mála og hrossin hafi verið vel haldin. 7. nóvember 2022 19:20