Fjárhæð eingreiðslu til handa öryrkjum ákvörðuð í næstu viku Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 17. nóvember 2022 11:52 Formaður fjárlaganefndar telur að upphæð eingreiðslunnar muni hækka. Endanleg ákvörðun verður sennilega tekin í næstu viku. Vísir/Vilhelm Eingreiðsla til handa örorku- og endurhæfingarlífeyrisþegum í desember verður um helmingi minni en hún var í fyrra samkvæmt fjáraukalögum eða rétt tæpar 28 þúsund krónur. Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, formaður fjárlaganefndar, segir að þessi eingreiðsla hefði upphaflega komið til vegna COVID-19 en vegna verðbólgunnar hafi þótt skynsamlegt að leggja hana ekki alveg af. Ekki er búið að taka endanlega ákvörðun um fjárhæðina. „Það er vert að taka það fram að þetta er auðvitað ekki jólabónus eða neitt slíkt – það er innbyggt í kerfið að örorku- og endurhæfingarlífeyrisþegar fá slíkar greiðslur þannig að þessi eingreiðsla hefur komið til viðbótar síðustu tvö ár vegna ástandsins. Og núna var ákveðið að hálfu ríkisstjórnarinnar að leggja til helminginn þar sem verðbólga og annað þykir hvetja til þess að þessu verði ekki alveg hætt.“ Ekki sé búið að taka endanlega ákvörðun um fjárhæðina og að mati Bjarkeyjar þurfi að gera betur. Sjá nánar: Samstaða náðst um 53 þúsund króna aukagreiðslu til öryrkja En maður veltir fyrir sér, hefði þarna ekki verið gott tækifæri til að styðja við þessa viðkvæðum hópa sem verðbólgan kemur verst niður á? „Jú, jú, og það er í rauninni það sem er verið að gera þó það sé ekki af hálfu ríkisstjórnarinnar sama fjárhæð og var í fyrra þá er þetta, eins og ég segi, viðbót við hefðbundnar greiðslur og eru skatta- og skerðingarlausar, öðruvísi koma þær ekki að almennilegum notum. Þannig að það er sannarlega verið að styðja við en eins og ég segi, ég tel að við þurfum að gera betur til að minnsta kosti reyna að halda í við verðbólguna og ég held að nefndin verði bara einhuga um það,“ segir Bjarkey. Inga vill að eingreiðslan nemi 60 þúsund krónum Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, hefur þegar lagt fram breytingartillögu við frumvarp til fjáraukalaga en hún felur í sér fjárheimild fyrir 60.000 kr. eingreiðslu í desember til örorku- og endurhæfingarlífeyrisþega. Hún segir óboðlegt að skera niður eingreiðslu til öryrkja sér í lagi í ljósi þess að verðlag hafi hækkað svo um munar. „Einnig er lagt til að eingreiðsla verði veitt til þeirra 6.000 ellilífeyrisþega sem lökust hafa kjörin sem einnig verði undanþegin skerðingum, enda ljóst að margir ellilífeyrisþegar eru jafn illa settir og efnaminnstu öryrkjarnir og algjörlega óverjandi að mismuna að þessu leyti. Lagt er til að fjárhæð eingreiðslunnar hækki úr 53.100 kr. í 60.000 kr. með tilliti til verðlagsþróunar.“ Alþingi Félagsmál Tengdar fréttir Öryrkjar fengu að lokum viðbótargreiðslu og í tæka tíð fyrir jólin Tryggingastofnun hefur greitt ríflega 24.400 örorku- og endurhæfingarlífeyrisþegum eingreiðslu sem nemur allt að 53.100 krónum. 23. desember 2021 18:01 Alþingismenn samstíga um kjarabætur til öryrkja Fulltrúar allra flokka á Alþingi eru sammála um nauðsyn þess að frumvarp sem felur í sér fimmtíu þúsund króna eingreiðslu og hækkun skerðingamarka bóta öryrkja verði að lögum fyrir jól. Full samstaða á Alþingi er ekki algeng í málum sem þessum. 8. desember 2020 19:21 Samstaða náðst um 53 þúsund króna aukagreiðslu til öryrkja Samstaða náðist í kvöld í fjárlaganefnd Alþingis um tillögu þess efnis að öryrkjum yrði greidd 53 þúsund króna aukagreiðslu til viðbótar við desemberuppbót sína. 20. desember 2021 19:48 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Áslaug ætlar í formanninn Fimmtánfalda sekt fyrir vopnaburð á almannafæri Sjá meira
„Það er vert að taka það fram að þetta er auðvitað ekki jólabónus eða neitt slíkt – það er innbyggt í kerfið að örorku- og endurhæfingarlífeyrisþegar fá slíkar greiðslur þannig að þessi eingreiðsla hefur komið til viðbótar síðustu tvö ár vegna ástandsins. Og núna var ákveðið að hálfu ríkisstjórnarinnar að leggja til helminginn þar sem verðbólga og annað þykir hvetja til þess að þessu verði ekki alveg hætt.“ Ekki sé búið að taka endanlega ákvörðun um fjárhæðina og að mati Bjarkeyjar þurfi að gera betur. Sjá nánar: Samstaða náðst um 53 þúsund króna aukagreiðslu til öryrkja En maður veltir fyrir sér, hefði þarna ekki verið gott tækifæri til að styðja við þessa viðkvæðum hópa sem verðbólgan kemur verst niður á? „Jú, jú, og það er í rauninni það sem er verið að gera þó það sé ekki af hálfu ríkisstjórnarinnar sama fjárhæð og var í fyrra þá er þetta, eins og ég segi, viðbót við hefðbundnar greiðslur og eru skatta- og skerðingarlausar, öðruvísi koma þær ekki að almennilegum notum. Þannig að það er sannarlega verið að styðja við en eins og ég segi, ég tel að við þurfum að gera betur til að minnsta kosti reyna að halda í við verðbólguna og ég held að nefndin verði bara einhuga um það,“ segir Bjarkey. Inga vill að eingreiðslan nemi 60 þúsund krónum Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, hefur þegar lagt fram breytingartillögu við frumvarp til fjáraukalaga en hún felur í sér fjárheimild fyrir 60.000 kr. eingreiðslu í desember til örorku- og endurhæfingarlífeyrisþega. Hún segir óboðlegt að skera niður eingreiðslu til öryrkja sér í lagi í ljósi þess að verðlag hafi hækkað svo um munar. „Einnig er lagt til að eingreiðsla verði veitt til þeirra 6.000 ellilífeyrisþega sem lökust hafa kjörin sem einnig verði undanþegin skerðingum, enda ljóst að margir ellilífeyrisþegar eru jafn illa settir og efnaminnstu öryrkjarnir og algjörlega óverjandi að mismuna að þessu leyti. Lagt er til að fjárhæð eingreiðslunnar hækki úr 53.100 kr. í 60.000 kr. með tilliti til verðlagsþróunar.“
Alþingi Félagsmál Tengdar fréttir Öryrkjar fengu að lokum viðbótargreiðslu og í tæka tíð fyrir jólin Tryggingastofnun hefur greitt ríflega 24.400 örorku- og endurhæfingarlífeyrisþegum eingreiðslu sem nemur allt að 53.100 krónum. 23. desember 2021 18:01 Alþingismenn samstíga um kjarabætur til öryrkja Fulltrúar allra flokka á Alþingi eru sammála um nauðsyn þess að frumvarp sem felur í sér fimmtíu þúsund króna eingreiðslu og hækkun skerðingamarka bóta öryrkja verði að lögum fyrir jól. Full samstaða á Alþingi er ekki algeng í málum sem þessum. 8. desember 2020 19:21 Samstaða náðst um 53 þúsund króna aukagreiðslu til öryrkja Samstaða náðist í kvöld í fjárlaganefnd Alþingis um tillögu þess efnis að öryrkjum yrði greidd 53 þúsund króna aukagreiðslu til viðbótar við desemberuppbót sína. 20. desember 2021 19:48 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Áslaug ætlar í formanninn Fimmtánfalda sekt fyrir vopnaburð á almannafæri Sjá meira
Öryrkjar fengu að lokum viðbótargreiðslu og í tæka tíð fyrir jólin Tryggingastofnun hefur greitt ríflega 24.400 örorku- og endurhæfingarlífeyrisþegum eingreiðslu sem nemur allt að 53.100 krónum. 23. desember 2021 18:01
Alþingismenn samstíga um kjarabætur til öryrkja Fulltrúar allra flokka á Alþingi eru sammála um nauðsyn þess að frumvarp sem felur í sér fimmtíu þúsund króna eingreiðslu og hækkun skerðingamarka bóta öryrkja verði að lögum fyrir jól. Full samstaða á Alþingi er ekki algeng í málum sem þessum. 8. desember 2020 19:21
Samstaða náðst um 53 þúsund króna aukagreiðslu til öryrkja Samstaða náðist í kvöld í fjárlaganefnd Alþingis um tillögu þess efnis að öryrkjum yrði greidd 53 þúsund króna aukagreiðslu til viðbótar við desemberuppbót sína. 20. desember 2021 19:48
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent