Hátt í tvö hundruð nautgripir fjarlægðir vegna gruns um vanrækslu Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 15. nóvember 2022 14:12 Nautgripirnir verða fluttir af bænum. Steinunn Árnadóttir Matvælastofnun og Lögreglan á Vesturlandi eru nú að fjarlægja á annað hundrað nautgripa af bóndabæ í Borgarfirði vegna gruns um vanrækslu. Íbúi í Borgarfirði segir að grípa hefði þurfti til aðgerðana mun fyrr. Fréttastofa hefur ítarlega fjallað um meinta vanrækslu dýra í Borgarfirði síðan í ágúst. Þrettán hross voru aflífuð vegna alvarlegs átstands í október en þau sem eftir voru sögð í viðkvæmu ásandi af MAST. Þá var sauðfé fjarlægt þaðan í síðustu viku og Matvælastofnun kvaðst hafa gripið til aðgerða vegna meintrar vanrækslu nautgripa á bænum. Nautgripir á svæðinu í gær. Aðgerðir Matvælastofnunar við fjarlægingu nautgripanna hófst í gær en íbúi í Borgarnesi, sem hefur fylgst náið með ástandi dýranna, segir marga nautgripina varla hafa komist í vatn og fóður undanfarnar vikur. „Þetta byrjaði upp úr klukkan eitt, þá komu bílar aðvífandi. Lögreglubílar og frá Matvælastofnun og sláturbílar og það var byrjað að taka nautgripi ú rþessum útihúsum,“ segir Steinunn Árnadóttir, íbúi í Borgarnesi. Inni í húsunum hafi verið tæplega 150 nautgripir og úti í kring um þrjátíu. Hún hafi engin svör fengið frá Matvælastofnun. „Ég er margbúin að senda þeim ðóst og ekki í eitt einasta skipti fengið viðbrögð við þeim póstum,“ segir Steinunn. Lögregla og MAST eru nú á staðnum.Steinunn Árnadóttir Skipaður var bústjóri á bænum um helgina, sem tryggði meðal annars að dýrin væru fóðruð. „Þeir fengu örugglega í fyrsta skipti í langan tíma gott fóður.“ Hefði ekki þurft að gera það miklu fyrr? „Ju, það er margt þarna sem hefði þurft að gera miklu fyrr.“ Lögreglan á Vesturlandi staðfestir í samtali við fréttastofu að hún hafi verið MAST innan handar í aðgerðunum. Dýralæknir hjá MAST, sem fréttastofa ræddi við í dag, sagði í samtali við fréttastofu að dýrin á bænum hafi ekki verið vannærð eða níðst á þeim. Einfaldlega hafi ábúendur ekki uppfyllt þau skilyrði og réttindi sem dýrin eigi með lögum og umsjón heilt yfir verið slæm. Dýraníð í Borgarfirði Borgarbyggð Dýr Dýraheilbrigði Tengdar fréttir Hundruð hyggjast bjarga dýrunum á Nýjabæ Rúmlega hundrað manns hafa sagst hafa áhuga á því að fara að Nýjabæ í Borgarfirði á morgun til að bjarga þeim búfénaði sem er þar. MAST og lögreglan á Vesturlandi biðlar til fólks að mæta ekki. 11. nóvember 2022 16:56 Framganga MAST í meintu dýraníðsmáli hafi „farið úr hófi“ Lögmaður konu, sem er eigandi hrossa í meintu dýraníðsmáli í Borgarfirði, segir Matvælastofnun hafa farið of geyst í málinu. Konan hafi ekki verið nægilega vel upplýst um gang mála og hrossin hafi verið vel haldin. 7. nóvember 2022 19:20 Kvart, kukl og kveinstafir MAST Dr. Hrönn Ólina Jörundsdóttur, forstjóri MAST, hefur ákveðið að bölsótast út í réttmæta og rökstudda gagnrýni dýraverndarsinna og brúkar til þess sjálfa heimasíðu MAST undir liðnum fréttir. 2. nóvember 2022 11:31 Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Fleiri fréttir Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Sjá meira
Fréttastofa hefur ítarlega fjallað um meinta vanrækslu dýra í Borgarfirði síðan í ágúst. Þrettán hross voru aflífuð vegna alvarlegs átstands í október en þau sem eftir voru sögð í viðkvæmu ásandi af MAST. Þá var sauðfé fjarlægt þaðan í síðustu viku og Matvælastofnun kvaðst hafa gripið til aðgerða vegna meintrar vanrækslu nautgripa á bænum. Nautgripir á svæðinu í gær. Aðgerðir Matvælastofnunar við fjarlægingu nautgripanna hófst í gær en íbúi í Borgarnesi, sem hefur fylgst náið með ástandi dýranna, segir marga nautgripina varla hafa komist í vatn og fóður undanfarnar vikur. „Þetta byrjaði upp úr klukkan eitt, þá komu bílar aðvífandi. Lögreglubílar og frá Matvælastofnun og sláturbílar og það var byrjað að taka nautgripi ú rþessum útihúsum,“ segir Steinunn Árnadóttir, íbúi í Borgarnesi. Inni í húsunum hafi verið tæplega 150 nautgripir og úti í kring um þrjátíu. Hún hafi engin svör fengið frá Matvælastofnun. „Ég er margbúin að senda þeim ðóst og ekki í eitt einasta skipti fengið viðbrögð við þeim póstum,“ segir Steinunn. Lögregla og MAST eru nú á staðnum.Steinunn Árnadóttir Skipaður var bústjóri á bænum um helgina, sem tryggði meðal annars að dýrin væru fóðruð. „Þeir fengu örugglega í fyrsta skipti í langan tíma gott fóður.“ Hefði ekki þurft að gera það miklu fyrr? „Ju, það er margt þarna sem hefði þurft að gera miklu fyrr.“ Lögreglan á Vesturlandi staðfestir í samtali við fréttastofu að hún hafi verið MAST innan handar í aðgerðunum. Dýralæknir hjá MAST, sem fréttastofa ræddi við í dag, sagði í samtali við fréttastofu að dýrin á bænum hafi ekki verið vannærð eða níðst á þeim. Einfaldlega hafi ábúendur ekki uppfyllt þau skilyrði og réttindi sem dýrin eigi með lögum og umsjón heilt yfir verið slæm.
Dýraníð í Borgarfirði Borgarbyggð Dýr Dýraheilbrigði Tengdar fréttir Hundruð hyggjast bjarga dýrunum á Nýjabæ Rúmlega hundrað manns hafa sagst hafa áhuga á því að fara að Nýjabæ í Borgarfirði á morgun til að bjarga þeim búfénaði sem er þar. MAST og lögreglan á Vesturlandi biðlar til fólks að mæta ekki. 11. nóvember 2022 16:56 Framganga MAST í meintu dýraníðsmáli hafi „farið úr hófi“ Lögmaður konu, sem er eigandi hrossa í meintu dýraníðsmáli í Borgarfirði, segir Matvælastofnun hafa farið of geyst í málinu. Konan hafi ekki verið nægilega vel upplýst um gang mála og hrossin hafi verið vel haldin. 7. nóvember 2022 19:20 Kvart, kukl og kveinstafir MAST Dr. Hrönn Ólina Jörundsdóttur, forstjóri MAST, hefur ákveðið að bölsótast út í réttmæta og rökstudda gagnrýni dýraverndarsinna og brúkar til þess sjálfa heimasíðu MAST undir liðnum fréttir. 2. nóvember 2022 11:31 Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Fleiri fréttir Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Sjá meira
Hundruð hyggjast bjarga dýrunum á Nýjabæ Rúmlega hundrað manns hafa sagst hafa áhuga á því að fara að Nýjabæ í Borgarfirði á morgun til að bjarga þeim búfénaði sem er þar. MAST og lögreglan á Vesturlandi biðlar til fólks að mæta ekki. 11. nóvember 2022 16:56
Framganga MAST í meintu dýraníðsmáli hafi „farið úr hófi“ Lögmaður konu, sem er eigandi hrossa í meintu dýraníðsmáli í Borgarfirði, segir Matvælastofnun hafa farið of geyst í málinu. Konan hafi ekki verið nægilega vel upplýst um gang mála og hrossin hafi verið vel haldin. 7. nóvember 2022 19:20
Kvart, kukl og kveinstafir MAST Dr. Hrönn Ólina Jörundsdóttur, forstjóri MAST, hefur ákveðið að bölsótast út í réttmæta og rökstudda gagnrýni dýraverndarsinna og brúkar til þess sjálfa heimasíðu MAST undir liðnum fréttir. 2. nóvember 2022 11:31