Bæði Inaki og Nico Williams komust í HM-hópa þjóðanna sinna en þetta kom í ljós þegar þau voru tilkynnt á dögunum.
Hinn 28 ára gamli Inaki Williams er í hópnum hjá Gana en hinn tvítugi Nico Williams er í landsliðshópi Spánar. Hér fyrir neðan sjást þeir saman með HM-bikarinn og í búningum þjóða sinna.
Por los viejos.
— IÑAKI WILLIAMS (@Williaaams45) November 14, 2022
Qatar, allá vamos.
pic.twitter.com/Uu32tNbh1w
Báðir eru þeir fæddir í Bilbao í Baskalöndum á Spáni en foreldrar þeirra eru flóttamenn frá Gana. Þau komust til Spánar með því að fara yfir Sahara eyðimörkin á fótum og með því að hoppa yfir landamæragirðinguna í Metilla.
Inaki hefur spilað með Athletic Bilbao frá árinu 2014 og hefur ekki misst úr leik undanfarin sextán ár. Inaki spilaði einn landsleik fyrir Spán árið 2016 en tók þá ákvörðun í ár að spila fyrir Gana.
Nico er átta árum yngri en hefur spilað með Athletic Bilbao frá 2021. Hann fékk sitt fyrsta tækifæri í spænska landsliðinu á þessu ári og var valinn í HM-hópinn.
Spánn er í E-riðli með Þýskalandi. Japan og Kosta Ríka. Gana er í H-riðli með Portúgal, Suður Kóreu og Úrúgvæ.
Vinni Spánn og Gana sinn riðil og svo sinn leik í sextán liða úrslitum þá myndu liðin mætast í átta liða úrslitum keppninnar en það myndi einnig gerast ef bæði liðin yrðu í öðru sæti sinna riðla.
Iñaki Williams
— #3Sports (@3SportsGh) November 14, 2022
Nico Williams
Brothers set to battle for different countries at the 2022 World Cup #3Sports #Qatar2022onMG pic.twitter.com/5QIVDFSP1f