Laporta er ekki af baki dottinn þó hugmyndin um „Ofurdeild Evrópu“ hafi verið skotin niður þegar hún stakk síðast upp kollinum.
Forsetinn heldur áfram að tala um hvað Barcelona sem félag gæti grætt gríðarlega mikla fjármuni verði deildin að veruleika. Hann talar um að einn milljarða evra við stofnun deildarinnar og 300 milljónir evra árlega eftir það gangi hún vel.
„Félögin munu stýra ferðinni. Sem stendur er verkefnið í lausu lofti. Í mars fáum við svar frá dómstólum í Lúxemborg og þar sem við höfum þegar hafið viðræður við UEFA gæti deildin orðið að veruleika innan nokkurra ára,“ sagði Laporta meðal annars í viðtalinu.
Joan Laporta believes Barcelona are set to receive an initial bonus of 1 billion if the breakaway European Super League goes ahead pic.twitter.com/RAgV9DDlsx
— ESPN FC (@ESPNFC) November 13, 2022
Sem stendur eru aðeins Barcelona, Real Madríd og Juventus hlynnt Ofurdeild Evrópu. Önnur lið hafa bakkað út eftir mikil mótmæli.
Barcelona trónir á toppi spænsku úrvalsdeildarinnar um þessar mundir en verður í Evrópudeildinni eftir áramót eftir að hafa mistekist að komast upp úr riðli sínum í Meistaradeild Evrópu.