Hansi Flick tilkynnti í dag þýska hópinn sem fer til Katar. Mesta athygli vekur að Moukoko er í honum. Þessi bráðefnilegi leikmaður hefur skorað sex deildarmörk fyrir Dortmund í vetur. Moukoko hefur ekki enn spilað A-landsleik en skorað sex mörk í fimm leikjum fyrir U-21 árs landslið Þýskalands. Hann er fæddur í Kamerún en valdi að spila fyrir Þýskaland.
Aðeins þrír úr heimsmeistaraliðinu 2014 eru í þýska hópnum að þessu sinni: fyrirliðinn Manuel Neuer, Thomas Müller og svo Mario Götze, maðurinn sem skoraði sigurmarkið í úrslitaleik Þýskalands og Argentínu 2014. Götze, sem er þrítugur, hefur ekki spilað landsleik síðan 2017. Hann gekk í raðir Frankfurt fyrir tímabilið og hefur spilað 21 leik með liðinu í öllum keppnum í vetur.
Mario Götze is heading to the World Cup
— B/R Football (@brfootball) November 10, 2022
He hasn t played for Germany since 2017. pic.twitter.com/H7xhuJPlSe
Marco Reus missir hins vegar af enn einu stórmótinu vegna meiðsla. Hann var til að mynda fjarri góðu gamni þegar Þjóðverjar urðu heimsmeistarar fyrir átta árum.
Auk Moukokos er einn annar nýliði í þýska HM-hópnum. Það er Niclas Füllkrug, 29 ára framherji Werder Bremen. Hann hefur skorað tíu mörk í þýsku úrvalsdeildinni á tímabilinu.
— Germany (@DFB_Team_EN) November 10, 2022
Here it is - our 26-man squad for the 2022 @FIFAWorldCup in Qatar pic.twitter.com/U3KGoU5lnz
Þýskaland er í E-riðli heimsmeistaramótsins ásamt Spáni, Japan og Kosta Ríku. Fyrsti leikur Þjóðverja er gegn Japönum 23. nóvember.