Ný sýndarveruleikagleraugu PlayStation á leiðinni Bjarki Sigurðsson skrifar 2. nóvember 2022 14:33 Gleraugun koma í verslanir í febrúar á næsta ári. PlayStation Ný sýndarveruleikagleraugu PlayStation koma á markað í febrúar á næsta ári. Gleraugun munu kosta tæpar áttatíu þúsund krónur. Gleraugun bera hið einfaldanafn PlayStation VR2 en fyrri útgáfa PlayStation, PlayStation VR, kom út árið 2016. Þau voru sérstaklega hönnuð fyrir PlayStation 4 leikjatölvuna en árið 2020 kom ný útgáfa tölvunnar út, PlayStation 5. Nýju gleraugun eru sérstaklega hönnuð fyrir hana. Með nýju gleraugunum vonast PlayStation eftir því að notendur njóti einstakrar upplifunar en búið er að gera miklar uppfærslur á hljóðkerfi, stýripinnum og augnhreyfingaskynjurum gleraugnanna. Í tilkynningu á vef PlayStation segir að gleraugun hafi verið hönnuð með þægindin í fyrirrúmi. Búist er við því að allt að tuttugu sýndarveruleikaleikir verði tilbúnir til spilunar í gleraugunum þegar þau fara í sölu. Hægt verður að forpanta gleraugun frá og með 15. nóvember. Leikjavísir Sony Tækni Mest lesið „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Lífið Gervigreindarfyrirsæta í Vogue vekur ugg Tíska og hönnun Óvæntur Johnny Depp heiðraði Ozzy með Alice Cooper Lífið Ragga Holm og Elma giftu sig Lífið Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Lífið Hlaupadellan varð að fatamerki: „Ég er giftur götunni“ Tíska og hönnun Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Lífið „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Lífið „Það er í raun kraftaverk að hún sé á lífi í dag“ Lífið Ása Ninna kveður Bylgjuna Lífið Fleiri fréttir Frá Íslandi til stjarnanna Léttir að geta loks rætt íslenskan leik opinberlega Myrkur Games birta fyrstu stiklu Echoes of the End Hvað í ósköpunum gerði James Bond á Íslandi? Sjá meira
Gleraugun bera hið einfaldanafn PlayStation VR2 en fyrri útgáfa PlayStation, PlayStation VR, kom út árið 2016. Þau voru sérstaklega hönnuð fyrir PlayStation 4 leikjatölvuna en árið 2020 kom ný útgáfa tölvunnar út, PlayStation 5. Nýju gleraugun eru sérstaklega hönnuð fyrir hana. Með nýju gleraugunum vonast PlayStation eftir því að notendur njóti einstakrar upplifunar en búið er að gera miklar uppfærslur á hljóðkerfi, stýripinnum og augnhreyfingaskynjurum gleraugnanna. Í tilkynningu á vef PlayStation segir að gleraugun hafi verið hönnuð með þægindin í fyrirrúmi. Búist er við því að allt að tuttugu sýndarveruleikaleikir verði tilbúnir til spilunar í gleraugunum þegar þau fara í sölu. Hægt verður að forpanta gleraugun frá og með 15. nóvember.
Leikjavísir Sony Tækni Mest lesið „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Lífið Gervigreindarfyrirsæta í Vogue vekur ugg Tíska og hönnun Óvæntur Johnny Depp heiðraði Ozzy með Alice Cooper Lífið Ragga Holm og Elma giftu sig Lífið Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Lífið Hlaupadellan varð að fatamerki: „Ég er giftur götunni“ Tíska og hönnun Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Lífið „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Lífið „Það er í raun kraftaverk að hún sé á lífi í dag“ Lífið Ása Ninna kveður Bylgjuna Lífið Fleiri fréttir Frá Íslandi til stjarnanna Léttir að geta loks rætt íslenskan leik opinberlega Myrkur Games birta fyrstu stiklu Echoes of the End Hvað í ósköpunum gerði James Bond á Íslandi? Sjá meira