Halland drukknar í vinsældum Haalands Sindri Sverrisson skrifar 1. nóvember 2022 16:30 Erling Haaland hefur verið óstöðvandi í fremstu víglínu hjá Manchester City en er reyndar núna frá keppni vegna smávægilegra meiðsla. Getty Erling Haaland er orðinn að svo mikilli stjörnu að það hefur skapað viss vandræði fyrir ferðamálayfirvöld í sænska héraðinu Halland. Þó að glöggir lesendur taki væntanlega eftir því að Haaland og Halland er ekki ritað með sama hætti þá er ekki hægt að segja það sama um alla netverja. Þess vegna birtast eintómar myndir og færslur um knattspyrnumanninn Haaland þegar nafn sænska héraðsins Halland er skrifað í leit á samfélagsmiðlum. Jimmy Sandberg, stjórnandi hjá Visit Halland, fann sig því knúinn til að birta opið bréf á LinkedIn þar sem hann biðlaði til aðdáenda norsku knattspyrnustjörnunnar um að gefa sænska héraðinu Halland aftur myllumerkið sitt. Sandberg benti á að ekki væri hægt að finna myndir á Instagram eða Google af fallegum stöðum í Halland því að þar birtust bara myndir af Haaland. Fólk verði einfaldlega að átta sig á því hvernig nafn knattspyrnumannsins sé ritað. „Eftir frammistöðu hans hjá City þá birtist hann úti um allt. Í öllum myndaleitum og undir myllumerkinu. „Hvað í fjandanum, hann heitir jú ekki Halland?“ En maður sér strax að það eru margir sem skrifa þetta vitlaust,“ sagði Sandberg við Fotbollskanalen. „Þá sáum við að við gætum gert eitthvað flott úr þessu. Þetta er ekkert alvöru vandamál en þetta gæti orðið það ef að hann skorar enn fleiri mörk. Þetta er gaman fyrir hann en við erum að drukkna svolítið í þessum uppgangi hans,“ sagði Sandberg og benti á að best hefði verið ef að Haaland hefði verið keyptur til Halland en bætti við að það væri líklega ekki raunhæf ósk. Fótbolti Svíþjóð Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Enski boltinn Róbert með þrennu í sigri KR Íslenski boltinn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Fótbolti Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti Fleiri fréttir Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Sjá meira
Þó að glöggir lesendur taki væntanlega eftir því að Haaland og Halland er ekki ritað með sama hætti þá er ekki hægt að segja það sama um alla netverja. Þess vegna birtast eintómar myndir og færslur um knattspyrnumanninn Haaland þegar nafn sænska héraðsins Halland er skrifað í leit á samfélagsmiðlum. Jimmy Sandberg, stjórnandi hjá Visit Halland, fann sig því knúinn til að birta opið bréf á LinkedIn þar sem hann biðlaði til aðdáenda norsku knattspyrnustjörnunnar um að gefa sænska héraðinu Halland aftur myllumerkið sitt. Sandberg benti á að ekki væri hægt að finna myndir á Instagram eða Google af fallegum stöðum í Halland því að þar birtust bara myndir af Haaland. Fólk verði einfaldlega að átta sig á því hvernig nafn knattspyrnumannsins sé ritað. „Eftir frammistöðu hans hjá City þá birtist hann úti um allt. Í öllum myndaleitum og undir myllumerkinu. „Hvað í fjandanum, hann heitir jú ekki Halland?“ En maður sér strax að það eru margir sem skrifa þetta vitlaust,“ sagði Sandberg við Fotbollskanalen. „Þá sáum við að við gætum gert eitthvað flott úr þessu. Þetta er ekkert alvöru vandamál en þetta gæti orðið það ef að hann skorar enn fleiri mörk. Þetta er gaman fyrir hann en við erum að drukkna svolítið í þessum uppgangi hans,“ sagði Sandberg og benti á að best hefði verið ef að Haaland hefði verið keyptur til Halland en bætti við að það væri líklega ekki raunhæf ósk.
Fótbolti Svíþjóð Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Enski boltinn Róbert með þrennu í sigri KR Íslenski boltinn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Fótbolti Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti Fleiri fréttir Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Sjá meira