Sögðu ekki „til hamingju“ við Valgeir heldur „takk“ Sindri Sverrisson skrifar 2. nóvember 2022 09:01 Kristoffer Lund Hansen og Valgeir Lunddal Friðriksson glaðbeittir með gullhjálmana eftir að Häcken varð sænskur meistari á sunnudag. mynd/Rudy Alvardo „Þetta var allt annað en að vinna með Val á einhverju skíta-covidtímabili. Þetta var geggjað,“ segir Valgeir Lunddal Friðriksson, laufléttur í bragði, eftir að hafa orðið Svíþjóðarmeistari með Häcken um helgina. Þrátt fyrir að vera aðeins 21 árs gamall hefur Valgeir nú þegar afrekað það að verða Íslandsmeistari og Svíþjóðarmeistari. Þessi kröftugi bakvörður, sem leikið hefur þrjá A-landsleik og var einnig í U21-landsliðinu sem lék í umspili um sæti á EM í haust, hefur á tveimur árum í atvinnumennsku bæði upplifað erfiða tíma í fyrra og algjöran draum í ár: „Þetta var geggjað. Fyrsti titillinn í sögu Häcken og ég held að maður sé sjálfur ekki að átta sig á því hve stórt þetta er fyrir félagið. Ég heyrði að þetta væri bara búinn að vera atvinnumannaklúbbur í tuttugu ár. Stuðningsmennirnir, í stað þess að segja „til hamingju“, sögðu bara „takk fyrir þetta“. Þetta var geggjuð tilfinning, að vinna þetta á fullum velli í derby-leik á milli tveggja Gautaborgarliða,“ segir Valgeir. Gaman að þau hafi séð mig vinna þetta Mamma hans og pabbi, og kærastan og knattspyrnukonan Diljá Ýr Zomers, voru á vellinum á sunnudaginn þegar Valgeir og félagar unnu 4-0 stórsigur á Gautaborg. Þar með var forskot Häcken á toppnum orðið of mikið fyrir önnur lið, þó að enn sé lokaumferðin eftir næsta sunnudag. „Það var gaman að vera með þeim og að þau hafi séð mig vinna þetta,“ segir Valgeir sem líkt og aðrir leikmenn Häcken fékk að fagna fram á rauða nótt. View this post on Instagram A post shared by BK HA CKEN (@bkhackenofcl) Valgeir segir mikið hafa breyst á milli ára hjá Häcken og óhætt er að taka undir það. Í fyrra var liðið í fallbaráttu og endaði aðeins í 12. sæti, og Valgeir spilaði aðeins tvo leiki í byrjunarliði. Í ár hefur Valgeir spilað 25 af 29 leikjum og Häcken slegið í gegn, undir stjórn Norðmannsins Per-Mathias Högmo sem ráðinn var í júní í fyrra. „Spila ótrúlega flottan fótbolta“ „Við erum með gott lið. Það voru þrír toppklassaleikmenn sóttir og einhvern veginn small þetta saman. Við erum að spila ótrúlega flottan fótbolta. Hópurinn var góður á síðasta tímabili en þá gekk bara ekkert upp, og við misstum sigra niður í jafntefli eða jafnvel töp. Núna höfum við kreist út sigrana og skorað flest mörk allra. Þetta er mikið betra núna,“ segir Valgeir sem viðurkennir að árið í fyrra, hans fyrsta í atvinnumennsku, hafi verið erfitt: „Það var frekar erfitt. Ég kom nýr inn í þetta og maður þurfti tíma til að koma sér inn í þetta. Ég byrjaði fyrstu tvo leikina en svo var nýr maður keyptur inn, mjög virtur sænskur landsliðsmaður [Martin Olsson], og maður vissi að maður myndi ekki spila þegar hann væri heill. Svo var liðið í tómu tjóni og þá eru þjálfararnir kannski ekki að ná í nýja, unga leikmanninn í liðinu í leit að björgun, heldur reynsluna. En þetta var allt þess virði að hafa komist í gegnum þetta,“ segir Valgeir sem bættist í góðan hóp Íslendinga sem orðið hafa Svíþjóðarmeistarar í fótbolta karla. Íslendingar sem orðið hafa Svíþjóðarmeistarar í fótbolta karla. Keyptur fyrir háa upphæð í stöðu Valgeirs Þjálfarinn Högmo sótti fyrir tímabilið landa sinn frá Noregi, bakvörðinn Tomas Totland, og var útlit fyrir að hann myndi spila í stað Valgeirs og að hann yrði því áfram aðallega á varamannabekknum: „Þeir keyptu þennan leikmann fyrir tímabilið og hann hafði átt mjög gott tímabil í norsku deildinni áður en hann kom. Þeir keyptu hann á mikinn pening og þetta leit ekki vel út fyrir tímabilið, en ef ég á að segja alveg eins og er þá stóð ég mig frekar vel á undirbúningstímabilinu. Ég náði að sýna þjálfaranum og leikmönnum hvað í mér býr, spilaði fyrstu leikina og náði að spila vel. Svo var ég kannski aðeins inn og út úr liðinu, því við náðum ekki að halda hreinu, en það er mjög sætt að hafa stimplað sig vel inn í liðið á þessu tímabili,“ segir Valgeir. Valgeir Lunddal Friðriksson og félagar eru á leið í undankeppni Meistaradeildar Evrópu eftir að hafa tryggt sér sænska titilinn.mynd/Rudy Alvardo Vonast eftir fleiri tækifærum í landsliðinu Hann ætlar að halda áfram að sanna sig og reyna að ryðja sér til rúms í A-landsliðinu: „Svo lengi sem maður er að spila vel hérna úti og er í góðu liði þá býst maður við að fá einhver tækifæri. En maður þarf fyrst að standa sig vel hér, og svo kemur bara það sem að kemur.“ Valgeir er með samning við Häcken sem gildir til næstu tveggja ára og segir að ekki standi annað til en að taka þátt í titilvörninni á næsta ári: „Eins og er þá er ég bara að fara að halda áfram með Häcken, þó að maður viti ekkert um framhaldið. Ég er í flottum málum hérna, nýbúinn að vinna titil og sæti í Meistaradeild Evrópu á næsta tímabili. Og við erum að spila mjög flottan fótbolta. Ég er ekki að hugsa neitt lengra núna.“ Sænski boltinn Fótbolti Mest lesið „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Fótbolti Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Fótbolti Ofurhugi endaði lífið í sundlaug eftir að svifvængjaflug hans fór á versta veg Sport Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Fótbolti Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Enski boltinn Birnir Snær genginn til liðs við KA Íslenski boltinn Guðrún kveður Rosengård Fótbolti Arndís Diljá í úrslit á EM: „Ótrúlega gaman að hafa náð því“ Sport „Ég vildi prófa eitthvað alveg nýtt í umhverfi sem ég þekki ekki mikið“ Fótbolti Hjálpaði til að vinna KR og var svo seldur Fótbolti Fleiri fréttir Hittust á Íslandi og keyptu Mbuemo Guðrún til Braga í Portúgal: „Nýr klettur í vörninni okkar“ Mbeumo gengur til liðs við Manchester United Sjáðu öll átta mörk Víkings og miðjumark Tryggva Fimm íslenskir Evrópusigrar, sautján mörk í plús og met Blika og KR féll Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Birnir Snær genginn til liðs við KA Hjálpaði til að vinna KR og var svo seldur Sló met Lennon og jafnaði met Atla Guðna Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir „Ég vildi prófa eitthvað alveg nýtt í umhverfi sem ég þekki ekki mikið“ „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Guðrún kveður Rosengård Að minnsta kosti 57 marktilraunir í sögulegri endurkomu Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jota í frægðarhöll Úlfanna United gerir tilboð í Mbeumo í þriðja sinn Englendingar áfram eftir ótrúlega vítaspyrnukeppni Uppgjörið: Víkingur R. - Malisheva 8-0 | Víkingar gjörsigruðu gestina Átján ára norskt undrabarn til City Neymar með sigurmarkið í fyrsta heila leiknum í marga mánuði Sjáðu ótrúlegt mark Tryggva frá miðju „Við erum með betri menn í öllum stöðum“ Leik lokið: Flora - Valur 1-2 | Valsmenn öruggir áfram Jón Páll aðstoðar Einar „Þau sakna vina sinna og finnst erfitt að keppa á móti þeim“ Sjá meira
Þrátt fyrir að vera aðeins 21 árs gamall hefur Valgeir nú þegar afrekað það að verða Íslandsmeistari og Svíþjóðarmeistari. Þessi kröftugi bakvörður, sem leikið hefur þrjá A-landsleik og var einnig í U21-landsliðinu sem lék í umspili um sæti á EM í haust, hefur á tveimur árum í atvinnumennsku bæði upplifað erfiða tíma í fyrra og algjöran draum í ár: „Þetta var geggjað. Fyrsti titillinn í sögu Häcken og ég held að maður sé sjálfur ekki að átta sig á því hve stórt þetta er fyrir félagið. Ég heyrði að þetta væri bara búinn að vera atvinnumannaklúbbur í tuttugu ár. Stuðningsmennirnir, í stað þess að segja „til hamingju“, sögðu bara „takk fyrir þetta“. Þetta var geggjuð tilfinning, að vinna þetta á fullum velli í derby-leik á milli tveggja Gautaborgarliða,“ segir Valgeir. Gaman að þau hafi séð mig vinna þetta Mamma hans og pabbi, og kærastan og knattspyrnukonan Diljá Ýr Zomers, voru á vellinum á sunnudaginn þegar Valgeir og félagar unnu 4-0 stórsigur á Gautaborg. Þar með var forskot Häcken á toppnum orðið of mikið fyrir önnur lið, þó að enn sé lokaumferðin eftir næsta sunnudag. „Það var gaman að vera með þeim og að þau hafi séð mig vinna þetta,“ segir Valgeir sem líkt og aðrir leikmenn Häcken fékk að fagna fram á rauða nótt. View this post on Instagram A post shared by BK HA CKEN (@bkhackenofcl) Valgeir segir mikið hafa breyst á milli ára hjá Häcken og óhætt er að taka undir það. Í fyrra var liðið í fallbaráttu og endaði aðeins í 12. sæti, og Valgeir spilaði aðeins tvo leiki í byrjunarliði. Í ár hefur Valgeir spilað 25 af 29 leikjum og Häcken slegið í gegn, undir stjórn Norðmannsins Per-Mathias Högmo sem ráðinn var í júní í fyrra. „Spila ótrúlega flottan fótbolta“ „Við erum með gott lið. Það voru þrír toppklassaleikmenn sóttir og einhvern veginn small þetta saman. Við erum að spila ótrúlega flottan fótbolta. Hópurinn var góður á síðasta tímabili en þá gekk bara ekkert upp, og við misstum sigra niður í jafntefli eða jafnvel töp. Núna höfum við kreist út sigrana og skorað flest mörk allra. Þetta er mikið betra núna,“ segir Valgeir sem viðurkennir að árið í fyrra, hans fyrsta í atvinnumennsku, hafi verið erfitt: „Það var frekar erfitt. Ég kom nýr inn í þetta og maður þurfti tíma til að koma sér inn í þetta. Ég byrjaði fyrstu tvo leikina en svo var nýr maður keyptur inn, mjög virtur sænskur landsliðsmaður [Martin Olsson], og maður vissi að maður myndi ekki spila þegar hann væri heill. Svo var liðið í tómu tjóni og þá eru þjálfararnir kannski ekki að ná í nýja, unga leikmanninn í liðinu í leit að björgun, heldur reynsluna. En þetta var allt þess virði að hafa komist í gegnum þetta,“ segir Valgeir sem bættist í góðan hóp Íslendinga sem orðið hafa Svíþjóðarmeistarar í fótbolta karla. Íslendingar sem orðið hafa Svíþjóðarmeistarar í fótbolta karla. Keyptur fyrir háa upphæð í stöðu Valgeirs Þjálfarinn Högmo sótti fyrir tímabilið landa sinn frá Noregi, bakvörðinn Tomas Totland, og var útlit fyrir að hann myndi spila í stað Valgeirs og að hann yrði því áfram aðallega á varamannabekknum: „Þeir keyptu þennan leikmann fyrir tímabilið og hann hafði átt mjög gott tímabil í norsku deildinni áður en hann kom. Þeir keyptu hann á mikinn pening og þetta leit ekki vel út fyrir tímabilið, en ef ég á að segja alveg eins og er þá stóð ég mig frekar vel á undirbúningstímabilinu. Ég náði að sýna þjálfaranum og leikmönnum hvað í mér býr, spilaði fyrstu leikina og náði að spila vel. Svo var ég kannski aðeins inn og út úr liðinu, því við náðum ekki að halda hreinu, en það er mjög sætt að hafa stimplað sig vel inn í liðið á þessu tímabili,“ segir Valgeir. Valgeir Lunddal Friðriksson og félagar eru á leið í undankeppni Meistaradeildar Evrópu eftir að hafa tryggt sér sænska titilinn.mynd/Rudy Alvardo Vonast eftir fleiri tækifærum í landsliðinu Hann ætlar að halda áfram að sanna sig og reyna að ryðja sér til rúms í A-landsliðinu: „Svo lengi sem maður er að spila vel hérna úti og er í góðu liði þá býst maður við að fá einhver tækifæri. En maður þarf fyrst að standa sig vel hér, og svo kemur bara það sem að kemur.“ Valgeir er með samning við Häcken sem gildir til næstu tveggja ára og segir að ekki standi annað til en að taka þátt í titilvörninni á næsta ári: „Eins og er þá er ég bara að fara að halda áfram með Häcken, þó að maður viti ekkert um framhaldið. Ég er í flottum málum hérna, nýbúinn að vinna titil og sæti í Meistaradeild Evrópu á næsta tímabili. Og við erum að spila mjög flottan fótbolta. Ég er ekki að hugsa neitt lengra núna.“
Sænski boltinn Fótbolti Mest lesið „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Fótbolti Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Fótbolti Ofurhugi endaði lífið í sundlaug eftir að svifvængjaflug hans fór á versta veg Sport Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Fótbolti Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Enski boltinn Birnir Snær genginn til liðs við KA Íslenski boltinn Guðrún kveður Rosengård Fótbolti Arndís Diljá í úrslit á EM: „Ótrúlega gaman að hafa náð því“ Sport „Ég vildi prófa eitthvað alveg nýtt í umhverfi sem ég þekki ekki mikið“ Fótbolti Hjálpaði til að vinna KR og var svo seldur Fótbolti Fleiri fréttir Hittust á Íslandi og keyptu Mbuemo Guðrún til Braga í Portúgal: „Nýr klettur í vörninni okkar“ Mbeumo gengur til liðs við Manchester United Sjáðu öll átta mörk Víkings og miðjumark Tryggva Fimm íslenskir Evrópusigrar, sautján mörk í plús og met Blika og KR féll Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Birnir Snær genginn til liðs við KA Hjálpaði til að vinna KR og var svo seldur Sló met Lennon og jafnaði met Atla Guðna Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir „Ég vildi prófa eitthvað alveg nýtt í umhverfi sem ég þekki ekki mikið“ „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Guðrún kveður Rosengård Að minnsta kosti 57 marktilraunir í sögulegri endurkomu Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jota í frægðarhöll Úlfanna United gerir tilboð í Mbeumo í þriðja sinn Englendingar áfram eftir ótrúlega vítaspyrnukeppni Uppgjörið: Víkingur R. - Malisheva 8-0 | Víkingar gjörsigruðu gestina Átján ára norskt undrabarn til City Neymar með sigurmarkið í fyrsta heila leiknum í marga mánuði Sjáðu ótrúlegt mark Tryggva frá miðju „Við erum með betri menn í öllum stöðum“ Leik lokið: Flora - Valur 1-2 | Valsmenn öruggir áfram Jón Páll aðstoðar Einar „Þau sakna vina sinna og finnst erfitt að keppa á móti þeim“ Sjá meira