„Það angrar mig að verið sé að taka stöðuna á valdafólki í flokknum“ Atli Ísleifsson skrifar 31. október 2022 10:59 Diljá Mist Einarsdóttir tók sæti á þingi árið 2021. Áður en hún settist á þing gegndi hún starfi aðstoðarmanns Guðlaugs Þórs þegar hann var utanríkisráðherra. Vísir/Vilhelm „Það angrar mig að verið sé að taka stöðuna á valdafólki í flokknum,“ segir Diljá Mist Einarsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins. „Ég er búin að fara á landsfund síðan ég var unglingur. Ég var að fara þangað til að gefa kjörnum fulltrúum línuna, ekki fá línur frá þeim.“ Þingmaðurinn deildi í morgun frétt Morgunblaðsins á Facebook þar sem fram sagði í fyrirsögn að meirihluti þingmanna Sjálfstæðisflokksins styðji Bjarna áfram til formennsku. „Alltaf jafn leiðinlegt að vera minnt á hvað við erum orðin fá í þingflokknum. Ég hlakka annars til landsfundar. Þar sem almennir flokksmenn leggja kjörnum fulltrúum línuna en ekki öfugt,“ segir Diljá í færslunni. Guðlaugur Þór Þórðarson tilkynnti í gær að hann hefði ákveðið að bjóða sig fram til formennsku í Sjálfstæðisflokknum. Hann fer þar gegn Bjarna Benediktssyni sem hefur gegnt embættinu frá 2009 og sækist nú eftir endurkjöri. Í samtali við Vísi segir Diljá Mist að hún geri þar athugasemdir við það sem hún kalli „ofuráherslu fjölmiðla“ á að þingmenn gefi almennum flokksmönnum línu varðandi það hvað þeir gera á landsfundi. „Landsfundur er risastór samkoma, um tvö þúsund flokksmenn. Þar leggur fólkið í flokknum línurnar.“ Alltaf stutt forystuna Diljá Mist segist alltaf hafa stutt forystu flokksins og muni gera það áfram. Hún segir að bæði Bjarni og Guðlaugur Þór séu samflokksmenn sínir og félagar. „Ég styð Sjálfstæðisfólk. En um mína afstöðu þarf enginn að efast. Við þingmenn eigum þó að virða það að valið er í höndum landsfundarfulltrúa.“ Diljá Mist tók sæti á þingi árið 2021. Áður en hún tók sæti á þingi gegndi hún starfi aðstoðarmanns Guðlaugs Þórs þegar hann var utanríkisráðherra. Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Framboð Guðlaugs krókur á móti bragði Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði, telur að hægt sé að tengja framboð Guðlaugs Þórs Þórðarsonar við orðróm um að ráðherrastóll hans væri í hættu. Hann segir að erfitt sé að spá fyrir um úrslit kosninganna. 31. október 2022 10:42 Að minnsta kosti níu af fimmtán þingmönnum Sjálfstæðisflokks styðja Bjarna Að minnsta kosti níu af fimmtán þingmönnum Sjálfstæðisflokksins styðja Bjarna Benediktsson í formannsslagnum sem framundan er í aðdraganda landsfundar flokksins um næstu helgi. 31. október 2022 06:36 Fylgið muni ekki rjúka upp þótt skipt yrði um formann Stjórnmálafræðingur telur að mannabreytingar í forystu Sjálfstæðisflokksins myndu ekki duga til að færa fylgi flokksins nær því sem það var fyrir rúmlega áratug síðan. Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, hefur tilkynnt um framboð til formanns flokksins, gegn Bjarna Benediktssyni, formanni og fjármálaráðherra. 30. október 2022 23:00 Mest lesið Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Innlent Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Erlent Máttu ekki banna fréttamenn AP Erlent Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Innlent Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Innlent Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Innlent Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Erlent Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Innlent Fyrsta langreyðurin á vertíðinni háði 35 mínútna dauðastríð Innlent Svava Lydia komin í leitirnar Innlent Fleiri fréttir Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Fyrsta langreyðurin á vertíðinni háði 35 mínútna dauðastríð „Bara einfalt að leyfa fólki að leita að olíu“ Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Gosvá á höfuðborgarsvæðinu, dauðastríð og áhorfendabann Katrín vill leiða framkvæmdastjórn Samfylkingarinnar Hagræðingarhópurinn kostaði rúmar sjö milljónir Viðurkenndi brot gegn barnungri systur en sýknaður Reyndu að sprengja upp hraðbanka sem stendur allt af sér Landris hraðara en eftir síðustu eldgos Gefur kost á sér þrátt fyrir „krankleika“ í vetur og á ekki von á „heiftúðlegum átökum“ „Ekki leika þennan leik“ Félag atvinnurekenda svarar Ríkisendurskoðun Svava Lydia komin í leitirnar „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Milljarðakrafa varði ekki sérstaklega mikilvæga hagsmuni Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Logi í Úkraínu og markaðirnir rétta úr kútnum Myndavélarnar mikilvægar og upptökurnar góð sönnunargögn „Alvarlegt að saka ríkisendurskoðanda um að villa um fyrir Alþingi“ Norðurlöndin vinni með Bandaríkjunum svo þau fari ekki í „ranga átt“ Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Vilja betri afkomutryggingu fyrir bændur sem verða fyrir uppskerutjóni Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Sjá meira
Þingmaðurinn deildi í morgun frétt Morgunblaðsins á Facebook þar sem fram sagði í fyrirsögn að meirihluti þingmanna Sjálfstæðisflokksins styðji Bjarna áfram til formennsku. „Alltaf jafn leiðinlegt að vera minnt á hvað við erum orðin fá í þingflokknum. Ég hlakka annars til landsfundar. Þar sem almennir flokksmenn leggja kjörnum fulltrúum línuna en ekki öfugt,“ segir Diljá í færslunni. Guðlaugur Þór Þórðarson tilkynnti í gær að hann hefði ákveðið að bjóða sig fram til formennsku í Sjálfstæðisflokknum. Hann fer þar gegn Bjarna Benediktssyni sem hefur gegnt embættinu frá 2009 og sækist nú eftir endurkjöri. Í samtali við Vísi segir Diljá Mist að hún geri þar athugasemdir við það sem hún kalli „ofuráherslu fjölmiðla“ á að þingmenn gefi almennum flokksmönnum línu varðandi það hvað þeir gera á landsfundi. „Landsfundur er risastór samkoma, um tvö þúsund flokksmenn. Þar leggur fólkið í flokknum línurnar.“ Alltaf stutt forystuna Diljá Mist segist alltaf hafa stutt forystu flokksins og muni gera það áfram. Hún segir að bæði Bjarni og Guðlaugur Þór séu samflokksmenn sínir og félagar. „Ég styð Sjálfstæðisfólk. En um mína afstöðu þarf enginn að efast. Við þingmenn eigum þó að virða það að valið er í höndum landsfundarfulltrúa.“ Diljá Mist tók sæti á þingi árið 2021. Áður en hún tók sæti á þingi gegndi hún starfi aðstoðarmanns Guðlaugs Þórs þegar hann var utanríkisráðherra.
Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Framboð Guðlaugs krókur á móti bragði Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði, telur að hægt sé að tengja framboð Guðlaugs Þórs Þórðarsonar við orðróm um að ráðherrastóll hans væri í hættu. Hann segir að erfitt sé að spá fyrir um úrslit kosninganna. 31. október 2022 10:42 Að minnsta kosti níu af fimmtán þingmönnum Sjálfstæðisflokks styðja Bjarna Að minnsta kosti níu af fimmtán þingmönnum Sjálfstæðisflokksins styðja Bjarna Benediktsson í formannsslagnum sem framundan er í aðdraganda landsfundar flokksins um næstu helgi. 31. október 2022 06:36 Fylgið muni ekki rjúka upp þótt skipt yrði um formann Stjórnmálafræðingur telur að mannabreytingar í forystu Sjálfstæðisflokksins myndu ekki duga til að færa fylgi flokksins nær því sem það var fyrir rúmlega áratug síðan. Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, hefur tilkynnt um framboð til formanns flokksins, gegn Bjarna Benediktssyni, formanni og fjármálaráðherra. 30. október 2022 23:00 Mest lesið Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Innlent Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Erlent Máttu ekki banna fréttamenn AP Erlent Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Innlent Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Innlent Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Innlent Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Erlent Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Innlent Fyrsta langreyðurin á vertíðinni háði 35 mínútna dauðastríð Innlent Svava Lydia komin í leitirnar Innlent Fleiri fréttir Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Fyrsta langreyðurin á vertíðinni háði 35 mínútna dauðastríð „Bara einfalt að leyfa fólki að leita að olíu“ Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Gosvá á höfuðborgarsvæðinu, dauðastríð og áhorfendabann Katrín vill leiða framkvæmdastjórn Samfylkingarinnar Hagræðingarhópurinn kostaði rúmar sjö milljónir Viðurkenndi brot gegn barnungri systur en sýknaður Reyndu að sprengja upp hraðbanka sem stendur allt af sér Landris hraðara en eftir síðustu eldgos Gefur kost á sér þrátt fyrir „krankleika“ í vetur og á ekki von á „heiftúðlegum átökum“ „Ekki leika þennan leik“ Félag atvinnurekenda svarar Ríkisendurskoðun Svava Lydia komin í leitirnar „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Milljarðakrafa varði ekki sérstaklega mikilvæga hagsmuni Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Logi í Úkraínu og markaðirnir rétta úr kútnum Myndavélarnar mikilvægar og upptökurnar góð sönnunargögn „Alvarlegt að saka ríkisendurskoðanda um að villa um fyrir Alþingi“ Norðurlöndin vinni með Bandaríkjunum svo þau fari ekki í „ranga átt“ Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Vilja betri afkomutryggingu fyrir bændur sem verða fyrir uppskerutjóni Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Sjá meira
Framboð Guðlaugs krókur á móti bragði Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði, telur að hægt sé að tengja framboð Guðlaugs Þórs Þórðarsonar við orðróm um að ráðherrastóll hans væri í hættu. Hann segir að erfitt sé að spá fyrir um úrslit kosninganna. 31. október 2022 10:42
Að minnsta kosti níu af fimmtán þingmönnum Sjálfstæðisflokks styðja Bjarna Að minnsta kosti níu af fimmtán þingmönnum Sjálfstæðisflokksins styðja Bjarna Benediktsson í formannsslagnum sem framundan er í aðdraganda landsfundar flokksins um næstu helgi. 31. október 2022 06:36
Fylgið muni ekki rjúka upp þótt skipt yrði um formann Stjórnmálafræðingur telur að mannabreytingar í forystu Sjálfstæðisflokksins myndu ekki duga til að færa fylgi flokksins nær því sem það var fyrir rúmlega áratug síðan. Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, hefur tilkynnt um framboð til formanns flokksins, gegn Bjarna Benediktssyni, formanni og fjármálaráðherra. 30. október 2022 23:00