„Það angrar mig að verið sé að taka stöðuna á valdafólki í flokknum“ Atli Ísleifsson skrifar 31. október 2022 10:59 Diljá Mist Einarsdóttir tók sæti á þingi árið 2021. Áður en hún settist á þing gegndi hún starfi aðstoðarmanns Guðlaugs Þórs þegar hann var utanríkisráðherra. Vísir/Vilhelm „Það angrar mig að verið sé að taka stöðuna á valdafólki í flokknum,“ segir Diljá Mist Einarsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins. „Ég er búin að fara á landsfund síðan ég var unglingur. Ég var að fara þangað til að gefa kjörnum fulltrúum línuna, ekki fá línur frá þeim.“ Þingmaðurinn deildi í morgun frétt Morgunblaðsins á Facebook þar sem fram sagði í fyrirsögn að meirihluti þingmanna Sjálfstæðisflokksins styðji Bjarna áfram til formennsku. „Alltaf jafn leiðinlegt að vera minnt á hvað við erum orðin fá í þingflokknum. Ég hlakka annars til landsfundar. Þar sem almennir flokksmenn leggja kjörnum fulltrúum línuna en ekki öfugt,“ segir Diljá í færslunni. Guðlaugur Þór Þórðarson tilkynnti í gær að hann hefði ákveðið að bjóða sig fram til formennsku í Sjálfstæðisflokknum. Hann fer þar gegn Bjarna Benediktssyni sem hefur gegnt embættinu frá 2009 og sækist nú eftir endurkjöri. Í samtali við Vísi segir Diljá Mist að hún geri þar athugasemdir við það sem hún kalli „ofuráherslu fjölmiðla“ á að þingmenn gefi almennum flokksmönnum línu varðandi það hvað þeir gera á landsfundi. „Landsfundur er risastór samkoma, um tvö þúsund flokksmenn. Þar leggur fólkið í flokknum línurnar.“ Alltaf stutt forystuna Diljá Mist segist alltaf hafa stutt forystu flokksins og muni gera það áfram. Hún segir að bæði Bjarni og Guðlaugur Þór séu samflokksmenn sínir og félagar. „Ég styð Sjálfstæðisfólk. En um mína afstöðu þarf enginn að efast. Við þingmenn eigum þó að virða það að valið er í höndum landsfundarfulltrúa.“ Diljá Mist tók sæti á þingi árið 2021. Áður en hún tók sæti á þingi gegndi hún starfi aðstoðarmanns Guðlaugs Þórs þegar hann var utanríkisráðherra. Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Framboð Guðlaugs krókur á móti bragði Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði, telur að hægt sé að tengja framboð Guðlaugs Þórs Þórðarsonar við orðróm um að ráðherrastóll hans væri í hættu. Hann segir að erfitt sé að spá fyrir um úrslit kosninganna. 31. október 2022 10:42 Að minnsta kosti níu af fimmtán þingmönnum Sjálfstæðisflokks styðja Bjarna Að minnsta kosti níu af fimmtán þingmönnum Sjálfstæðisflokksins styðja Bjarna Benediktsson í formannsslagnum sem framundan er í aðdraganda landsfundar flokksins um næstu helgi. 31. október 2022 06:36 Fylgið muni ekki rjúka upp þótt skipt yrði um formann Stjórnmálafræðingur telur að mannabreytingar í forystu Sjálfstæðisflokksins myndu ekki duga til að færa fylgi flokksins nær því sem það var fyrir rúmlega áratug síðan. Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, hefur tilkynnt um framboð til formanns flokksins, gegn Bjarna Benediktssyni, formanni og fjármálaráðherra. 30. október 2022 23:00 Mest lesið Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Innlent Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Innlent Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Erlent Vildi aðstoð lögreglu við að fá vinninginn afhentan Innlent Tugir svekktra barna þurftu að snúa við á Kjalarnesi Innlent Þrír ráðuneytisstjórar fluttir til í starfi Innlent Norðanáttin getur náð stormstyrk Veður Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Erlent Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Innlent Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir Erlent Fleiri fréttir Mælir ekki með „TikTok-sparnaðarleiðunum“ Fjögur mál til landskjörsstjórnar vegna alþingiskosninganna Lárus bætist í hóp aðstoðarmanna ráðherra Grái herinn fær áheyrn í Strassborg Veður gæti haft áhrif á brennuhald Vigdís á allra vörum og nýtt námskeið kynnt til sögunnar Tugir svekktra barna þurftu að snúa við á Kjalarnesi Landskjörstjórn ætlar að skila í næstu viku Þrír ráðuneytisstjórar fluttir til í starfi Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Ástandið að lagast í Hvítá Kviknaði í eldhúsinnréttingu Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Vildi aðstoð lögreglu við að fá vinninginn afhentan Grautarmessa sló í gegn í Hrepphólakirkju Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Mikið álag vegna inflúensu Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Óvænt gagnsókn Úkraínumanna og lánamál í ólestri Alvarlegt að horfa framhjá birtuleysi við þéttingu byggðar 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Tveir fluttir með sjúkrabíl eftir árekstur við Sprengisand „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Jarðhræringar í Borgarbyggð og elsti systkinahópur landsins Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Glitský prýddu himin höfuðborgarbúa í morgunsárið Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Sjá meira
Þingmaðurinn deildi í morgun frétt Morgunblaðsins á Facebook þar sem fram sagði í fyrirsögn að meirihluti þingmanna Sjálfstæðisflokksins styðji Bjarna áfram til formennsku. „Alltaf jafn leiðinlegt að vera minnt á hvað við erum orðin fá í þingflokknum. Ég hlakka annars til landsfundar. Þar sem almennir flokksmenn leggja kjörnum fulltrúum línuna en ekki öfugt,“ segir Diljá í færslunni. Guðlaugur Þór Þórðarson tilkynnti í gær að hann hefði ákveðið að bjóða sig fram til formennsku í Sjálfstæðisflokknum. Hann fer þar gegn Bjarna Benediktssyni sem hefur gegnt embættinu frá 2009 og sækist nú eftir endurkjöri. Í samtali við Vísi segir Diljá Mist að hún geri þar athugasemdir við það sem hún kalli „ofuráherslu fjölmiðla“ á að þingmenn gefi almennum flokksmönnum línu varðandi það hvað þeir gera á landsfundi. „Landsfundur er risastór samkoma, um tvö þúsund flokksmenn. Þar leggur fólkið í flokknum línurnar.“ Alltaf stutt forystuna Diljá Mist segist alltaf hafa stutt forystu flokksins og muni gera það áfram. Hún segir að bæði Bjarni og Guðlaugur Þór séu samflokksmenn sínir og félagar. „Ég styð Sjálfstæðisfólk. En um mína afstöðu þarf enginn að efast. Við þingmenn eigum þó að virða það að valið er í höndum landsfundarfulltrúa.“ Diljá Mist tók sæti á þingi árið 2021. Áður en hún tók sæti á þingi gegndi hún starfi aðstoðarmanns Guðlaugs Þórs þegar hann var utanríkisráðherra.
Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Framboð Guðlaugs krókur á móti bragði Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði, telur að hægt sé að tengja framboð Guðlaugs Þórs Þórðarsonar við orðróm um að ráðherrastóll hans væri í hættu. Hann segir að erfitt sé að spá fyrir um úrslit kosninganna. 31. október 2022 10:42 Að minnsta kosti níu af fimmtán þingmönnum Sjálfstæðisflokks styðja Bjarna Að minnsta kosti níu af fimmtán þingmönnum Sjálfstæðisflokksins styðja Bjarna Benediktsson í formannsslagnum sem framundan er í aðdraganda landsfundar flokksins um næstu helgi. 31. október 2022 06:36 Fylgið muni ekki rjúka upp þótt skipt yrði um formann Stjórnmálafræðingur telur að mannabreytingar í forystu Sjálfstæðisflokksins myndu ekki duga til að færa fylgi flokksins nær því sem það var fyrir rúmlega áratug síðan. Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, hefur tilkynnt um framboð til formanns flokksins, gegn Bjarna Benediktssyni, formanni og fjármálaráðherra. 30. október 2022 23:00 Mest lesið Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Innlent Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Innlent Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Erlent Vildi aðstoð lögreglu við að fá vinninginn afhentan Innlent Tugir svekktra barna þurftu að snúa við á Kjalarnesi Innlent Þrír ráðuneytisstjórar fluttir til í starfi Innlent Norðanáttin getur náð stormstyrk Veður Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Erlent Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Innlent Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir Erlent Fleiri fréttir Mælir ekki með „TikTok-sparnaðarleiðunum“ Fjögur mál til landskjörsstjórnar vegna alþingiskosninganna Lárus bætist í hóp aðstoðarmanna ráðherra Grái herinn fær áheyrn í Strassborg Veður gæti haft áhrif á brennuhald Vigdís á allra vörum og nýtt námskeið kynnt til sögunnar Tugir svekktra barna þurftu að snúa við á Kjalarnesi Landskjörstjórn ætlar að skila í næstu viku Þrír ráðuneytisstjórar fluttir til í starfi Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Ástandið að lagast í Hvítá Kviknaði í eldhúsinnréttingu Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Vildi aðstoð lögreglu við að fá vinninginn afhentan Grautarmessa sló í gegn í Hrepphólakirkju Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Mikið álag vegna inflúensu Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Óvænt gagnsókn Úkraínumanna og lánamál í ólestri Alvarlegt að horfa framhjá birtuleysi við þéttingu byggðar 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Tveir fluttir með sjúkrabíl eftir árekstur við Sprengisand „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Jarðhræringar í Borgarbyggð og elsti systkinahópur landsins Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Glitský prýddu himin höfuðborgarbúa í morgunsárið Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Sjá meira
Framboð Guðlaugs krókur á móti bragði Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði, telur að hægt sé að tengja framboð Guðlaugs Þórs Þórðarsonar við orðróm um að ráðherrastóll hans væri í hættu. Hann segir að erfitt sé að spá fyrir um úrslit kosninganna. 31. október 2022 10:42
Að minnsta kosti níu af fimmtán þingmönnum Sjálfstæðisflokks styðja Bjarna Að minnsta kosti níu af fimmtán þingmönnum Sjálfstæðisflokksins styðja Bjarna Benediktsson í formannsslagnum sem framundan er í aðdraganda landsfundar flokksins um næstu helgi. 31. október 2022 06:36
Fylgið muni ekki rjúka upp þótt skipt yrði um formann Stjórnmálafræðingur telur að mannabreytingar í forystu Sjálfstæðisflokksins myndu ekki duga til að færa fylgi flokksins nær því sem það var fyrir rúmlega áratug síðan. Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, hefur tilkynnt um framboð til formanns flokksins, gegn Bjarna Benediktssyni, formanni og fjármálaráðherra. 30. október 2022 23:00