Vildu banna forsetanum að ræða við stjórn og starfsfólk Ferðafélagsins Kjartan Kjartansson skrifar 27. október 2022 15:59 Anna Dóra Sæþórsdóttir sagði af sér sem forseti Ferðafélags Íslands í september. Verulegur ágreiningur var á milli hennar og stjórnar hvernig taka átti á kvörtunum vegna áreitni og ofbeldis. Fullyrti hún að fararstjórum hafi verið leyft að starfa áfram á vegum FÍ þrátt fyrir ásakanir um áreitni. Kristinn Ingvarsson Tillaga sem stjórn Ferðafélagsins lagði fram við Önnu Dóru Sæþórsdóttur, þáverandi forseta þess, gerði ráð fyrir að hún ætti hvorki að vera í samskiptum við framkvæmdastjóra, stjórn né starfsfólks á skrifstofu félagsins. Hún segist hafa litið á tillöguna sem „þöggunarsamning“. Anna Dóra sagði af sér sem forseti Ferðafélags Íslands í skugga deilna á milli hennar og stjórnar félagsins í síðasta mánuði. Sakaði hún stjórnina um að taka ekki rétt á málum sem varðaði kynferðislega áreitni eða ofbeldi sem komið hefðu upp á undanförnum árum. Lýsti hún einnig erfiðleikum í samskiptum við Pál Guðmundsson, framkvæmdastjóra, og að henni hafi reynst erfitt að fá svör frá honum um rekstur Ferðafélagsins. Á móti sakaði Sigrún Valbergsdóttir, sem tók við sem forseti FÍ, Önnu Dóru um ólýðræðisleg vinnubrögð og að hún hafi viljað skipta um framkvæmdastjóra án samráðs við stjórnina. Í bréfi sem Sigrún skrifaði félögum í Ferðafélaginu í kjölfar afsagnar Önnu Dóru sagði hún að stjórnin hefði lagt fram tillögu um að Anna Dóra héldi sig til hlés um tíma á meðan fundin væri lausn á samskiptavandanum og að fengin yrði utanaðkomandi ráðgjafi til þess að aðstoða við það. Anna Dóra hafi hafnað þeim tillögum. Það sem kom ekki fram í lýsingu Sigrúnar á tillögum stjórnarinnar var að Anna Dóra átti hvorki að vera í daglegum samskiptum við framkvæmdastjóra, stjórn né starfsfólk á skrifstofu samkvæmt þeim. Í afriti af tillögunni sem Vísir er með kemur fram að fyrirkomulagið átti hvorki að vera gert opinbert né tilkynnt utan stjórnar og framkvæmdastjóra á nokkurn hátt. „Þarna átti ég bara að þegja“ Anna Dóra segir Vísi að þau Ólöf Kristín Sívertsen og Pétur Magnússon, stjórnarmenn hjá Ferðafélaginu, hafi mætt með tillöguna til hennar í vinnuna 5. júní. Þar hefðu þau lýst fyrir henni að hversu viðkvæmur Páll Guðmundsson, framkvæmdastjóri, væri og mikið að gera hjá honum. Því mætti hún ekki vera í sambandi við hann eða spyrja hann frekari spurninga um rekstur félagsins. „Svo drógu þau upp þetta blað og ætluðust til þess að ég skrifaði undir það á staðnum,“ segir Anna Dóra. Tillagan gerði ráð fyrir að Anna Dóra héldi sig til hlés og væri ekki í samband við stjórnendur eða starfsfólk Ferðafélagsins frá 1. júní til 31. september. Hún ætti að beina öllum erindum og fyrirspurnum sem hún fengi sem forseti til framkvæmdastjóra eða varaforseta til afgreiðslu. Í undantekningartilvikum, sem fulltrúar stjórnar ætluðu að leggja mat á hver væru, mætti forseti þó sinna ákveðnum verkum eða málum. Anna Dóra segist ekki hafa ekki viljað skrifa undir tillögunar að óathuguðu máli og skildu þau Ólöf og Pétur því bréfið eftir og sendu þær síðan í tölvupósti. „Ég fékk enga skýringu á því af hverju ég mætti ekki heldur tala við neinn af öðru starfsfólki eða neinn úr stjórninni.“ Skrifstofa Ferðafélags Íslands í Mörkinni. Anna Dóra átti ekki að hafa samband við starfsfólk þar samkvæmt tillögu sem stjórn félagsins lagði fram við hana í júní.Vísir/Egill Segir öllum spurningum svarað á félagsfundi í kvöld Anna Dóra skrifaði aldrei undir tillögurnar. Hún segir að í þeim hafi falist að hún ætti að bera ábyrgð á öllu sem forseti félagsins án þess að vera inni í rekstri þess. „Maður á aldrei að bera ábyrgð á einhverju sem maður veit ekki hvað er. Ég átti bara að halda mig til hlés. Ég átti ekki að koma nálægt neinu þarna. Ég kallaði þetta bara þöggunarbréf eða þöggunarsamning. Þarna átti ég bara að þegja,“ segir Anna Dóra. Ólöf Kristín sagðist ekki vilja tjá sig þegar Vísir bar undir hana hvers vegna stjórnin hafi lagt til að Anna Dóra mætti ekki ræða við framkvæmdastjóra, stjórn eða starfsfólk á skrifstofu Ferðafélagsins. Öllum spurningum yrði svarað á félagsfundi sem fer fram í kvöld. Ekki náðist í Pétur Magnússon við vinnslu fréttarinnar. Vantrauststillaga á stjórn Ferðafélagsins hefur verið boðuð fyrir félagsfundinn í kvöld. Kristín I. Pálsdóttir, félagi í FÍ, sakar stjórnina og framkvæmdastjóra um að taka kvartanir um ofbeldi og áreitni ekki alvarlega. „Undanfarna daga hef ég verið í sambandi við fjölda kvenna sem hafa sögur að segja sem tengjast Ferðafélaginu og auðheyrt er að þolendur hafa ekkert traust til félagsins til að leysa slík mál á farsælan hátt. Mér hafa t.d. borist upplýsingar um að atvik er varða einn fararstjóra félagsins skipti jafnvel tugum á vettvangi félagsins. Fjöldi erinda hefur borist mér varðandi sama aðila í störfum hans á öðrum vettvangi,“ sagði í erindi sem Kristín sendi stjórn Ferðafélagsins. Hér fyrir neðan má lesa tillögu stjórnar Ferðafélags Íslands um að forsetinn drægi sig í hlé. Fundargerd_AD_OKS_PM_01juni2022PDF114KBSækja skjal Ólga innan Ferðafélags Íslands Ferðamennska á Íslandi Félagasamtök Tengdar fréttir Fjöldi kvenna muni yfirgefa F.Í. ef vantrauststillaga verður felld Kristín I. Pálsdóttir, félagi í Ferðafélagi Íslands, mun á félagsfundi í kvöld leggja fram vantrauststillögu á hendur stjórn félagsins. Hún segir stjórnina ekki hafa skilning á ofbeldis-og áreitnismálum. Hún mun sjálf segja sig úr félaginu ef tillagan verður felld og telur mjög líklegt að fleiri konur muni fylgja með því konur vilji almennt ekki dvelja á stöðum þar sem ekki er hugað að öryggi þeirra. 27. október 2022 14:37 Segir málin mikið fleiri en hún hafi haft grun um Anna Dóra Sæþórsdóttir, fyrrverandi forseti Ferðafélags Íslands, segir að mál sem tengist kynferðislegri áreitni innan félagsins séu mikið fleiri en hana hafi haft grun um. 22. október 2022 09:51 Segir FÍ hafa leyft fararstjórum að starfa þrátt fyrir ásakanir um áreitni Fyrrverandi forseti Ferðafélags Íslands segir að stjórn þess hafi leyft fararstjórum að starfa áfram þrátt fyrir ásakanir um áreitni. Ekki hafi verið tekið á öllum málum sem tengdust kynferðislegri áreitni eða ofbeldi innan félagsins í samræmi við reglur, þvert á yfirlýsingar nýs forseta. 29. september 2022 10:29 Tugir segja sig úr Ferðafélaginu á „ákaflega sorglegum degi“ Stjórn Ferðafélags Íslands hafnar alfarið ásökunum fráfarandi forseta félagsins, sem sakar stjórnina meðal annars um að hafa þaggað niður kynferðisofbeldismál. Varaforseti segir vantraustsyfirlýsingu gegn forsetanum hafa verið í undirbúningi. 61 hefur sagt sig úr Ferðafélaginu vegna málsins í dag. 27. september 2022 19:31 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Eldur á Álfhólsvegi Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Innlent Áslaug hafi þennan „x-factor“ Innlent Byssumaður farinn af vettvangi þegar lögreglan kom Innlent Fleiri fréttir Segir Grænland mikilvægt fyrir íslenska flugrekendur Telur efasemdir íbúa vegna áforma Carbfix eðlilegar Vegum lokað vegna snjóflóðahættu Rannsaka hvort dauðsfall megi rekja til falsaðs Xanax Kennaraverkföll: Hvenær, hvar og hve lengi? Myndi setja ríkisstjórnina í „algjöra úlfakreppu“ Endurgreiðsla sem jafngildi gjaldþroti og íbúafundur Fyrrverandi bæjarstjóri verður framkvæmdastjóri þingflokks Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Sjá meira
Anna Dóra sagði af sér sem forseti Ferðafélags Íslands í skugga deilna á milli hennar og stjórnar félagsins í síðasta mánuði. Sakaði hún stjórnina um að taka ekki rétt á málum sem varðaði kynferðislega áreitni eða ofbeldi sem komið hefðu upp á undanförnum árum. Lýsti hún einnig erfiðleikum í samskiptum við Pál Guðmundsson, framkvæmdastjóra, og að henni hafi reynst erfitt að fá svör frá honum um rekstur Ferðafélagsins. Á móti sakaði Sigrún Valbergsdóttir, sem tók við sem forseti FÍ, Önnu Dóru um ólýðræðisleg vinnubrögð og að hún hafi viljað skipta um framkvæmdastjóra án samráðs við stjórnina. Í bréfi sem Sigrún skrifaði félögum í Ferðafélaginu í kjölfar afsagnar Önnu Dóru sagði hún að stjórnin hefði lagt fram tillögu um að Anna Dóra héldi sig til hlés um tíma á meðan fundin væri lausn á samskiptavandanum og að fengin yrði utanaðkomandi ráðgjafi til þess að aðstoða við það. Anna Dóra hafi hafnað þeim tillögum. Það sem kom ekki fram í lýsingu Sigrúnar á tillögum stjórnarinnar var að Anna Dóra átti hvorki að vera í daglegum samskiptum við framkvæmdastjóra, stjórn né starfsfólk á skrifstofu samkvæmt þeim. Í afriti af tillögunni sem Vísir er með kemur fram að fyrirkomulagið átti hvorki að vera gert opinbert né tilkynnt utan stjórnar og framkvæmdastjóra á nokkurn hátt. „Þarna átti ég bara að þegja“ Anna Dóra segir Vísi að þau Ólöf Kristín Sívertsen og Pétur Magnússon, stjórnarmenn hjá Ferðafélaginu, hafi mætt með tillöguna til hennar í vinnuna 5. júní. Þar hefðu þau lýst fyrir henni að hversu viðkvæmur Páll Guðmundsson, framkvæmdastjóri, væri og mikið að gera hjá honum. Því mætti hún ekki vera í sambandi við hann eða spyrja hann frekari spurninga um rekstur félagsins. „Svo drógu þau upp þetta blað og ætluðust til þess að ég skrifaði undir það á staðnum,“ segir Anna Dóra. Tillagan gerði ráð fyrir að Anna Dóra héldi sig til hlés og væri ekki í samband við stjórnendur eða starfsfólk Ferðafélagsins frá 1. júní til 31. september. Hún ætti að beina öllum erindum og fyrirspurnum sem hún fengi sem forseti til framkvæmdastjóra eða varaforseta til afgreiðslu. Í undantekningartilvikum, sem fulltrúar stjórnar ætluðu að leggja mat á hver væru, mætti forseti þó sinna ákveðnum verkum eða málum. Anna Dóra segist ekki hafa ekki viljað skrifa undir tillögunar að óathuguðu máli og skildu þau Ólöf og Pétur því bréfið eftir og sendu þær síðan í tölvupósti. „Ég fékk enga skýringu á því af hverju ég mætti ekki heldur tala við neinn af öðru starfsfólki eða neinn úr stjórninni.“ Skrifstofa Ferðafélags Íslands í Mörkinni. Anna Dóra átti ekki að hafa samband við starfsfólk þar samkvæmt tillögu sem stjórn félagsins lagði fram við hana í júní.Vísir/Egill Segir öllum spurningum svarað á félagsfundi í kvöld Anna Dóra skrifaði aldrei undir tillögurnar. Hún segir að í þeim hafi falist að hún ætti að bera ábyrgð á öllu sem forseti félagsins án þess að vera inni í rekstri þess. „Maður á aldrei að bera ábyrgð á einhverju sem maður veit ekki hvað er. Ég átti bara að halda mig til hlés. Ég átti ekki að koma nálægt neinu þarna. Ég kallaði þetta bara þöggunarbréf eða þöggunarsamning. Þarna átti ég bara að þegja,“ segir Anna Dóra. Ólöf Kristín sagðist ekki vilja tjá sig þegar Vísir bar undir hana hvers vegna stjórnin hafi lagt til að Anna Dóra mætti ekki ræða við framkvæmdastjóra, stjórn eða starfsfólk á skrifstofu Ferðafélagsins. Öllum spurningum yrði svarað á félagsfundi sem fer fram í kvöld. Ekki náðist í Pétur Magnússon við vinnslu fréttarinnar. Vantrauststillaga á stjórn Ferðafélagsins hefur verið boðuð fyrir félagsfundinn í kvöld. Kristín I. Pálsdóttir, félagi í FÍ, sakar stjórnina og framkvæmdastjóra um að taka kvartanir um ofbeldi og áreitni ekki alvarlega. „Undanfarna daga hef ég verið í sambandi við fjölda kvenna sem hafa sögur að segja sem tengjast Ferðafélaginu og auðheyrt er að þolendur hafa ekkert traust til félagsins til að leysa slík mál á farsælan hátt. Mér hafa t.d. borist upplýsingar um að atvik er varða einn fararstjóra félagsins skipti jafnvel tugum á vettvangi félagsins. Fjöldi erinda hefur borist mér varðandi sama aðila í störfum hans á öðrum vettvangi,“ sagði í erindi sem Kristín sendi stjórn Ferðafélagsins. Hér fyrir neðan má lesa tillögu stjórnar Ferðafélags Íslands um að forsetinn drægi sig í hlé. Fundargerd_AD_OKS_PM_01juni2022PDF114KBSækja skjal
Ólga innan Ferðafélags Íslands Ferðamennska á Íslandi Félagasamtök Tengdar fréttir Fjöldi kvenna muni yfirgefa F.Í. ef vantrauststillaga verður felld Kristín I. Pálsdóttir, félagi í Ferðafélagi Íslands, mun á félagsfundi í kvöld leggja fram vantrauststillögu á hendur stjórn félagsins. Hún segir stjórnina ekki hafa skilning á ofbeldis-og áreitnismálum. Hún mun sjálf segja sig úr félaginu ef tillagan verður felld og telur mjög líklegt að fleiri konur muni fylgja með því konur vilji almennt ekki dvelja á stöðum þar sem ekki er hugað að öryggi þeirra. 27. október 2022 14:37 Segir málin mikið fleiri en hún hafi haft grun um Anna Dóra Sæþórsdóttir, fyrrverandi forseti Ferðafélags Íslands, segir að mál sem tengist kynferðislegri áreitni innan félagsins séu mikið fleiri en hana hafi haft grun um. 22. október 2022 09:51 Segir FÍ hafa leyft fararstjórum að starfa þrátt fyrir ásakanir um áreitni Fyrrverandi forseti Ferðafélags Íslands segir að stjórn þess hafi leyft fararstjórum að starfa áfram þrátt fyrir ásakanir um áreitni. Ekki hafi verið tekið á öllum málum sem tengdust kynferðislegri áreitni eða ofbeldi innan félagsins í samræmi við reglur, þvert á yfirlýsingar nýs forseta. 29. september 2022 10:29 Tugir segja sig úr Ferðafélaginu á „ákaflega sorglegum degi“ Stjórn Ferðafélags Íslands hafnar alfarið ásökunum fráfarandi forseta félagsins, sem sakar stjórnina meðal annars um að hafa þaggað niður kynferðisofbeldismál. Varaforseti segir vantraustsyfirlýsingu gegn forsetanum hafa verið í undirbúningi. 61 hefur sagt sig úr Ferðafélaginu vegna málsins í dag. 27. september 2022 19:31 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Eldur á Álfhólsvegi Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Innlent Áslaug hafi þennan „x-factor“ Innlent Byssumaður farinn af vettvangi þegar lögreglan kom Innlent Fleiri fréttir Segir Grænland mikilvægt fyrir íslenska flugrekendur Telur efasemdir íbúa vegna áforma Carbfix eðlilegar Vegum lokað vegna snjóflóðahættu Rannsaka hvort dauðsfall megi rekja til falsaðs Xanax Kennaraverkföll: Hvenær, hvar og hve lengi? Myndi setja ríkisstjórnina í „algjöra úlfakreppu“ Endurgreiðsla sem jafngildi gjaldþroti og íbúafundur Fyrrverandi bæjarstjóri verður framkvæmdastjóri þingflokks Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Sjá meira
Fjöldi kvenna muni yfirgefa F.Í. ef vantrauststillaga verður felld Kristín I. Pálsdóttir, félagi í Ferðafélagi Íslands, mun á félagsfundi í kvöld leggja fram vantrauststillögu á hendur stjórn félagsins. Hún segir stjórnina ekki hafa skilning á ofbeldis-og áreitnismálum. Hún mun sjálf segja sig úr félaginu ef tillagan verður felld og telur mjög líklegt að fleiri konur muni fylgja með því konur vilji almennt ekki dvelja á stöðum þar sem ekki er hugað að öryggi þeirra. 27. október 2022 14:37
Segir málin mikið fleiri en hún hafi haft grun um Anna Dóra Sæþórsdóttir, fyrrverandi forseti Ferðafélags Íslands, segir að mál sem tengist kynferðislegri áreitni innan félagsins séu mikið fleiri en hana hafi haft grun um. 22. október 2022 09:51
Segir FÍ hafa leyft fararstjórum að starfa þrátt fyrir ásakanir um áreitni Fyrrverandi forseti Ferðafélags Íslands segir að stjórn þess hafi leyft fararstjórum að starfa áfram þrátt fyrir ásakanir um áreitni. Ekki hafi verið tekið á öllum málum sem tengdust kynferðislegri áreitni eða ofbeldi innan félagsins í samræmi við reglur, þvert á yfirlýsingar nýs forseta. 29. september 2022 10:29
Tugir segja sig úr Ferðafélaginu á „ákaflega sorglegum degi“ Stjórn Ferðafélags Íslands hafnar alfarið ásökunum fráfarandi forseta félagsins, sem sakar stjórnina meðal annars um að hafa þaggað niður kynferðisofbeldismál. Varaforseti segir vantraustsyfirlýsingu gegn forsetanum hafa verið í undirbúningi. 61 hefur sagt sig úr Ferðafélaginu vegna málsins í dag. 27. september 2022 19:31
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent