Bjarni segir engin átök hafa verið á milli hans og Guðlaugs Þórs Hólmfríður Gísladóttir skrifar 27. október 2022 06:50 Bjarni segist ekki vilja gefa sér neitt um mögulegt formannsframboð Guðlaugs Þórs. Enn sem komið er sé hann einn í framboði. Vísir/Vilhelm „Við höfum ekki rætt þessi mál. Það hafa ekki verið nein átök á milli okkar, bara ágætis samstarf verð ég að segja. Að því leytinu til kæmi mér á óvart ef þetta endaði með einhverjum átökum um forystuna í flokknum,“ segir Bjarni Benediktsson um mögulegt formannsframboð Guðlaugs Þórs Þórðarsonar. Ummælin lét Bjarni, núverandi formaður Sjálfstæðisflokksins og fjármálaráðherra, falla í viðtali við Morgunblaðið. Orðrómur er á sveimi um að Guðlaugur Þór, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, hyggist bjóða sig fram gegn Bjarna á landsfundi flokksins þar næstu helgi. Bjarni sagði í viðtalinu að formaðurinn ætti ekki embættið; hann þyrfti að endurnýja umboð sitt á hverjum landsfundi. Hins vegar þætti honum óhyggilegt að hræra í flokksforystunni eins og sakir stæðu. Spurður að því hvort það breytti ekki áferð landsfundarins ef einn af ráðherrum flokksins væri að þreifa fyrir sér með að fella formanninn sagðist Bjarni vilja forðast að gefa sér neitt. „Við skulum sjá hvað setur. Það getur vel verið að menn séu að máta sig en ég vil ekki fara að rekja hvað myndi gerast ef eitthvað,“ svaraði hann. Bjarni var einnig spurður um mögulega kergju vegna vals á landsfundarfulltrúum í stöku flokksfélagi þar sem stuðningsmenn Guðlaugs hefðu undirtökin. „Við skulum sjá. Ég held að þessi tilvik séu undantekning og kannski regla að einhverjir séu ósáttir við að komast ekki að,“ svaraði Bjarni. „Það er gríðarlegur metnaður í flokknum til þess að sækja fram. Við sem störfum fyrir flokkinn finnum það að við ættum að geta gert aðeins meira og sótt meiri stuðning, sem sé innan seilingar. Staðreyndin er sú að þetta er barátta upp á hvern einasta dag og við höfum reynt ýmsar nýjar aðferðir en það er ekkert eitt svar til við því hvernig er betra að lifa af í stjórnmálum í dag en áður,“ sagði Bjarni um kurr í flokknum vegna minnkandi fylgis. „Við erum þrátt fyrir allt stærsti flokkurinn. Við erum leiðandi afl, bæði í sveitarstjórnum og í þinginu, með flesta ráðherra og svo framvegis. Þetta er staða sem skiptir miklu um framgang sjálfstæðisstefnunnar og þeirra stefnumála sem við höfum komið okkur saman um og setjum á oddinn.“ Sjálfstæðisflokkurinn Formannsslagur Bjarna og Guðlaugs Þórs Mest lesið Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Erlent Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Innlent „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Innlent Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Innlent 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Innlent The Vivienne er látin Erlent Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Innlent Alvarlegt að horfa framhjá birtuleysi við þéttingu byggðar Innlent Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Innlent Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Innlent Fleiri fréttir Grautarmessa sló í gegn í Hrepphólakirkju Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Mikið álag vegna inflúensu Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Óvænt gagnsókn Úkraínumanna og lánamál í ólestri Alvarlegt að horfa framhjá birtuleysi við þéttingu byggðar 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Tveir fluttir með sjúkrabíl eftir árekstur á Sprengisandi „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Jarðhræringar í Borgarbyggð og elsti systkinahópur landsins Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Glitský prýddu himin höfuðborgarbúa í morgunsárið Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst „Bóndinn á svæðinu er nú ofboðslega rólegur yfir þessu“ Sjá meira
Ummælin lét Bjarni, núverandi formaður Sjálfstæðisflokksins og fjármálaráðherra, falla í viðtali við Morgunblaðið. Orðrómur er á sveimi um að Guðlaugur Þór, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, hyggist bjóða sig fram gegn Bjarna á landsfundi flokksins þar næstu helgi. Bjarni sagði í viðtalinu að formaðurinn ætti ekki embættið; hann þyrfti að endurnýja umboð sitt á hverjum landsfundi. Hins vegar þætti honum óhyggilegt að hræra í flokksforystunni eins og sakir stæðu. Spurður að því hvort það breytti ekki áferð landsfundarins ef einn af ráðherrum flokksins væri að þreifa fyrir sér með að fella formanninn sagðist Bjarni vilja forðast að gefa sér neitt. „Við skulum sjá hvað setur. Það getur vel verið að menn séu að máta sig en ég vil ekki fara að rekja hvað myndi gerast ef eitthvað,“ svaraði hann. Bjarni var einnig spurður um mögulega kergju vegna vals á landsfundarfulltrúum í stöku flokksfélagi þar sem stuðningsmenn Guðlaugs hefðu undirtökin. „Við skulum sjá. Ég held að þessi tilvik séu undantekning og kannski regla að einhverjir séu ósáttir við að komast ekki að,“ svaraði Bjarni. „Það er gríðarlegur metnaður í flokknum til þess að sækja fram. Við sem störfum fyrir flokkinn finnum það að við ættum að geta gert aðeins meira og sótt meiri stuðning, sem sé innan seilingar. Staðreyndin er sú að þetta er barátta upp á hvern einasta dag og við höfum reynt ýmsar nýjar aðferðir en það er ekkert eitt svar til við því hvernig er betra að lifa af í stjórnmálum í dag en áður,“ sagði Bjarni um kurr í flokknum vegna minnkandi fylgis. „Við erum þrátt fyrir allt stærsti flokkurinn. Við erum leiðandi afl, bæði í sveitarstjórnum og í þinginu, með flesta ráðherra og svo framvegis. Þetta er staða sem skiptir miklu um framgang sjálfstæðisstefnunnar og þeirra stefnumála sem við höfum komið okkur saman um og setjum á oddinn.“
Sjálfstæðisflokkurinn Formannsslagur Bjarna og Guðlaugs Þórs Mest lesið Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Erlent Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Innlent „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Innlent Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Innlent 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Innlent The Vivienne er látin Erlent Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Innlent Alvarlegt að horfa framhjá birtuleysi við þéttingu byggðar Innlent Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Innlent Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Innlent Fleiri fréttir Grautarmessa sló í gegn í Hrepphólakirkju Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Mikið álag vegna inflúensu Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Óvænt gagnsókn Úkraínumanna og lánamál í ólestri Alvarlegt að horfa framhjá birtuleysi við þéttingu byggðar 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Tveir fluttir með sjúkrabíl eftir árekstur á Sprengisandi „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Jarðhræringar í Borgarbyggð og elsti systkinahópur landsins Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Glitský prýddu himin höfuðborgarbúa í morgunsárið Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst „Bóndinn á svæðinu er nú ofboðslega rólegur yfir þessu“ Sjá meira