Aldrei fleiri táningar verið í einu og sama byrjunarliðinu í Meistaradeildinni Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 26. október 2022 18:01 Hákon Arnar Haraldsson var einn sex táninga í byrjunarliði FCK gegn Sevilla. EPA-EFE/Julio Munoz Ferð Íslendingaliðs FC Kaupmannahafnar til Andalúsíu var ekki til fjár en liðið tapaði 3-0 fyrir Sevilla og situr sem fastast á botni G-riðils Meistaradeildar Evrópu. Gestirnir frá Danmörku skráðu sig hins vegar á spjöld sögunnar þar sem alls voru sex táningar í byrjunarliðinu, þar af tveir frá Íslandi. Mikil meiðsli herja á leikmannahóp Danmerkurmeistaranna þessa dagana og sást það bersýnilega á byrjunarliði liðsins gegn Sevilla sem og varamannabekk þess. Hákon Arnar Haraldsson og Ísak Bergmann Jóhannesson, báðir fæddir 2003, hafa spilað nokkuð stóra rullu á þessari leiktíð en þeir eru langt frá því einu táningarnir sem spila með liðinu. Alls voru sex táningar í byrjunarliði FCK gegn Sevilla en aldrei hafa fleiri táningar verið í byrjunarliði í Meistaradeildinni. Metið átti Arsenal en liðið stillti upp fimm táningum í leik árið 2009. VORES DRENGE #fcklive #ucl #copenhagen pic.twitter.com/InV8ctMeRu— F.C. København (@FCKobenhavn) October 25, 2022 Ásamt þeim Hákoni Arnari og Ísaki Bergmanni voru þeir William Clem [2004], Elias Jelert [2003], Valdemar Lund [2003] og Victor Kristiansen [2002] í byrjunarliði FCK gegn Sevilla. Einnig komu tveir táningar inn af bekknum í leik gærkvöldsins. Framherjinn Orri Steinn Óskarsson (2004) fékk sínar fyrstu mínútur í Meistaradeildinni og þá kom ungstirnið Roony Bardghji (2005) einnig inn af bekknum. Rætt verður við Orra Stein í kvöldfréttum Stöðvar 2 en hann er yngsti Íslendingurinn til að spila í Meistaradeild Evrópu. Lengri útgáfa af viðtalinu verður svo aðgengileg á Vísi síðar í kvöld. Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Fótbolti Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Tengdar fréttir Íslendingaliðið úr leik eftir tap á Spáni Íslendingaliðið FC Kaupmannahöfn er úr leik í Meistaradeild Evrópu, en liðið mátti þola 3-0 tap gegn Sevilla í næst seinustu umferð G-riðils í kvöld. 25. október 2022 18:52 Ísak Bergmann og Hákon byrja báðir í fyrsta sinn í Meistaradeildinni Ísak Bergmann Jóhannesson og Hákon Arnar Haraldsson eru báðir í byrjunarliði danska félagsins FCK í Meistaradeildinni í kvöld. 25. október 2022 15:51 Sjáðu Messi og Mbappé leika sér og Havertz skora sturlað mark Línur eru heldur betur farnar að skýrast í Meistaradeild Evrópu í fótbolta eftir leiki gærkvöldsins. Öll mörkin úr leikjunum má nú sjá hér á Vísi. 26. október 2022 09:00 Mest lesið Leik lokið: Ísland 23 - 30 Spánn | Hrun í síðari hálfleik Handbolti Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Íslenski boltinn Sjáðu íslenska unglinginn hamfletta Esbjerg Fótbolti Manchester United - West Ham | Djöflanir að hlið Chelsea með sigri Enski boltinn Horfir á dóttur sína á HM og soninn í Meistaradeildinni Handbolti „Ég hef ekki farið á blæðingar síðan 2014“ Sport Þurfa að hlífa henni við fjölmiðlum vegna heilaþreytu Sport Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Enski boltinn Blótaði áhorfanda og bauð honum í slag Sport Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Enski boltinn Fleiri fréttir Manchester United - West Ham | Djöflanir að hlið Chelsea með sigri Liverpool minnist Diogo Jota með tilfinningaþrungnum hætti Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík „Eina leiðin til að lifa af“ Freyr eftirsóttur: „Hef hafnað öllum boðum“ Óttast að Gísli sé enn á ný lengi frá Sjáðu íslenska unglinginn hamfletta Esbjerg Sjáðu brot af því besta frá öllum í hundrað marka klúbbnum Þegar Ronaldo tætti West Ham í sig Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Sættir sig við dóm fyrir að deila kynferðislegu efni af táningum Sjáðu mörkin: Það fyrsta tekið af Wirtz, Merino heitur og Leeds vann Chelsea Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Setja fyrirliða sinn í bann fyrir lélegt viðhorf Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV „Ég er mjög stoltur af mínum leikmönnum“ Wirtz fékk ekki markið skráð á sig og nýliðarnir fögnuðu á Anfield Chelsea fór stigalaust heim af Elland Road Aston Villa með endurkomu í miklum markaleik Merino og Arsenal-vörnin mikilvæg sem fyrr Benoný Breki opnaði markareikninginn sinn Mbappé-sýningin heldur áfram hjá Real Madrid Viktor Bjarki heldur áfram að slá í gegn Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Mikael og félögum kastað öfugum út úr bikarnum EM 2029 haldið í Þýskalandi Murielle elti Óskar í Garðabæinn Skotspónn eftir skelfilegt víti: „Verða að byggja stærri leikvang“ „Ég missti hárið“ Sjá meira
Mikil meiðsli herja á leikmannahóp Danmerkurmeistaranna þessa dagana og sást það bersýnilega á byrjunarliði liðsins gegn Sevilla sem og varamannabekk þess. Hákon Arnar Haraldsson og Ísak Bergmann Jóhannesson, báðir fæddir 2003, hafa spilað nokkuð stóra rullu á þessari leiktíð en þeir eru langt frá því einu táningarnir sem spila með liðinu. Alls voru sex táningar í byrjunarliði FCK gegn Sevilla en aldrei hafa fleiri táningar verið í byrjunarliði í Meistaradeildinni. Metið átti Arsenal en liðið stillti upp fimm táningum í leik árið 2009. VORES DRENGE #fcklive #ucl #copenhagen pic.twitter.com/InV8ctMeRu— F.C. København (@FCKobenhavn) October 25, 2022 Ásamt þeim Hákoni Arnari og Ísaki Bergmanni voru þeir William Clem [2004], Elias Jelert [2003], Valdemar Lund [2003] og Victor Kristiansen [2002] í byrjunarliði FCK gegn Sevilla. Einnig komu tveir táningar inn af bekknum í leik gærkvöldsins. Framherjinn Orri Steinn Óskarsson (2004) fékk sínar fyrstu mínútur í Meistaradeildinni og þá kom ungstirnið Roony Bardghji (2005) einnig inn af bekknum. Rætt verður við Orra Stein í kvöldfréttum Stöðvar 2 en hann er yngsti Íslendingurinn til að spila í Meistaradeild Evrópu. Lengri útgáfa af viðtalinu verður svo aðgengileg á Vísi síðar í kvöld. Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Fótbolti Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Tengdar fréttir Íslendingaliðið úr leik eftir tap á Spáni Íslendingaliðið FC Kaupmannahöfn er úr leik í Meistaradeild Evrópu, en liðið mátti þola 3-0 tap gegn Sevilla í næst seinustu umferð G-riðils í kvöld. 25. október 2022 18:52 Ísak Bergmann og Hákon byrja báðir í fyrsta sinn í Meistaradeildinni Ísak Bergmann Jóhannesson og Hákon Arnar Haraldsson eru báðir í byrjunarliði danska félagsins FCK í Meistaradeildinni í kvöld. 25. október 2022 15:51 Sjáðu Messi og Mbappé leika sér og Havertz skora sturlað mark Línur eru heldur betur farnar að skýrast í Meistaradeild Evrópu í fótbolta eftir leiki gærkvöldsins. Öll mörkin úr leikjunum má nú sjá hér á Vísi. 26. október 2022 09:00 Mest lesið Leik lokið: Ísland 23 - 30 Spánn | Hrun í síðari hálfleik Handbolti Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Íslenski boltinn Sjáðu íslenska unglinginn hamfletta Esbjerg Fótbolti Manchester United - West Ham | Djöflanir að hlið Chelsea með sigri Enski boltinn Horfir á dóttur sína á HM og soninn í Meistaradeildinni Handbolti „Ég hef ekki farið á blæðingar síðan 2014“ Sport Þurfa að hlífa henni við fjölmiðlum vegna heilaþreytu Sport Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Enski boltinn Blótaði áhorfanda og bauð honum í slag Sport Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Enski boltinn Fleiri fréttir Manchester United - West Ham | Djöflanir að hlið Chelsea með sigri Liverpool minnist Diogo Jota með tilfinningaþrungnum hætti Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík „Eina leiðin til að lifa af“ Freyr eftirsóttur: „Hef hafnað öllum boðum“ Óttast að Gísli sé enn á ný lengi frá Sjáðu íslenska unglinginn hamfletta Esbjerg Sjáðu brot af því besta frá öllum í hundrað marka klúbbnum Þegar Ronaldo tætti West Ham í sig Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Sættir sig við dóm fyrir að deila kynferðislegu efni af táningum Sjáðu mörkin: Það fyrsta tekið af Wirtz, Merino heitur og Leeds vann Chelsea Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Setja fyrirliða sinn í bann fyrir lélegt viðhorf Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV „Ég er mjög stoltur af mínum leikmönnum“ Wirtz fékk ekki markið skráð á sig og nýliðarnir fögnuðu á Anfield Chelsea fór stigalaust heim af Elland Road Aston Villa með endurkomu í miklum markaleik Merino og Arsenal-vörnin mikilvæg sem fyrr Benoný Breki opnaði markareikninginn sinn Mbappé-sýningin heldur áfram hjá Real Madrid Viktor Bjarki heldur áfram að slá í gegn Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Mikael og félögum kastað öfugum út úr bikarnum EM 2029 haldið í Þýskalandi Murielle elti Óskar í Garðabæinn Skotspónn eftir skelfilegt víti: „Verða að byggja stærri leikvang“ „Ég missti hárið“ Sjá meira
Íslendingaliðið úr leik eftir tap á Spáni Íslendingaliðið FC Kaupmannahöfn er úr leik í Meistaradeild Evrópu, en liðið mátti þola 3-0 tap gegn Sevilla í næst seinustu umferð G-riðils í kvöld. 25. október 2022 18:52
Ísak Bergmann og Hákon byrja báðir í fyrsta sinn í Meistaradeildinni Ísak Bergmann Jóhannesson og Hákon Arnar Haraldsson eru báðir í byrjunarliði danska félagsins FCK í Meistaradeildinni í kvöld. 25. október 2022 15:51
Sjáðu Messi og Mbappé leika sér og Havertz skora sturlað mark Línur eru heldur betur farnar að skýrast í Meistaradeild Evrópu í fótbolta eftir leiki gærkvöldsins. Öll mörkin úr leikjunum má nú sjá hér á Vísi. 26. október 2022 09:00