Katrín telur hatursorðræðu hafa aukist og von á þingsályktunartillögu Sunna Sæmundsdóttir skrifar 26. október 2022 13:00 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra hyggst leggja fram þingsályktunartillögu með aðgerðum gegn hatursorðræðu eftir áramót. vísir/Vilhelm Forsætisráðherra telur að hatursorðræða hafi aukist í samfélaginu og von er á þingsályktunartillögu með aðgerðum gegn henni eftir áramót. Hún segir málið þó snúið og að greina þurfi á milli hvassrar gagnrýni og hatursorðræðu. Sérstakur starfshópur gegn hatursorðræðu sem Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra skipaði tók til starfa í lok júní og vinnur nú að tillögum að mögulegum aðgerðum. „Þau eru búin að vera að funda með alls konar frjálsum félagasamtökum, stofnunum og hagsmunaaðilum í samfélaginu. Og það sem er svo fram undan er að hópurinn ætlar að skila til mín fyrir áramót og væntanlega verður lögð fram þingsályktunartillaga eftir áramót,“ segir Katrín. Hópurinn skoðar hatursorðræðu vegna til dæmis kynþáttar, litarháttar, þjóðernisuppruna, kynhneigðar og kynvitundar. Katrín segir verkefnið snúið - enda snýst það um mörk tjáningarfrelsis og skaðlegrar orðræðu. „Kannski erum við bara að læra það í raun og veru í allri þessari umræðu sem hefur átt sér stað hvenær við getum talað um hatursorðræðu og hvenær við erum að tala um hvassa gagnrýni eða eitthvað annað slíkt,“ segir hún. „Og það skiptir máli fyrir okkur stjórnmálamennina að eiga þessa umræðu, og þess vegna hyggst ég leggja ég fram þessa þingsályktunartillögu til að Alþingi geti einmitt tekist á um þetta. En ég held að þetta snúist ekki bara um löggjöf heldur líka hvernig við virkjum menntakerfið og vinnumarkaðinn með okkur í baráttuna gegn hatursorðræðu.“ Mannréttinda- og ofbeldisvarnarráð borgarinnar hefur lýst yfir miklum áhyggjum af stöðu hinsegin barna. Hópurinn verði oft fyrir aðkasti innan og utan skóla.Hinsegin dagar Aukin tíðni hatursorðræðu gegn hinsegin fólki hefur verið í umræðunni undanfarið og mannréttinda- og ofbeldisvarnarráð borgarinnar ályktaði til að mynda á dögunum um áhyggjur af stöðu hinsegin barna í skólum vegna nýlegra frásagna af aðkasti. Aðspurð hvort hún telji hatursorðræðu hafa aukist segir Katrín að dæmi um slíkt hafi vissulega komið upp undanfarið. „Tilfinning mín er að hún hafi farið vaxandi en mögulega er umræðan um hana meiri og það er eitt af því sem er dálítið erfitt að greina. En auðvitað á hún bara ekki að líðast í neinum mæli,“ segir Katrín. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Hinsegin Mest lesið Konan sem ekið var á er látin Innlent Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Innlent Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Fallhlífin flæktist í stélið Erlent Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni Innlent Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Innlent Fleiri fréttir Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Mál Brákarborgar hefur kostað borgina yfir þrjá milljarða „Stóra-Hraun mun rísa“ Varaborgarfulltrúinn vill þriðja sæti Sundmenning Íslands á lista UNESCO Helmingur ríkisstofnana hafi stytt opnunartíma Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Útvarp Sólheimar er vinsæl útvarpsstöð Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Sjá meira
Sérstakur starfshópur gegn hatursorðræðu sem Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra skipaði tók til starfa í lok júní og vinnur nú að tillögum að mögulegum aðgerðum. „Þau eru búin að vera að funda með alls konar frjálsum félagasamtökum, stofnunum og hagsmunaaðilum í samfélaginu. Og það sem er svo fram undan er að hópurinn ætlar að skila til mín fyrir áramót og væntanlega verður lögð fram þingsályktunartillaga eftir áramót,“ segir Katrín. Hópurinn skoðar hatursorðræðu vegna til dæmis kynþáttar, litarháttar, þjóðernisuppruna, kynhneigðar og kynvitundar. Katrín segir verkefnið snúið - enda snýst það um mörk tjáningarfrelsis og skaðlegrar orðræðu. „Kannski erum við bara að læra það í raun og veru í allri þessari umræðu sem hefur átt sér stað hvenær við getum talað um hatursorðræðu og hvenær við erum að tala um hvassa gagnrýni eða eitthvað annað slíkt,“ segir hún. „Og það skiptir máli fyrir okkur stjórnmálamennina að eiga þessa umræðu, og þess vegna hyggst ég leggja ég fram þessa þingsályktunartillögu til að Alþingi geti einmitt tekist á um þetta. En ég held að þetta snúist ekki bara um löggjöf heldur líka hvernig við virkjum menntakerfið og vinnumarkaðinn með okkur í baráttuna gegn hatursorðræðu.“ Mannréttinda- og ofbeldisvarnarráð borgarinnar hefur lýst yfir miklum áhyggjum af stöðu hinsegin barna. Hópurinn verði oft fyrir aðkasti innan og utan skóla.Hinsegin dagar Aukin tíðni hatursorðræðu gegn hinsegin fólki hefur verið í umræðunni undanfarið og mannréttinda- og ofbeldisvarnarráð borgarinnar ályktaði til að mynda á dögunum um áhyggjur af stöðu hinsegin barna í skólum vegna nýlegra frásagna af aðkasti. Aðspurð hvort hún telji hatursorðræðu hafa aukist segir Katrín að dæmi um slíkt hafi vissulega komið upp undanfarið. „Tilfinning mín er að hún hafi farið vaxandi en mögulega er umræðan um hana meiri og það er eitt af því sem er dálítið erfitt að greina. En auðvitað á hún bara ekki að líðast í neinum mæli,“ segir Katrín.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Hinsegin Mest lesið Konan sem ekið var á er látin Innlent Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Innlent Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Fallhlífin flæktist í stélið Erlent Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni Innlent Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Innlent Fleiri fréttir Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Mál Brákarborgar hefur kostað borgina yfir þrjá milljarða „Stóra-Hraun mun rísa“ Varaborgarfulltrúinn vill þriðja sæti Sundmenning Íslands á lista UNESCO Helmingur ríkisstofnana hafi stytt opnunartíma Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Útvarp Sólheimar er vinsæl útvarpsstöð Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Sjá meira