Hiti, högg og þreyta Haalands Sindri Sverrisson skrifar 26. október 2022 07:31 Erling Haaland náði ekki að skora í gærkvöld og í þriðja leiknum af síðustu fjórum tókst Manchester City ekki að skora. Getty/Marcel ter Bals Erling Haaland lék aðeins fyrri hálfleikinn þegar Manchester City gerði markalaust jafntefli við Dortmund í Þýskalandi í gærkvöld, í Meistaradeild Evrópu í fótbolta. Pep Guardiola, knattspyrnustjóri Manchester City, sagðist eftir leik ekki vita til þess að eitthvað alvarlegt hefði gerst þó að Haaland hefði vissulega fengið högg í leiknum. Hann hefur skorað 22 mörk í fyrstu 15 leikjum sínum fyrir City en snerti boltann bara 13 sinnum í gær og átti aðeins eitt skot sem var varið, áður en honum og Joao Cancelo var skipt af velli í hálfleik. „Ástæðan er þríþætt. Ég sá að hann var svo þreyttur. Einnig var hann með smávægilega inflúensu í líkamanum. Alveg eins og Joao sem var með hita,“ sagði Guardiola. „Í þriðja lagi fékk hann högg á fótinn. Þess vegna gat hann ekki spilað í seinni hálfleik. Ég talaði við [læknateymið] í hálfleik og það hafði svolitlar áhyggjur, en ég sá að hann gat gengið nokkurn veginn eðlilega. Við sjáum til,“ sagði Guardiola sem horfði upp á sína menn mistakast að skora mark í þriðja leiknum af síðustu fjórum. Stigið dugði City til að tryggja sér efsta sætið í sínum riðli og Dortmund tryggði sér 2. sætið, svo bæði lið verða með í 16-liða úrslitum keppninnar. Næsti leikur City er á útivelli gegn Leicester í ensku úrvalsdeildinni í hádeginu á laugardag. Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Fótbolti Mest lesið „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Fótbolti Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Fótbolti Ofurhugi endaði lífið í sundlaug eftir að svifvængjaflug hans fór á versta veg Sport Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Fótbolti Birnir Snær genginn til liðs við KA Íslenski boltinn Guðrún kveður Rosengård Fótbolti „Ég vildi prófa eitthvað alveg nýtt í umhverfi sem ég þekki ekki mikið“ Fótbolti Arndís Diljá í úrslit á EM: „Ótrúlega gaman að hafa náð því“ Sport Hjálpaði til að vinna KR og var svo seldur Fótbolti Mbeumo gengur til liðs við Manchester United Fótbolti Fleiri fréttir Hittust á Íslandi og keyptu Mbuemo Guðrún til Braga í Portúgal: „Nýr klettur í vörninni okkar“ Mbeumo gengur til liðs við Manchester United Sjáðu öll átta mörk Víkings og miðjumark Tryggva Fimm íslenskir Evrópusigrar, sautján mörk í plús og met Blika og KR féll Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Birnir Snær genginn til liðs við KA Hjálpaði til að vinna KR og var svo seldur Sló met Lennon og jafnaði met Atla Guðna Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir „Ég vildi prófa eitthvað alveg nýtt í umhverfi sem ég þekki ekki mikið“ „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Guðrún kveður Rosengård Að minnsta kosti 57 marktilraunir í sögulegri endurkomu Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jota í frægðarhöll Úlfanna United gerir tilboð í Mbeumo í þriðja sinn Englendingar áfram eftir ótrúlega vítaspyrnukeppni Uppgjörið: Víkingur R. - Malisheva 8-0 | Víkingar gjörsigruðu gestina Átján ára norskt undrabarn til City Neymar með sigurmarkið í fyrsta heila leiknum í marga mánuði Sjáðu ótrúlegt mark Tryggva frá miðju „Við erum með betri menn í öllum stöðum“ Leik lokið: Flora - Valur 1-2 | Valsmenn öruggir áfram Jón Páll aðstoðar Einar „Þau sakna vina sinna og finnst erfitt að keppa á móti þeim“ Sjá meira
Pep Guardiola, knattspyrnustjóri Manchester City, sagðist eftir leik ekki vita til þess að eitthvað alvarlegt hefði gerst þó að Haaland hefði vissulega fengið högg í leiknum. Hann hefur skorað 22 mörk í fyrstu 15 leikjum sínum fyrir City en snerti boltann bara 13 sinnum í gær og átti aðeins eitt skot sem var varið, áður en honum og Joao Cancelo var skipt af velli í hálfleik. „Ástæðan er þríþætt. Ég sá að hann var svo þreyttur. Einnig var hann með smávægilega inflúensu í líkamanum. Alveg eins og Joao sem var með hita,“ sagði Guardiola. „Í þriðja lagi fékk hann högg á fótinn. Þess vegna gat hann ekki spilað í seinni hálfleik. Ég talaði við [læknateymið] í hálfleik og það hafði svolitlar áhyggjur, en ég sá að hann gat gengið nokkurn veginn eðlilega. Við sjáum til,“ sagði Guardiola sem horfði upp á sína menn mistakast að skora mark í þriðja leiknum af síðustu fjórum. Stigið dugði City til að tryggja sér efsta sætið í sínum riðli og Dortmund tryggði sér 2. sætið, svo bæði lið verða með í 16-liða úrslitum keppninnar. Næsti leikur City er á útivelli gegn Leicester í ensku úrvalsdeildinni í hádeginu á laugardag.
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Fótbolti Mest lesið „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Fótbolti Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Fótbolti Ofurhugi endaði lífið í sundlaug eftir að svifvængjaflug hans fór á versta veg Sport Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Fótbolti Birnir Snær genginn til liðs við KA Íslenski boltinn Guðrún kveður Rosengård Fótbolti „Ég vildi prófa eitthvað alveg nýtt í umhverfi sem ég þekki ekki mikið“ Fótbolti Arndís Diljá í úrslit á EM: „Ótrúlega gaman að hafa náð því“ Sport Hjálpaði til að vinna KR og var svo seldur Fótbolti Mbeumo gengur til liðs við Manchester United Fótbolti Fleiri fréttir Hittust á Íslandi og keyptu Mbuemo Guðrún til Braga í Portúgal: „Nýr klettur í vörninni okkar“ Mbeumo gengur til liðs við Manchester United Sjáðu öll átta mörk Víkings og miðjumark Tryggva Fimm íslenskir Evrópusigrar, sautján mörk í plús og met Blika og KR féll Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Birnir Snær genginn til liðs við KA Hjálpaði til að vinna KR og var svo seldur Sló met Lennon og jafnaði met Atla Guðna Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir „Ég vildi prófa eitthvað alveg nýtt í umhverfi sem ég þekki ekki mikið“ „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Guðrún kveður Rosengård Að minnsta kosti 57 marktilraunir í sögulegri endurkomu Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jota í frægðarhöll Úlfanna United gerir tilboð í Mbeumo í þriðja sinn Englendingar áfram eftir ótrúlega vítaspyrnukeppni Uppgjörið: Víkingur R. - Malisheva 8-0 | Víkingar gjörsigruðu gestina Átján ára norskt undrabarn til City Neymar með sigurmarkið í fyrsta heila leiknum í marga mánuði Sjáðu ótrúlegt mark Tryggva frá miðju „Við erum með betri menn í öllum stöðum“ Leik lokið: Flora - Valur 1-2 | Valsmenn öruggir áfram Jón Páll aðstoðar Einar „Þau sakna vina sinna og finnst erfitt að keppa á móti þeim“ Sjá meira