Iniesta: Oft var besti tími dagsins þegar ég gleypti pillu og lagðist í rúmið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. október 2022 10:30 Andres Iniesta kvaddi spænska landsliðið á HM 2018 eftir að hafa spilað 131 landsleik. EPA-EFE/ARMANDO BABANI Spænska knattspyrnugoðsögnin Andrés Iniesta sagði frá glímu sinni við þunglyndi í hlaðvarpsþættinum „The Wild Project“ og það var frekar sláandi að hlusta á eina af stærstu stjörnum sinnar kynslóðar tala um andlega glímu sína utan vallar. Iniesta er þekktastur fyrir tíma sinn hjá Barcelona og með spænska landsliðinu en þessi 38 ára gamli miðjumaður er enn að spila fótbolta í Japan með liði Vissel Kobe. Iniesta var í 22 ár hjá Barcelona og vann 35 titla með félaginu en fór til Japans árið 2018 og hefur nú spilað yfir hundrað leiki fyrir Vissel Kobe. Andrés Iniesta: "When I was struggling with depression, my most enjoyable part of the day was when I took my pill and went to sleep at night. You lose joy from life, from everything. I hugged my wife, but it felt like hugging a pillow. You feel nothing." pic.twitter.com/jT1kdQo4Nq— Football Tweet (@Football__Tweet) October 22, 2022 Í viðtalinu talaði Iniesta um þunglyndi sitt og það oft hafi besti tími dagsins verið þegar hann gleypti pillu og lagðist í rúmið. „Ég fer enn í sálfræðimeðferð til að friða hugann. Ég nýt þess að hlusta á fagfólk tala um andlega heilsu og þunglyndi. Þú segir við sjálfan þig: Þetta er ekki þú, þetta er líkaminn þinn en þú átt ekkert líf, upplifir enga gleði og hefur enga orku,“ sagði Andrés Iniesta. „Þegar ég var að glíma við þunglyndi þá var oft ánægjulegasti tími dagsins þegar ég gleypti pilluna mína og lagðist í rúmið. Þú tapar lífsgleðinni og allri ánægju í þínu lífi. Ég faðmaði konuna mína en mér fannst ég vera að faðma kodda. Þú finnur ekkert,“ sagði Iniesta. Iniesta viðurkennir að það hafi verið erfitt að yfirgefa Barcelona og aðlagast nýjum aðstæðum í Japan. Iniesta, sobre su depresión "No podía estar ni media hora sobre el césped y Guardiola me ayudó"https://t.co/kEcZP0vhH0— Deportes Cuatro (@DeportesCuatro) October 20, 2022 „Þetta er ekki spurning um efnislega hluti. Ég hefði getað átt alla bíla í heimi og allt sem mig langaði í en það væri samt erfitt að eiga við hlutina í daglega lífinu,“ sagði Iniesta. Samningur hans við Vissel Kobe rennur út sumarið 2024. Þá verður hann orðinn fertugur og sér fyrir sér heimkomu til Katalóníu. „Ég vil snúa aftur til Barcelona sem annaðhvort þjálfari eða íþróttastjóri,“ sagði Iniesta. Andrés Iniesta spilaði alls 674 leiki fyrir Barcelona í öllum keppnum frá 2002 til 2018. Hann varð níu sinnum spænskur meistari með félaginu, sex sinnum bikarmeistari og vann Meistaradeildina fjórum sinnum. Hann vann líka þrjá stóra titla með spænska landsliðinu, tvo Evrópumeistaratitla og svo heimsmeistaratitilinn 2010 þar sem Iniesta skoraði sigurmarkið í úrslitaleiknum. Spænski boltinn Mest lesið Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Handbolti „Beint flug til Köben og nokkrir veikindadagar“ Handbolti Skýrsla Henrys: Nú er hún gamla Grýla dauð Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Ungverjalandi: Viktor vaggaði Ungverjagrýlunni í svefn Handbolti EM í dag: Flensuleikur Jordans og athyglissjúkir dómarar Handbolti „Núna er allt betra“ Handbolti Færeyingar úr leik og Danir stigalausir í milliriðil Handbolti „Besta íslenska landslið sem við höfum mætt“ Handbolti Uppgjörið: Ísland - Ungverjaland 24-23 | Ísland fer með tvö stig í millirðil Sport „Ég hef prófað þetta og þetta virkar“ Handbolti Fleiri fréttir Real Madrid skoraði sex mörk í Meistaradeildinni Gabriel Jesus stjarna Arsenal í enn einum Meistaradeildarsigrinum City fékk skell í Noregi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn KSÍ staðfestir leik gegn heimilislausa HM-liðinu Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Ísland spilar við gestgjafa HM og Haítí Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Mourinho kallar nýjustu sögusagnirnar sápuóperu Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Guardiola um Haaland: „Hann svaf ótrúlega vel“ Marokkó leitar réttar síns hjá FIFA: „Þetta sár grær ekki auðveldlega“ Hörður Björgvin tekinn af velli í hálfleik í unnum leik Yfirmaður Jóns Dags í stríði við lögreglu Guéhi genginn til liðs við City Börsungar brjálaðir út í dómara sem tók þrjú mörk af þeim „Þetta eru svakaleg kaup“ Slóst við boltastráka sem vildu stela handklæðinu Tískuspaðinn Þorleifur fer aftur út Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Rauk út eftir lætin í blaðamönnum Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Sjá meira
Iniesta er þekktastur fyrir tíma sinn hjá Barcelona og með spænska landsliðinu en þessi 38 ára gamli miðjumaður er enn að spila fótbolta í Japan með liði Vissel Kobe. Iniesta var í 22 ár hjá Barcelona og vann 35 titla með félaginu en fór til Japans árið 2018 og hefur nú spilað yfir hundrað leiki fyrir Vissel Kobe. Andrés Iniesta: "When I was struggling with depression, my most enjoyable part of the day was when I took my pill and went to sleep at night. You lose joy from life, from everything. I hugged my wife, but it felt like hugging a pillow. You feel nothing." pic.twitter.com/jT1kdQo4Nq— Football Tweet (@Football__Tweet) October 22, 2022 Í viðtalinu talaði Iniesta um þunglyndi sitt og það oft hafi besti tími dagsins verið þegar hann gleypti pillu og lagðist í rúmið. „Ég fer enn í sálfræðimeðferð til að friða hugann. Ég nýt þess að hlusta á fagfólk tala um andlega heilsu og þunglyndi. Þú segir við sjálfan þig: Þetta er ekki þú, þetta er líkaminn þinn en þú átt ekkert líf, upplifir enga gleði og hefur enga orku,“ sagði Andrés Iniesta. „Þegar ég var að glíma við þunglyndi þá var oft ánægjulegasti tími dagsins þegar ég gleypti pilluna mína og lagðist í rúmið. Þú tapar lífsgleðinni og allri ánægju í þínu lífi. Ég faðmaði konuna mína en mér fannst ég vera að faðma kodda. Þú finnur ekkert,“ sagði Iniesta. Iniesta viðurkennir að það hafi verið erfitt að yfirgefa Barcelona og aðlagast nýjum aðstæðum í Japan. Iniesta, sobre su depresión "No podía estar ni media hora sobre el césped y Guardiola me ayudó"https://t.co/kEcZP0vhH0— Deportes Cuatro (@DeportesCuatro) October 20, 2022 „Þetta er ekki spurning um efnislega hluti. Ég hefði getað átt alla bíla í heimi og allt sem mig langaði í en það væri samt erfitt að eiga við hlutina í daglega lífinu,“ sagði Iniesta. Samningur hans við Vissel Kobe rennur út sumarið 2024. Þá verður hann orðinn fertugur og sér fyrir sér heimkomu til Katalóníu. „Ég vil snúa aftur til Barcelona sem annaðhvort þjálfari eða íþróttastjóri,“ sagði Iniesta. Andrés Iniesta spilaði alls 674 leiki fyrir Barcelona í öllum keppnum frá 2002 til 2018. Hann varð níu sinnum spænskur meistari með félaginu, sex sinnum bikarmeistari og vann Meistaradeildina fjórum sinnum. Hann vann líka þrjá stóra titla með spænska landsliðinu, tvo Evrópumeistaratitla og svo heimsmeistaratitilinn 2010 þar sem Iniesta skoraði sigurmarkið í úrslitaleiknum.
Spænski boltinn Mest lesið Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Handbolti „Beint flug til Köben og nokkrir veikindadagar“ Handbolti Skýrsla Henrys: Nú er hún gamla Grýla dauð Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Ungverjalandi: Viktor vaggaði Ungverjagrýlunni í svefn Handbolti EM í dag: Flensuleikur Jordans og athyglissjúkir dómarar Handbolti „Núna er allt betra“ Handbolti Færeyingar úr leik og Danir stigalausir í milliriðil Handbolti „Besta íslenska landslið sem við höfum mætt“ Handbolti Uppgjörið: Ísland - Ungverjaland 24-23 | Ísland fer með tvö stig í millirðil Sport „Ég hef prófað þetta og þetta virkar“ Handbolti Fleiri fréttir Real Madrid skoraði sex mörk í Meistaradeildinni Gabriel Jesus stjarna Arsenal í enn einum Meistaradeildarsigrinum City fékk skell í Noregi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn KSÍ staðfestir leik gegn heimilislausa HM-liðinu Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Ísland spilar við gestgjafa HM og Haítí Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Mourinho kallar nýjustu sögusagnirnar sápuóperu Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Guardiola um Haaland: „Hann svaf ótrúlega vel“ Marokkó leitar réttar síns hjá FIFA: „Þetta sár grær ekki auðveldlega“ Hörður Björgvin tekinn af velli í hálfleik í unnum leik Yfirmaður Jóns Dags í stríði við lögreglu Guéhi genginn til liðs við City Börsungar brjálaðir út í dómara sem tók þrjú mörk af þeim „Þetta eru svakaleg kaup“ Slóst við boltastráka sem vildu stela handklæðinu Tískuspaðinn Þorleifur fer aftur út Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Rauk út eftir lætin í blaðamönnum Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Sjá meira
Einkunnir Strákanna okkar á móti Ungverjalandi: Viktor vaggaði Ungverjagrýlunni í svefn Handbolti
Einkunnir Strákanna okkar á móti Ungverjalandi: Viktor vaggaði Ungverjagrýlunni í svefn Handbolti