Hyggjast rukka í stæði í fyrsta sinn í Reykjanesbæ Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 24. október 2022 17:40 Skipulagsfulltrúi Reykjanesbæjar lagði fram drög að stofnun bílastæðasjóðs á fundi umhverfis- og skipulagsráðs á föstudaginn. Vísir/Þorgils Skipulagsfulltrúi Reykjanesbæjar hefur lagt fram drög að stofnun bílastæðasjóðs í Reykjanesbæ. Með stofnun sjóðsins verður því rukkað í bílastæði í fyrsta sinn í sveitarfélaginu. Formaður umhverfis- og skipulagsráðs telur að samstaða sé um málið. Bílastæðasjóður mun eðli málsins samkvæmt einnig hafa heimildir til að sekta þá sem ekki greiða í stæði. Nái tillagan fram að ganga verður skipulag sjóðsins líklega svipað og í öðrum sveitarfélögum, að sögn Róberts Jóhanns Guðmundssonar formanns umhverfis- og skipulagsráðs Reykjanesbæjar. „Það hefur aldrei verið rukkað í bílastæði í Reykjanesbæ. Þetta eru svona frumdrög, við erum að byrja að kynna okkur þetta,“ segir Róbert Jóhann í samtali við fréttastofu. Hann hefur ekki trú á því að Reykjanesbær rukki í bílastæði strax á þessu ári en telur líklegt að gjaldtakan komi til framkvæmda á því næsta. „Nú fór þetta fyrir umhverfis- og skipulagsráð á föstudaginn og þetta á eftir að fara fyrir bæjarstjórnarfund sem verður eftir viku. Eftir bæjarstjórnarfundinn fer kannski eitthvað að skýrast í þessum efnum,“ segir Róbert Jóhann. Hann segir ýmsar ástæður búa að baki fyrirhugaðri stofnun bílastæðasjóðs en telur að þörf sé á gjaldtökunni. Aðspurður um hve dýrt verði að leggja ítrekar hann að um frumdrög sé að ræða. Tiltekin fjárhæð eða gjöld hafi ekki verið rædd og verið sé að skoða málið. „Ég geri alveg ráð fyrir því að það sé vilji allra ráðsmanna að skoða þetta eins og þessi stærri bæjarfélög hafa verið að gera. En þetta er það fyrsta sem kemur og við erum bara að fikra okkur áfram í þessu,“ segir Róbert Jóhann Guðmundsson formaður umhverfis- og skipulagsráðs Reykjanesbæjar. Reykjanesbær Skipulag Bílastæði Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Innlent Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Innlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Innlent Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Erlent Fleiri fréttir Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Sjá meira
Bílastæðasjóður mun eðli málsins samkvæmt einnig hafa heimildir til að sekta þá sem ekki greiða í stæði. Nái tillagan fram að ganga verður skipulag sjóðsins líklega svipað og í öðrum sveitarfélögum, að sögn Róberts Jóhanns Guðmundssonar formanns umhverfis- og skipulagsráðs Reykjanesbæjar. „Það hefur aldrei verið rukkað í bílastæði í Reykjanesbæ. Þetta eru svona frumdrög, við erum að byrja að kynna okkur þetta,“ segir Róbert Jóhann í samtali við fréttastofu. Hann hefur ekki trú á því að Reykjanesbær rukki í bílastæði strax á þessu ári en telur líklegt að gjaldtakan komi til framkvæmda á því næsta. „Nú fór þetta fyrir umhverfis- og skipulagsráð á föstudaginn og þetta á eftir að fara fyrir bæjarstjórnarfund sem verður eftir viku. Eftir bæjarstjórnarfundinn fer kannski eitthvað að skýrast í þessum efnum,“ segir Róbert Jóhann. Hann segir ýmsar ástæður búa að baki fyrirhugaðri stofnun bílastæðasjóðs en telur að þörf sé á gjaldtökunni. Aðspurður um hve dýrt verði að leggja ítrekar hann að um frumdrög sé að ræða. Tiltekin fjárhæð eða gjöld hafi ekki verið rædd og verið sé að skoða málið. „Ég geri alveg ráð fyrir því að það sé vilji allra ráðsmanna að skoða þetta eins og þessi stærri bæjarfélög hafa verið að gera. En þetta er það fyrsta sem kemur og við erum bara að fikra okkur áfram í þessu,“ segir Róbert Jóhann Guðmundsson formaður umhverfis- og skipulagsráðs Reykjanesbæjar.
Reykjanesbær Skipulag Bílastæði Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Innlent Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Innlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Innlent Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Erlent Fleiri fréttir Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Sjá meira