Rúnar Alex varði og varði frá stjörnum Galatasaray og setti met í vetur Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 24. október 2022 11:30 Rúnar Alex Rúnarsson hefur leikið nítján landsleiki. vísir/hulda margrét Enginn markvörður í tyrknesku úrvalsdeildinni í fótbolta hefur varið fleiri skot í einum leik á tímabilinu en Rúnar Alex Rúnarsson gerði gegn Galatasaray í gær. Rúnar átti stórleik í marki Alanyaspor þegar liðið gerði 2-2 jafntefli við stórlið Galatasaray á útivelli í gær. Vesturbæingurinn varði hvorki fleiri né færri en tíu skot í leiknum sem er það mesta sem nokkur markvörður hefur varið í tyrknesku úrvalsdeildinni í vetur. Hann varði meðal annars frábærlega frá Emin Bayram þegar hann slapp í gegn á þriðju mínútu uppbótartíma. 1 - Runar Runarsson, bu sezon Süper Lig'de en fazla kurtar yapt maç Galatasaray kar s nda oynad (10). . pic.twitter.com/H3EronpmnB— OptaCan (@OptaCan) October 23, 2022 Dries Mertens og Mauro Icardi komu Galatasaray í 2-0 áður en Sacha Boey, samherji þeirra, var rekinn af velli á 31. mínútu. Jue Balkovec minnkaði muninn á 68. mínútu og þegar ein mínúta var komin fram yfir venjulegan leiktíma jafnaði Koka fyrir Alanyaspor. Rúnar tryggði gestunum svo stig með því að verja frá Bayram skömmu síðar. Rúnar Alex Rúnarsson's game in numbers : 10 saves (Most in the Süper Lig this season) 2 goals conceded 88% pass accuracy (30/34) 6 diving saves 6 saves inside the box 2 punches 12 throws 17 recoveries Man Of The Match pic.twitter.com/Lbjkl7VnOT— Arsenal Loan Watch (@arsenal_loans) October 23, 2022 Rúnar kom til Alanyaspor á láni frá Arsenal um miðjan ágúst. Hann hefur leikið níu leiki fyrir Alanyaspor sem er í 10. sæti tyrknesku úrvalsdeildarinnar af nítján liðum. Rúnar gekk í raðir Arsenal frá Dijon 2020. Á síðasta tímabili lék hann sem lánsmaður með Leuven í belgísku úrvalsdeildinni. Tyrkneski boltinn Mest lesið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Íslenski boltinn Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Fótbolti Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Fótbolti Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Fótbolti Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Enski boltinn Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool Enski boltinn Snjóbræðslukerfi Þróttar kom KSÍ til bjargar Fótbolti Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Íslenski boltinn Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Handbolti Fleiri fréttir Albert og Mikael Egill í vondum málum á Ítalíu Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool „Eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Viktor Bjarki skoraði og lagði upp í fyrsta byrjunarliðsleiknum Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Pedri gæti verið frá keppni til langs tíma Arteta fyrstur stjóranna á fætur Þorsteinn breytir engu á milli leikja Snjóbræðslukerfi Þróttar kom KSÍ til bjargar Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Segja spurningar vakna um stöðu Elísabetar Litu á hann sem risaeðlu en sjáið hvað er í tísku núna Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Formenn sambandanna hjálpuðu við að moka völlinn Real Madrid mun ekki refsa Vinícius Júnior Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Sýknaður í alvarlegu ofbeldismáli Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Sú leikjahæsta leggur skóna á hilluna og klárar læknanámið Stuðningsmaður RB Leipzig lést á bikarleiknum í gærkvöldi Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Anguissa hetja meistaranna Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Vinícius Júnior íhugar að yfirgefa Real Madríd Sjá meira
Rúnar átti stórleik í marki Alanyaspor þegar liðið gerði 2-2 jafntefli við stórlið Galatasaray á útivelli í gær. Vesturbæingurinn varði hvorki fleiri né færri en tíu skot í leiknum sem er það mesta sem nokkur markvörður hefur varið í tyrknesku úrvalsdeildinni í vetur. Hann varði meðal annars frábærlega frá Emin Bayram þegar hann slapp í gegn á þriðju mínútu uppbótartíma. 1 - Runar Runarsson, bu sezon Süper Lig'de en fazla kurtar yapt maç Galatasaray kar s nda oynad (10). . pic.twitter.com/H3EronpmnB— OptaCan (@OptaCan) October 23, 2022 Dries Mertens og Mauro Icardi komu Galatasaray í 2-0 áður en Sacha Boey, samherji þeirra, var rekinn af velli á 31. mínútu. Jue Balkovec minnkaði muninn á 68. mínútu og þegar ein mínúta var komin fram yfir venjulegan leiktíma jafnaði Koka fyrir Alanyaspor. Rúnar tryggði gestunum svo stig með því að verja frá Bayram skömmu síðar. Rúnar Alex Rúnarsson's game in numbers : 10 saves (Most in the Süper Lig this season) 2 goals conceded 88% pass accuracy (30/34) 6 diving saves 6 saves inside the box 2 punches 12 throws 17 recoveries Man Of The Match pic.twitter.com/Lbjkl7VnOT— Arsenal Loan Watch (@arsenal_loans) October 23, 2022 Rúnar kom til Alanyaspor á láni frá Arsenal um miðjan ágúst. Hann hefur leikið níu leiki fyrir Alanyaspor sem er í 10. sæti tyrknesku úrvalsdeildarinnar af nítján liðum. Rúnar gekk í raðir Arsenal frá Dijon 2020. Á síðasta tímabili lék hann sem lánsmaður með Leuven í belgísku úrvalsdeildinni.
Tyrkneski boltinn Mest lesið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Íslenski boltinn Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Fótbolti Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Fótbolti Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Fótbolti Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Enski boltinn Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool Enski boltinn Snjóbræðslukerfi Þróttar kom KSÍ til bjargar Fótbolti Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Íslenski boltinn Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Handbolti Fleiri fréttir Albert og Mikael Egill í vondum málum á Ítalíu Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool „Eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Viktor Bjarki skoraði og lagði upp í fyrsta byrjunarliðsleiknum Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Pedri gæti verið frá keppni til langs tíma Arteta fyrstur stjóranna á fætur Þorsteinn breytir engu á milli leikja Snjóbræðslukerfi Þróttar kom KSÍ til bjargar Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Segja spurningar vakna um stöðu Elísabetar Litu á hann sem risaeðlu en sjáið hvað er í tísku núna Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Formenn sambandanna hjálpuðu við að moka völlinn Real Madrid mun ekki refsa Vinícius Júnior Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Sýknaður í alvarlegu ofbeldismáli Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Sú leikjahæsta leggur skóna á hilluna og klárar læknanámið Stuðningsmaður RB Leipzig lést á bikarleiknum í gærkvöldi Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Anguissa hetja meistaranna Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Vinícius Júnior íhugar að yfirgefa Real Madríd Sjá meira