Loreta Kullashi, leikmaður Rosengård, kom gestunum yfir gegn Bayern á 25. mínútu áður en Carolin Simon jafnaði fyrir Bayern tíu mínútum síðar. Það var svo Linda Dallmann sem tryggði heimakonum stigin þrjú á 57. mínútu þegar hún var fyrst á frákastið eftir markvörslu Teagan Micah, markvörð Rosengård.
Bæði Glódís og Guðrún léku allan leikinn fyrir sín lið í viðureigninni.
Leikur liðanna var sá fyrsti í D-riðli Meistaradeildar Evrópu og Bayern fer því á topp riðilsins með sigrinum. Barcelona og Benfica mætast svo við í hinum leik riðilsins.
Sara Björk Gunnarsdóttir, leikmaður Juventus, lék einnig allan leikinn í 0-2 sigri Juventus á Zürich í C-riðli. Valentina Cernoia og Barbara Bonansea skoruðu mörk Juventus á 15 mínútna kafla undir lok leiks.
Sigurinn lyftir Juventus á topp C-riðils eftir fyrstu umferð en stórliðin Arsenal og Lyon eigast við í síðari leik riðilsins í kvöld.