Handkastið: „Mjög hissa á að Haukur væri ekki þarna“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 17. október 2022 13:01 Haukur Þrastarson fylgdist með síðustu landsleikjum úr sjónvarpinu. vísir/vilhelm Rætt var fjarveru Hauks Þrastarsonar, leikmanns Kielce, þegar farið var yfir síðustu tvo leiki íslenska handboltalandsliðsins í Handkastinu. Ísland vann Ísrael og Eistland með samtals 27 marka mun í fyrstu tveimur leikjum sínum í undankeppni EM 2024. Haukur var ekki í íslenska hópnum sem vakti athygli Handkastara. Þeir veltu því fyrir sér hvort Guðmundur Guðmundsson, þjálfari landsliðsins, muni nota hann á HM í Svíþjóð og Póllandi í janúar. „Ég á mjög erfitt með að finna einhverja skýringu aðra en þá að Gummi finnur að hann treystir þessum strákum sem voru á EM í janúar. Þá var Haukur meiddur og ekki með. Gummi er auðvitað íhaldssamur og stundum bítur hann eitthvað í sig. Og núna hefur hann bitið í sig að Haukur væri ekki á þeim stað að ógna þeim sem eru í hópnum og komu svona sterkir inn í janúar,“ sagði Einar Örn Jónsson, íþróttafréttamaður á RÚV og fyrrverandi landsliðsmaður í handbolta. „Ég held að þetta sé ekkert gegn Hauki heldur með þeim strákum sem hann hefur treyst á hingað til. Því getulega á Haukur alltaf að vera inni í hópnum, alveg 120 prósent. Ég vona að hann verði með í janúar því Haukur er strákur sem getur gert hluti sem mjög fáir aðrir í þessum hóp, utan byrjunarliðsins, geta gert. Það getur verið dýrmætt í janúar og svo þurfum við að fara að fá Hauk aftur inn í landsliðið til að byggja hann upp í að verða leiðtoginn sem við vonumst til að hann verði.“ Einar hefði viljað sjá Hauk í landsliðinu í leikjunum í síðustu viku, þar sem þetta voru síðustu alvöru leikir Íslands fyrir HM. „Þess vegna var ég mjög hissa á að Haukur væri ekki þarna, með fullri virðingu fyrir Daníel Þór [Ingasyni]. Hann er traustur og hefur spilað vel með Balingen en Haukur er okkar vonarstjarna til framtíðar.“ Haukur spilar sem leikstjórnandi með Kielce í Póllandi og Ásgeir Jónsson kveðst halda að hann eigi í samkeppni við Gísla Þorgeir Kristjánsson og Janus Daða Smárason um stöðu miðjumanns í landsliðinu. Arnar Daði Arnarsson, þáttastjórnandi Handkastsins, spurði Ásgeir hvort Haukur yrði með á HM í janúar. „Það er erfitt að segja. Gummi og hans þjálfarateymi taka þá ákvörðun. En ég held að allir handboltaunnendur séu sammála um að Haukur á heima í þessum hópi. Vandamálið er hins vegar að þetta eru allt frábærir leikmenn sem hann er að keppa. Þetta er ekki beint auðvelt val,“ sagði Ásgeir. Hlusta má á Handkastið í spilaranum hér fyrir ofan. Landslið karla í handbolta Handkastið EM 2024 í handbolta Mest lesið Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Sport Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Enski boltinn „Þetta svíður mig mjög sárt“ Fótbolti Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Íslenski boltinn Lausanne - Breiðablik 3-0 | Enn stigalausir á stóra sviðinu Fótbolti Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn Körfubolti Drónabannið í Danmörku skapar vandamál fyrir fótboltafélögin Fótbolti FIFA: Donald Trump ræður engu um það Fótbolti Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Íslenski boltinn Töpuðu fyrir Íslandi en ekki í Meistaradeildinni Fótbolti Fleiri fréttir Viktor Gísli og félagar í Barcelona heimsmeistarar félagsliða Tíu íslensk mörk þegar Magdeburg tók bronsið Valur vann stigalausu Stjörnuna Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Stórleikur Hauks dugði ekki til sigurs Elín Klara markahæst hjá toppliðinu Íslendingaliðið í undanúrslit Tilfinningaþrungin stund eftir hörmungar síðustu ára Haukur með flestar stoðsendingar í Þýskalandi Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Kaflaskipt í sigri Valsmanna Glimrandi byrjun Gummersbach heldur áfram Janus markahæstur í frábærum sigri á PSG Sjá meira
Ísland vann Ísrael og Eistland með samtals 27 marka mun í fyrstu tveimur leikjum sínum í undankeppni EM 2024. Haukur var ekki í íslenska hópnum sem vakti athygli Handkastara. Þeir veltu því fyrir sér hvort Guðmundur Guðmundsson, þjálfari landsliðsins, muni nota hann á HM í Svíþjóð og Póllandi í janúar. „Ég á mjög erfitt með að finna einhverja skýringu aðra en þá að Gummi finnur að hann treystir þessum strákum sem voru á EM í janúar. Þá var Haukur meiddur og ekki með. Gummi er auðvitað íhaldssamur og stundum bítur hann eitthvað í sig. Og núna hefur hann bitið í sig að Haukur væri ekki á þeim stað að ógna þeim sem eru í hópnum og komu svona sterkir inn í janúar,“ sagði Einar Örn Jónsson, íþróttafréttamaður á RÚV og fyrrverandi landsliðsmaður í handbolta. „Ég held að þetta sé ekkert gegn Hauki heldur með þeim strákum sem hann hefur treyst á hingað til. Því getulega á Haukur alltaf að vera inni í hópnum, alveg 120 prósent. Ég vona að hann verði með í janúar því Haukur er strákur sem getur gert hluti sem mjög fáir aðrir í þessum hóp, utan byrjunarliðsins, geta gert. Það getur verið dýrmætt í janúar og svo þurfum við að fara að fá Hauk aftur inn í landsliðið til að byggja hann upp í að verða leiðtoginn sem við vonumst til að hann verði.“ Einar hefði viljað sjá Hauk í landsliðinu í leikjunum í síðustu viku, þar sem þetta voru síðustu alvöru leikir Íslands fyrir HM. „Þess vegna var ég mjög hissa á að Haukur væri ekki þarna, með fullri virðingu fyrir Daníel Þór [Ingasyni]. Hann er traustur og hefur spilað vel með Balingen en Haukur er okkar vonarstjarna til framtíðar.“ Haukur spilar sem leikstjórnandi með Kielce í Póllandi og Ásgeir Jónsson kveðst halda að hann eigi í samkeppni við Gísla Þorgeir Kristjánsson og Janus Daða Smárason um stöðu miðjumanns í landsliðinu. Arnar Daði Arnarsson, þáttastjórnandi Handkastsins, spurði Ásgeir hvort Haukur yrði með á HM í janúar. „Það er erfitt að segja. Gummi og hans þjálfarateymi taka þá ákvörðun. En ég held að allir handboltaunnendur séu sammála um að Haukur á heima í þessum hópi. Vandamálið er hins vegar að þetta eru allt frábærir leikmenn sem hann er að keppa. Þetta er ekki beint auðvelt val,“ sagði Ásgeir. Hlusta má á Handkastið í spilaranum hér fyrir ofan.
Landslið karla í handbolta Handkastið EM 2024 í handbolta Mest lesið Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Sport Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Enski boltinn „Þetta svíður mig mjög sárt“ Fótbolti Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Íslenski boltinn Lausanne - Breiðablik 3-0 | Enn stigalausir á stóra sviðinu Fótbolti Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn Körfubolti Drónabannið í Danmörku skapar vandamál fyrir fótboltafélögin Fótbolti FIFA: Donald Trump ræður engu um það Fótbolti Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Íslenski boltinn Töpuðu fyrir Íslandi en ekki í Meistaradeildinni Fótbolti Fleiri fréttir Viktor Gísli og félagar í Barcelona heimsmeistarar félagsliða Tíu íslensk mörk þegar Magdeburg tók bronsið Valur vann stigalausu Stjörnuna Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Stórleikur Hauks dugði ekki til sigurs Elín Klara markahæst hjá toppliðinu Íslendingaliðið í undanúrslit Tilfinningaþrungin stund eftir hörmungar síðustu ára Haukur með flestar stoðsendingar í Þýskalandi Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Kaflaskipt í sigri Valsmanna Glimrandi byrjun Gummersbach heldur áfram Janus markahæstur í frábærum sigri á PSG Sjá meira