Taminn forystuhrútur í Skagafirði Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 13. október 2022 21:30 Eysteinn, Fróði og Móri eru mikli vinir. Magnús Hlynur Hreiðarsson Forystuhrúturinn Móri í Skagafirði þykir einstaklega fær þegar kemur að því að hlaupa samhliða hesti í bandi með bjölluna sína. Bóndinn á bænum, sem hefur tamið Móra notar hann mikið þegar hann er að smala því kindurnar laðast að Móra og síðan hleypur hann með þær heim á bæ. Hér erum við að tala um Eystein Steingrímsson, sauðfjárbónda, sem hefur verið duglegur að rækta forystufé á bænum Laufhóli í Skagafirði. Nú er hann með magnaðan sex vetra forystuhrút, sem heitir Móri en hann elskar að hlaupa þegar Eysteinn fer í reiðtúr eða að smala á hestinum Fróða. Móri er þá í bandi og hann er líka með bjöllu eins og alvöru forystuhrútur. „Þessar smalamennskur eru að verða dálítið erfiðar vegna fámennis og þá þurfum við nota allt, sem mögulegt er og þá er eitt með forystuféð, að hafa tamið forystufé og láta það hjálpa sér að koma kindunum til byggða,“ segir Eysteinn. Þannig að hrúturinn lokkar kindurnar til sín? „Já, og fer svo á undan og rétta leið.“ Eysteinn hefur ræktað töluvert af forystufé á Laufhóli með góðum árangri.Magnús Hlynur Hreiðarsson Eysteinn, segir að það hafi gengið ótrúlega vel að temja Móra og að hann elski að hlaupa með þeim Fróða og að hann geti í rauninni hlaupið endalaust. „Þegar hann var bara lamb um haustið þegar það var búið að ákveða að setja hann á þá byrja ég á því að fara að setja á hann spotta og láta hann hlíða mér og koma með mér. Svo er líka að gæla hann að sér með fóðurbæti og reyna að gera hann að vini mínum, það er lykilatriði,“ segir Eysteinn. En hvernig karakter er Móri? „Það er mikið skap í honum, honum er ekki alveg sama um allt og lætur mann alveg vita af því ef honum mislíkar eitthvað.“ Eysteinn segir að vináttan á milli hans og Fróða, svo ekki sé minnst á Móra sé einstök, allir treysti öllum og hafa gaman af verkefninu að vera úti saman og njóta þess að vera til. En hvað segir fólkið í sveitinni þegar það sér þríeykið á ferð? „Ætli það hlægi ekki bara ofan í koddann og hugsi hversu vitlaus hann geti verið að detta þetta í hug að vera að temja hrút. Sjálfur hef ég mjög gaman af þessu, það verð ég að viðurkenna,” segir Eysteinn og glottir við tönn. Móri, Fróði og Eysteinn vekja alls staðar mikla athygli þar sem þeir fara um.Magnús Hlynur Hreiðarsson Skagafjörður Landbúnaður Dýr Mest lesið Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Innlent Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Innlent Lögreglan lýsir eftir Sindra Péturssyni Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Fleiri fréttir Hvalreki á Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Búin að vera lokuð inni í þrjá daga vegna gosmóðunnar Vopnað rán og skartgripaþjófnaður í Reykjavík Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Lögreglan lýsir eftir Sindra Péturssyni Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Verði fram á nótt að slökkva eld í trjákurlinu Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Mesta mengun frá upphafi eldsumbrota og deilt um utanríkismálin Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Sjá meira
Hér erum við að tala um Eystein Steingrímsson, sauðfjárbónda, sem hefur verið duglegur að rækta forystufé á bænum Laufhóli í Skagafirði. Nú er hann með magnaðan sex vetra forystuhrút, sem heitir Móri en hann elskar að hlaupa þegar Eysteinn fer í reiðtúr eða að smala á hestinum Fróða. Móri er þá í bandi og hann er líka með bjöllu eins og alvöru forystuhrútur. „Þessar smalamennskur eru að verða dálítið erfiðar vegna fámennis og þá þurfum við nota allt, sem mögulegt er og þá er eitt með forystuféð, að hafa tamið forystufé og láta það hjálpa sér að koma kindunum til byggða,“ segir Eysteinn. Þannig að hrúturinn lokkar kindurnar til sín? „Já, og fer svo á undan og rétta leið.“ Eysteinn hefur ræktað töluvert af forystufé á Laufhóli með góðum árangri.Magnús Hlynur Hreiðarsson Eysteinn, segir að það hafi gengið ótrúlega vel að temja Móra og að hann elski að hlaupa með þeim Fróða og að hann geti í rauninni hlaupið endalaust. „Þegar hann var bara lamb um haustið þegar það var búið að ákveða að setja hann á þá byrja ég á því að fara að setja á hann spotta og láta hann hlíða mér og koma með mér. Svo er líka að gæla hann að sér með fóðurbæti og reyna að gera hann að vini mínum, það er lykilatriði,“ segir Eysteinn. En hvernig karakter er Móri? „Það er mikið skap í honum, honum er ekki alveg sama um allt og lætur mann alveg vita af því ef honum mislíkar eitthvað.“ Eysteinn segir að vináttan á milli hans og Fróða, svo ekki sé minnst á Móra sé einstök, allir treysti öllum og hafa gaman af verkefninu að vera úti saman og njóta þess að vera til. En hvað segir fólkið í sveitinni þegar það sér þríeykið á ferð? „Ætli það hlægi ekki bara ofan í koddann og hugsi hversu vitlaus hann geti verið að detta þetta í hug að vera að temja hrút. Sjálfur hef ég mjög gaman af þessu, það verð ég að viðurkenna,” segir Eysteinn og glottir við tönn. Móri, Fróði og Eysteinn vekja alls staðar mikla athygli þar sem þeir fara um.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Skagafjörður Landbúnaður Dýr Mest lesið Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Innlent Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Innlent Lögreglan lýsir eftir Sindra Péturssyni Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Fleiri fréttir Hvalreki á Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Búin að vera lokuð inni í þrjá daga vegna gosmóðunnar Vopnað rán og skartgripaþjófnaður í Reykjavík Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Lögreglan lýsir eftir Sindra Péturssyni Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Verði fram á nótt að slökkva eld í trjákurlinu Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Mesta mengun frá upphafi eldsumbrota og deilt um utanríkismálin Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Sjá meira