Innlent

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Hádegisfréttir Bylgjunnar hefjast klukkan 12.
Hádegisfréttir Bylgjunnar hefjast klukkan 12.

Boðorðin níu, framtíð ASÍ, útlendingamál og eftirnöfn verða meðal umfjöllunarefna í hádegisfréttum Bylgjunnar í dag.

Í Garðabæ eru fermingarbörnum ekki lengur kennd boðorðin tíu, heldur boðorðin níu. Ekkert um að girnast ekki konu náungans eða búfénað.

Sagnfræðingur segir stöðuna í verkalýðshreyfingunni ekki hafa verið jafn slæma í áratugi og koma verst niður á almenningi.

Forsætisráðherra hafnar því að hér á landi ríki stjórnlaust ástand í útlendingamálum, líkt og dómsmálaráðherra hefur haldið fram. Fjöldi flóttamanna eigi sér eðlilegar skýringar og byggi á ákvörðunum stjórnvalda.

Nokkir stjórnarandstöðuþingmenn vilja sjá breytingar á mannanafnalögum til að bæta stöðu kynsegin fólks. Þeir leggja meðal annars til að fólki verði leyft að breyta eftirnöfnum sínum án þess að það sé búið að breyta kynskráningunni.

Þetta og fleira í hádegisfréttum Bylgjunnar klukkan 12.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×