„Allur Parken var að spila þennan leik“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 11. október 2022 22:30 Skagamennirnir Hákon Arnar Haraldsson og Ísak Bergmann Jóhannesson komu báðir við sögu í markalausu jafntefli FCK gegn Manchester City. Vísir/Stöð 2 Hákon Arnar Haraldsson og Ísak Bergmann Jóhannesson komu báði við sögu í liði FC Kaupmannahafnar er liðið gerði markalaust jafntefli gegn Englandsmeisturum Manchester City í Meistaradeild Evrópu í kvöld. Hákon Arnar var í byrjunarliði FCK, en Ísak byrjaði á bekknum og kom inn á eftir um klukkutíma leik, einmitt fyrir Hákon. „Mér líður bara mjög vel. Þetta var alveg klukkuð upplifun, og sérstaklega að ná í þessi úrslit. Bara frábært,“ sagði Hákon Arnar í samtali við Stöð 2 og Vísi eftir leikinn. Ísak tók í sama streng og félagi sinn, en hann fékk ágætis færi seint í leiknum og með smá heppni hefði hann geta tryggt Kaupmannahafnarliðinu óvæntan sigur. „Ef ég hefði sett hann þarna þegar ég renndi mér á fjær. Það hefði verið eitthvað annað, en að taka 0-0 á móti besta liði heims - finnst mér - að taka stig á móti þeim er náttúrulega bara geðveikt,“ sagði Ísak. Þakka rosalegum áhorfendum fyrir stuðninginn Þrátt fyrir að vera að spila á móti einu besta knattspyrnuliði heims hafði þjálfari FCK talað um það fyrir leik að ætla að reyna að gefa City alvöru leik. Það tókst sannarlega og Hákon segir að leikmenn verði að hafa trú á verkefninu fyrir hvern einasta leik. „Þegar maður kemur í leiki þá verður maður náttúrulega að hafa trúna og við erum búnir að tala um það alla vikuna ef við ætlum að mæta og gera eitthvað í þessum leik. Það er náttúrulega allt annað að spila hérna með þessa áhorfendur. Þeir gefa manni alltaf ótrúlega mikið og þá trúir maður alltaf að eitthvað geti gerst, eins og gerðist í dag.“ „Við vorum ekki ellefu þarna inná. Allur Parken var að spila þennan leik og þetta var rosalegt. Við erum bara mjög glaðir með stigið og vonandi hjálpar Dortmund okkur líka og vinnur Sevilla þannig við erum alveg í baráttunni,“ bætti Ísak við, en Dortmund og Sevilla gerðu 1-1 jafntefli þannig honum varð því miður ekki að ósk sinni. Vissi að Gomez fengi rautt um leið og brotið var á sér Sergio Gómez sá rautt eftir að toga Hákon Arnar Haraldsson niður rétt fyrir utan vítateig.Lars Ronbog/Getty Images Hákon Arnar var heldur betur í sviðsljósinu í kvöld, en það var hann sem Sergio Gomez braut á eftir um hálftíma leik og hlaut að launum beint rautt spjald. Það atvik var eitt af nokkrum VAR-augnablikum í leiknum og Hákon segir að Kaupmannahafnarliðið hafi jafnvel grætt á þeim augnablikum. „Við vorum svo sem ekkert mikið að spá í því. Ég held að það hafi bara verið fínt fyrir okkur að stoppa stundum og þá gátum við komið saman og rætt hlutina þannig að þeir nái ekki ákveðnum takti. En þegar hann braut á mér þarna þá vissi ég strax að þetta væri að fara að vera rautt.“ Þá breyttu liðsmenn FCK aðeins um leikkerfi frá seinustu leikjum og Hákon og Ísak voru í aðeins öðrum hlutverkum en oft áður. Hákon segist þó ekki vita hvort það sé eitthvað sem er komið til þess að vera. „Ég veit það ekki sko. Vanalega spilum við 4-3-3, en þegar þú spilar á móti jafn góðu liði og City þá held ég að það hafi verið best að fara í 5-4-1. Það skiptir mig engu máli hvar ég spila,“ sagði Hákon. „Ég er sammála,“ sagði Ísak. „Þetta er besta lið í heimi og við þurftum að breyta einhverju. Þetta var ekki alveg að ganga í fyrri leiknum. Við tökum þennan leik með okkur hvernig við vorum varnarlega, sem liðsheild, og byggjum á því. Sama hvort við spilum 5-4-1 eða 4-3-3 þá skiptir það engu máli held ég.“ Klippa: Viðtal við Hákon Arnar og Ísak Bergmann eftir jafnteflið gegn Manchester City Þurfa að hugsa vel um sig og þá fylgir spiltíminn með Þátttöku í Evrópukeppnum fylgir oft mikið leikjaálag sem Hákon og Ísak hafa fengið að finna fyrir undanfarnar vikur og ekki minnkar það á næstu dögum þar sem nokkuð er um meiðsli hjá Kaupmannahafnarliðinu. „Við þurfum að vera professional og hugsa um okkar eigin líkama og þá munum við fá að spila. Það eru margir leikir á komandi dögum þannig það verður gaman að takast á við þá. eins og ég segi þá þurfum við bara að halda okkur heilum og þá spilum við nóg,“ sagði Ísak, en Hákon grínaðist með að hafa komið virkilega ferskur inn í þennan leik. „ég var nú í banni um helgina þannig ég fæ aðeins lengri hvíld,“ sagði Hákon léttur. „En þú þarft alltaf að hugsa um þig þegar það er svona stutt á milli leikja. Þú þarft alltaf að vera að borða og drekka og sofa nóg, annars koma bara upp meiðsli. Það er ekki gaman að það séu mikil meiðsli, en það er mikill spiltími sem maður getur fengið ef maður verður ekki meiddur núna,“ sagði Hákon að lokum. Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Tengdar fréttir Íslendingaliðið tók stig gegn Englandsmeisturunum | Juventus tapaði í Ísrael Ísak Bergmann Jóhannesson, Hákon Arnar Haraldsson og félagar í danska meistaraliðinu FC Kaupmannahöfn sóttu sitt annað stig í G-riðli Meistaradeildar Evrópu þegar liðið gerði markalaust jafntefli gegn ógnarsterku liði Manchester City í kvöld. 11. október 2022 18:46 Mest lesið Mátti ekki tefla í gallabuxum og hættir keppni á heimsmeistaramóti Sport Hákon kom inn á og hélt hreinu í fyrsta úrvalsdeildarleiknum Fótbolti Ronaldo segir að storminn muni lægja undir stjórn Amorim Fótbolti Heimsmeistararnir þrír fóru allir áfram Sport Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Enn eitt skráningarvesenið hjá Börsungum Fótbolti Skytturnar aftur upp í annað sæti eftir sigur gegn nýliðunum Enski boltinn Töp hjá Íslendingaliðunum í Þýskalandi Handbolti Freyr einnig í viðtal og einn erlendur Fótbolti Tapaði níu leggjum í röð eftir níu pílna leik og var sendur heim Sport Fleiri fréttir Hákon kom inn á og hélt hreinu í fyrsta úrvalsdeildarleiknum Ronaldo segir að storminn muni lægja undir stjórn Amorim Skytturnar aftur upp í annað sæti eftir sigur gegn nýliðunum Enn eitt skráningarvesenið hjá Börsungum Veit að starfið gæti verið í hættu ef liðið fer ekki að vinna Freyr einnig í viðtal og einn erlendur Þrír boðaðir í viðtal: Víkingar gáfu KSÍ grænt ljós á að ræða við Arnar Emilía til Leipzig Skilaboð frá Klopp minntu hann á áfangann: „Við elskum hann“ „Ég var að skjóta“ Víkingur má ekki spila í Kópavogi og leitar vallar erlendis Harmur hrokagikksins Haaland Eftirmaður Amorims rekinn eftir átta leiki City ætlar að kaupa í janúar Gary sem stal jólunum Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Ættingi Endricks skotinn til bana Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Slæmur skellur fyrir gestina á St. James Park Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Sáu ekki til sólar en unnu samt Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Sjá meira
Hákon Arnar var í byrjunarliði FCK, en Ísak byrjaði á bekknum og kom inn á eftir um klukkutíma leik, einmitt fyrir Hákon. „Mér líður bara mjög vel. Þetta var alveg klukkuð upplifun, og sérstaklega að ná í þessi úrslit. Bara frábært,“ sagði Hákon Arnar í samtali við Stöð 2 og Vísi eftir leikinn. Ísak tók í sama streng og félagi sinn, en hann fékk ágætis færi seint í leiknum og með smá heppni hefði hann geta tryggt Kaupmannahafnarliðinu óvæntan sigur. „Ef ég hefði sett hann þarna þegar ég renndi mér á fjær. Það hefði verið eitthvað annað, en að taka 0-0 á móti besta liði heims - finnst mér - að taka stig á móti þeim er náttúrulega bara geðveikt,“ sagði Ísak. Þakka rosalegum áhorfendum fyrir stuðninginn Þrátt fyrir að vera að spila á móti einu besta knattspyrnuliði heims hafði þjálfari FCK talað um það fyrir leik að ætla að reyna að gefa City alvöru leik. Það tókst sannarlega og Hákon segir að leikmenn verði að hafa trú á verkefninu fyrir hvern einasta leik. „Þegar maður kemur í leiki þá verður maður náttúrulega að hafa trúna og við erum búnir að tala um það alla vikuna ef við ætlum að mæta og gera eitthvað í þessum leik. Það er náttúrulega allt annað að spila hérna með þessa áhorfendur. Þeir gefa manni alltaf ótrúlega mikið og þá trúir maður alltaf að eitthvað geti gerst, eins og gerðist í dag.“ „Við vorum ekki ellefu þarna inná. Allur Parken var að spila þennan leik og þetta var rosalegt. Við erum bara mjög glaðir með stigið og vonandi hjálpar Dortmund okkur líka og vinnur Sevilla þannig við erum alveg í baráttunni,“ bætti Ísak við, en Dortmund og Sevilla gerðu 1-1 jafntefli þannig honum varð því miður ekki að ósk sinni. Vissi að Gomez fengi rautt um leið og brotið var á sér Sergio Gómez sá rautt eftir að toga Hákon Arnar Haraldsson niður rétt fyrir utan vítateig.Lars Ronbog/Getty Images Hákon Arnar var heldur betur í sviðsljósinu í kvöld, en það var hann sem Sergio Gomez braut á eftir um hálftíma leik og hlaut að launum beint rautt spjald. Það atvik var eitt af nokkrum VAR-augnablikum í leiknum og Hákon segir að Kaupmannahafnarliðið hafi jafnvel grætt á þeim augnablikum. „Við vorum svo sem ekkert mikið að spá í því. Ég held að það hafi bara verið fínt fyrir okkur að stoppa stundum og þá gátum við komið saman og rætt hlutina þannig að þeir nái ekki ákveðnum takti. En þegar hann braut á mér þarna þá vissi ég strax að þetta væri að fara að vera rautt.“ Þá breyttu liðsmenn FCK aðeins um leikkerfi frá seinustu leikjum og Hákon og Ísak voru í aðeins öðrum hlutverkum en oft áður. Hákon segist þó ekki vita hvort það sé eitthvað sem er komið til þess að vera. „Ég veit það ekki sko. Vanalega spilum við 4-3-3, en þegar þú spilar á móti jafn góðu liði og City þá held ég að það hafi verið best að fara í 5-4-1. Það skiptir mig engu máli hvar ég spila,“ sagði Hákon. „Ég er sammála,“ sagði Ísak. „Þetta er besta lið í heimi og við þurftum að breyta einhverju. Þetta var ekki alveg að ganga í fyrri leiknum. Við tökum þennan leik með okkur hvernig við vorum varnarlega, sem liðsheild, og byggjum á því. Sama hvort við spilum 5-4-1 eða 4-3-3 þá skiptir það engu máli held ég.“ Klippa: Viðtal við Hákon Arnar og Ísak Bergmann eftir jafnteflið gegn Manchester City Þurfa að hugsa vel um sig og þá fylgir spiltíminn með Þátttöku í Evrópukeppnum fylgir oft mikið leikjaálag sem Hákon og Ísak hafa fengið að finna fyrir undanfarnar vikur og ekki minnkar það á næstu dögum þar sem nokkuð er um meiðsli hjá Kaupmannahafnarliðinu. „Við þurfum að vera professional og hugsa um okkar eigin líkama og þá munum við fá að spila. Það eru margir leikir á komandi dögum þannig það verður gaman að takast á við þá. eins og ég segi þá þurfum við bara að halda okkur heilum og þá spilum við nóg,“ sagði Ísak, en Hákon grínaðist með að hafa komið virkilega ferskur inn í þennan leik. „ég var nú í banni um helgina þannig ég fæ aðeins lengri hvíld,“ sagði Hákon léttur. „En þú þarft alltaf að hugsa um þig þegar það er svona stutt á milli leikja. Þú þarft alltaf að vera að borða og drekka og sofa nóg, annars koma bara upp meiðsli. Það er ekki gaman að það séu mikil meiðsli, en það er mikill spiltími sem maður getur fengið ef maður verður ekki meiddur núna,“ sagði Hákon að lokum.
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Tengdar fréttir Íslendingaliðið tók stig gegn Englandsmeisturunum | Juventus tapaði í Ísrael Ísak Bergmann Jóhannesson, Hákon Arnar Haraldsson og félagar í danska meistaraliðinu FC Kaupmannahöfn sóttu sitt annað stig í G-riðli Meistaradeildar Evrópu þegar liðið gerði markalaust jafntefli gegn ógnarsterku liði Manchester City í kvöld. 11. október 2022 18:46 Mest lesið Mátti ekki tefla í gallabuxum og hættir keppni á heimsmeistaramóti Sport Hákon kom inn á og hélt hreinu í fyrsta úrvalsdeildarleiknum Fótbolti Ronaldo segir að storminn muni lægja undir stjórn Amorim Fótbolti Heimsmeistararnir þrír fóru allir áfram Sport Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Enn eitt skráningarvesenið hjá Börsungum Fótbolti Skytturnar aftur upp í annað sæti eftir sigur gegn nýliðunum Enski boltinn Töp hjá Íslendingaliðunum í Þýskalandi Handbolti Freyr einnig í viðtal og einn erlendur Fótbolti Tapaði níu leggjum í röð eftir níu pílna leik og var sendur heim Sport Fleiri fréttir Hákon kom inn á og hélt hreinu í fyrsta úrvalsdeildarleiknum Ronaldo segir að storminn muni lægja undir stjórn Amorim Skytturnar aftur upp í annað sæti eftir sigur gegn nýliðunum Enn eitt skráningarvesenið hjá Börsungum Veit að starfið gæti verið í hættu ef liðið fer ekki að vinna Freyr einnig í viðtal og einn erlendur Þrír boðaðir í viðtal: Víkingar gáfu KSÍ grænt ljós á að ræða við Arnar Emilía til Leipzig Skilaboð frá Klopp minntu hann á áfangann: „Við elskum hann“ „Ég var að skjóta“ Víkingur má ekki spila í Kópavogi og leitar vallar erlendis Harmur hrokagikksins Haaland Eftirmaður Amorims rekinn eftir átta leiki City ætlar að kaupa í janúar Gary sem stal jólunum Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Ættingi Endricks skotinn til bana Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Slæmur skellur fyrir gestina á St. James Park Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Sáu ekki til sólar en unnu samt Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Sjá meira
Íslendingaliðið tók stig gegn Englandsmeisturunum | Juventus tapaði í Ísrael Ísak Bergmann Jóhannesson, Hákon Arnar Haraldsson og félagar í danska meistaraliðinu FC Kaupmannahöfn sóttu sitt annað stig í G-riðli Meistaradeildar Evrópu þegar liðið gerði markalaust jafntefli gegn ógnarsterku liði Manchester City í kvöld. 11. október 2022 18:46