Ólíklegt að verkalýðshreyfingin komi sameinuð af ASÍ-þingi Kjartan Kjartansson skrifar 11. október 2022 10:03 Vilhjálmur Birgisson (t.v.) og Ragnar Þór Ingólfsson (t.h.) hafa verið bandamenn í átökum sem geisa innan verkalýðshreyfingarinnar. Ragnar Þór býður sig fram til forseta ASÍ. Vísir/Vilhelm Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambandsins, telur ólíklegt að draumur sinn um að verkalýðshreyfingin gangi sameinuð af þingi Alþýðusambandsins rætist. Eftir fyrsta dag þingsins virðist honum enginn vilji til þess. Hatrammar deilur hafa geisað innan verkalýðshreyfingarinnar að undanförnu, ekki síst innan Eflingar þar sem hörð valdabarátta hefur átt sér stað með svikabrigslum og ásökunum á báða bóga. Vilhjálmur er bandamaður Sólveigar Önnu Jónsdóttur, formanns Eflingar, og Ragnars Þórs Ingólfssonar, formanns VR, sem hafa verið gagnrýnin á ASÍ. Ragnar Þór býður sig fram til forseta ASÍ en stjórnarfólk í tólf aðildarfélögum sambandsins skrifaði grein á Vísi í síðustu viku þar sem það sagði hann ekki færan um að valda embættinu, meðal annars vegna þess að hann hafi aldrei fordæmt hópuppsögn á skrifstofu Eflingar. Sextán fulltrúar frá ellefu stéttarfélögum lögðu fram tillögu um að öllum kjörbréfum fulltrúa Eflingar yrði vísað frá á fyrsta degi þings Alþýðusambands Íslands (ASÍ) í gær. Agnieszka Ewa Ziółkowska, sem var starfandi formaður Eflingar eftir að Sólveig Anna sagði af sér í fyrra, var ein þeirra sem stóðu að tillögunni. Ólöf Helga Adolfsdóttir, ritari stjórnar Eflingar sem býður sig fram til forseta ASÍ gegn Ragnari, sakaði Sólveigu Önnu um að hafa handvalið fulltrúana á þinginu í Silfrinu á RÚV á sunnudag. Enginn vilji til að stilla saman strengi Vilhjálmur segir að forsenda tillögunnar hafi verið sú að lýðræðisleg kosning hafi ekki farið fram um kjör fulltrúanna innan Eflingar en að það eigi ekki við rök að styðjast. Tillagan sé fáheyrð í sögu ASÍ og sýni það hatur og þá stemmingu sem sé í gangi. Hann hafi verulegar áhyggjur af stöðunni, sérstaklega fyrir hönd launafólks. Átökin nú eigi sér ekki hliðstæðu í íslenskri verkalýðshreyfingu. „Það sem er að gerast núna í íslenskri verkalýðshreyfingu er svo sorglegt að það nær engu tali,“ sagði Vilhjálmur í Bítinu á Bylgjunni á morgun. Markmið hans á þinginu hafi verið að tala hópinn saman niður á niðurstöðu, takast á um leiðir og ganga út sem ein sterk heild. „En ég get ekki séð eftir fyrsta daginn að það sé einn einasti vilji til þess,“ sagði Vilhjálmur. Þess í stað snúist þingið um persónulegt níð og leiðindi sem Vilhjálmur fullyrti að kæmi aðeins frá andstæðingum hans. Staðan versni aðeins og stigmagnist. Treysti hann sér ekki til að segja til um hvort að Alþýðusambandið ætti eftir að liðast í sundur vegna átakanna. ASÍ Kjaramál Ólga innan Eflingar Stéttarfélög Tengdar fréttir Vonast til að hægt verði að lægja öldurnar fyrir kjaraviðræður Búast má við hörðum framboðsslag á þingi Alþýðusambandsins sem hófst í dag. Tvær fylkingar takast á en settur forseti sambandsins vonast til að hægt verði að sætta hópana í mikilvægum málefnum og marka stefnu fyrir komandi kjaraviðræður. 10. október 2022 11:50 Segja aðildarfélög ASÍ veitast að formanni VR með ósmekklegum hætti Stjórn VR segir stjórnarfólk í tólf aðildarfélögum ASÍ hafa veist að formanni VR með „afar ósmekklegum hætti“ í grein sem birtist á Vísi í fyrradag. Stjórnin segist standa sameinuð við bakið á formanninum, sem sé ekki sá maður sem stjórnarfólk aðildarfélaganna máli. 8. október 2022 10:05 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Endurgreiðsla sem jafngildi gjaldþroti og íbúafundur Fyrrverandi bæjarstjóri verður framkvæmdastjóri þingflokks Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Sjá meira
Hatrammar deilur hafa geisað innan verkalýðshreyfingarinnar að undanförnu, ekki síst innan Eflingar þar sem hörð valdabarátta hefur átt sér stað með svikabrigslum og ásökunum á báða bóga. Vilhjálmur er bandamaður Sólveigar Önnu Jónsdóttur, formanns Eflingar, og Ragnars Þórs Ingólfssonar, formanns VR, sem hafa verið gagnrýnin á ASÍ. Ragnar Þór býður sig fram til forseta ASÍ en stjórnarfólk í tólf aðildarfélögum sambandsins skrifaði grein á Vísi í síðustu viku þar sem það sagði hann ekki færan um að valda embættinu, meðal annars vegna þess að hann hafi aldrei fordæmt hópuppsögn á skrifstofu Eflingar. Sextán fulltrúar frá ellefu stéttarfélögum lögðu fram tillögu um að öllum kjörbréfum fulltrúa Eflingar yrði vísað frá á fyrsta degi þings Alþýðusambands Íslands (ASÍ) í gær. Agnieszka Ewa Ziółkowska, sem var starfandi formaður Eflingar eftir að Sólveig Anna sagði af sér í fyrra, var ein þeirra sem stóðu að tillögunni. Ólöf Helga Adolfsdóttir, ritari stjórnar Eflingar sem býður sig fram til forseta ASÍ gegn Ragnari, sakaði Sólveigu Önnu um að hafa handvalið fulltrúana á þinginu í Silfrinu á RÚV á sunnudag. Enginn vilji til að stilla saman strengi Vilhjálmur segir að forsenda tillögunnar hafi verið sú að lýðræðisleg kosning hafi ekki farið fram um kjör fulltrúanna innan Eflingar en að það eigi ekki við rök að styðjast. Tillagan sé fáheyrð í sögu ASÍ og sýni það hatur og þá stemmingu sem sé í gangi. Hann hafi verulegar áhyggjur af stöðunni, sérstaklega fyrir hönd launafólks. Átökin nú eigi sér ekki hliðstæðu í íslenskri verkalýðshreyfingu. „Það sem er að gerast núna í íslenskri verkalýðshreyfingu er svo sorglegt að það nær engu tali,“ sagði Vilhjálmur í Bítinu á Bylgjunni á morgun. Markmið hans á þinginu hafi verið að tala hópinn saman niður á niðurstöðu, takast á um leiðir og ganga út sem ein sterk heild. „En ég get ekki séð eftir fyrsta daginn að það sé einn einasti vilji til þess,“ sagði Vilhjálmur. Þess í stað snúist þingið um persónulegt níð og leiðindi sem Vilhjálmur fullyrti að kæmi aðeins frá andstæðingum hans. Staðan versni aðeins og stigmagnist. Treysti hann sér ekki til að segja til um hvort að Alþýðusambandið ætti eftir að liðast í sundur vegna átakanna.
ASÍ Kjaramál Ólga innan Eflingar Stéttarfélög Tengdar fréttir Vonast til að hægt verði að lægja öldurnar fyrir kjaraviðræður Búast má við hörðum framboðsslag á þingi Alþýðusambandsins sem hófst í dag. Tvær fylkingar takast á en settur forseti sambandsins vonast til að hægt verði að sætta hópana í mikilvægum málefnum og marka stefnu fyrir komandi kjaraviðræður. 10. október 2022 11:50 Segja aðildarfélög ASÍ veitast að formanni VR með ósmekklegum hætti Stjórn VR segir stjórnarfólk í tólf aðildarfélögum ASÍ hafa veist að formanni VR með „afar ósmekklegum hætti“ í grein sem birtist á Vísi í fyrradag. Stjórnin segist standa sameinuð við bakið á formanninum, sem sé ekki sá maður sem stjórnarfólk aðildarfélaganna máli. 8. október 2022 10:05 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Endurgreiðsla sem jafngildi gjaldþroti og íbúafundur Fyrrverandi bæjarstjóri verður framkvæmdastjóri þingflokks Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Sjá meira
Vonast til að hægt verði að lægja öldurnar fyrir kjaraviðræður Búast má við hörðum framboðsslag á þingi Alþýðusambandsins sem hófst í dag. Tvær fylkingar takast á en settur forseti sambandsins vonast til að hægt verði að sætta hópana í mikilvægum málefnum og marka stefnu fyrir komandi kjaraviðræður. 10. október 2022 11:50
Segja aðildarfélög ASÍ veitast að formanni VR með ósmekklegum hætti Stjórn VR segir stjórnarfólk í tólf aðildarfélögum ASÍ hafa veist að formanni VR með „afar ósmekklegum hætti“ í grein sem birtist á Vísi í fyrradag. Stjórnin segist standa sameinuð við bakið á formanninum, sem sé ekki sá maður sem stjórnarfólk aðildarfélaganna máli. 8. október 2022 10:05
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent