„Kemur fyrir að það bregður fyrir fordómum gagnvart því hvað maður er orðinn gamall“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 8. október 2022 08:02 Guðjón Þórðarson er einn sigursælasta þjálfari Íslandssögunnar. Hann segir þó að eftirspurnin eftir 67 ára gömlum þjálfara sé ekki mikil. Vísir/Stöð 2 Sigursælasti þjálfari landsins í fótboltanum, Guðjón Þórðarson, hefur ekki lagt árar í bát og hyggst halda áfram þrátt fyrir aldursfordóma. „Mönnum finnst maður vera orðinn gamall, og það er rétt, ég er orðinn 67 ára,“ sagði Guðjón í samtali við Stöð 2 í gær. „En heilinn þarf enga endurnýjun. Ég er með fullt af hugmyndum í hausnum, en það kemur fyrir að það bregður fyrir fordómum gagnvart því hvað maður er orðinn gamall.“ Guðjón segir þó að undanfarin ár hafi ekki verið erfið. Frekar hafi þau verið skemmtileg, þar sem hann lítur á erfiðleika sem áskorun. „Nei, meira skemmtilegt. Ég lít á erfiðleika sem áskorun og reyni að vinna með það þannig.“ Klippa: Hyggst halda áfram þrátt fyrir aldursfordóma Samstarfsfólk og samferðarmenn standa upp úr Guðjón á að baki langan og farsælan þjálfaraferil sem hófst hjá uppeldisfélagi hans, ÍA, árið 1987. Síðan þá hefur hann þjálfað lið á borð við KA, KR og Keflavík hér á landi, Stoke, Barnsley, Crewe Alexandra og Notts County á Englandi, íslenska landsliðið og nú síðast Víking Ólafsvík í 2. deildinni hér heima. Hann segir þó samstarfsfólkið sitt í gegnum tíðina standa upp úr á ferlinum. „Frábært fólk sem ég hef unnið með stendur upp úr. Ég hef verið geysilega heppinn með fólk, bæði leikmenn, starfsfólk og stjórnendur. Leikmenn margir hverjir sem hafa verið hjá mér eru nú í lykilstöðum í þjálfun í efstu deild þannig ég er búinn að vera mjög heppinn með samstarfsfólk og samferðarmenn í fótboltanum.“ „Titlarnir eru margir og þeir eru margir eftirminnilegir. Það var eftirminnilegt að fara á Wembley með 80.000 manns í litla bikarnum eins og við köllum það á Englandi. Það var líka mjög gaman að fara á Stade de France og hrella Frakkana þó við höfum á endanum tapað fyrir þeim 3-2. En það mátti heyra sumnál detta á Stade de France þegar við jöfnuðum í 2-2. Frökkum var brugðið og héldu að fortíðardraugur Gérard Houllier væri að poppa upp.“ „Það eru margar ógleymanlegar stundir og minningarnar eru margar og margar þeirra frábærar.“ Guðjón Þórðarson hefur fagnað ófáum titlunum á ferlinum.Neal Simpson/EMPICS via Getty Images „Hringir síminn?“ spurði Guðjón Guðmundsson, Gaupi, nafna sinn að lokum og átti þá við það hvort einhver félög hefðu áhuga á því að fá reynslubolta eins og hann til starfa. „Stundum,“ svarðai Guðjón. „Það er undiralda í íslenskum bolta og við sjáum það bara með síðustu fréttir að það geta orðið einhverjar hreyfingar og breytingar, en það verður bara að koma í ljós. Eins og það er í dag lítur ekki út fyrir að það sé mikil eftirspurn eftir 67 ára gömlum þjálfara,“ sagði Guðjón að lokum, en viðtalið við hann má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Fótbolti Eldri borgarar Vinnumarkaður Mest lesið Paquetá kallar eftir stuðningi frá enska knattspyrnusambandinu Fótbolti Leiktímarnir í milliriðlinum klárir Handbolti Sjáðu allar bestu vörslur umferðarinnar Fótbolti „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Körfubolti Kolbeinn enn ósigraður eftir að hafa rotað Martinez Sport Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Leik Ajax og Groningen aflýst vegna óhóflegrar flugeldanotkunar Fótbolti Stuð í klefanum hjá Víkingum eftir að sætið var í höfn - myndband Íslenski boltinn Ísland vann riðilinn í Búlgaríu með yfirburðum Fótbolti Veiðifagn Stjörnumanna tekið í japönsku deildinni - myndband Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu allar bestu vörslur umferðarinnar Paquetá kallar eftir stuðningi frá enska knattspyrnusambandinu Leik Ajax og Groningen aflýst vegna óhóflegrar flugeldanotkunar Ágúst Eðvald heim í Þór Viking norskur meistari í fyrsta sinn síðan 1991 Sjáðu fíflaganginn hjá Paquetá: Fékk tvö gul með 54 sekúndna millibili Enn einn sigur Villa og Mávarnir á flugi Sanngjarnt jafntefli niðurstaðan Fyrsta deildarmark Isaks kom í langþráðum sigri „Mikilvægi Zirkzee fólst ekki bara í markinu“ Endurkomusigur United á Selhurst Park Sjáðu skallamark Andra Lucasar gegn Wrexham Segir að Dorgu sé að farast úr stressi í hvert sinn sem hann fær boltann Messi og félagar í úrslit MLS í fyrsta sinn Sjáðu endurkomusigur Sunderland og öll mörk gærdagsins Everton engin fyrirstaða fyrir Newcastle Sanngjarn sigur gestanna frá Fulham Andri Lucas á skotskónum í svekkjandi jafntefli Fjórir sigrar í röð hjá Börsungum Atli Sigurjónsson heim í Þór Ótrúleg endurkoma Sunderland og Igor Thiago hetja Brentford Mikael Egill lagði upp sigurmark Genoa Framlengir við Breiðablik og nálgast fimm hundruð leikina Foden kom City á beinu brautina á ný Palmer klár eftir að hafa tábrotnað heima hjá sér Baðst afsökunar á að hafa gert grín að nefi mótherja Sigursæl knattspyrnukona í herferð fyrir einstæðar mæður Starfsmaður Chelsea stal 34 milljónum af félaginu Dómari gaf sautján rauð spjöld í sama leik Man United vill að nýr Old Trafford verði klár fyrir HM kvenna Sjá meira
„Mönnum finnst maður vera orðinn gamall, og það er rétt, ég er orðinn 67 ára,“ sagði Guðjón í samtali við Stöð 2 í gær. „En heilinn þarf enga endurnýjun. Ég er með fullt af hugmyndum í hausnum, en það kemur fyrir að það bregður fyrir fordómum gagnvart því hvað maður er orðinn gamall.“ Guðjón segir þó að undanfarin ár hafi ekki verið erfið. Frekar hafi þau verið skemmtileg, þar sem hann lítur á erfiðleika sem áskorun. „Nei, meira skemmtilegt. Ég lít á erfiðleika sem áskorun og reyni að vinna með það þannig.“ Klippa: Hyggst halda áfram þrátt fyrir aldursfordóma Samstarfsfólk og samferðarmenn standa upp úr Guðjón á að baki langan og farsælan þjálfaraferil sem hófst hjá uppeldisfélagi hans, ÍA, árið 1987. Síðan þá hefur hann þjálfað lið á borð við KA, KR og Keflavík hér á landi, Stoke, Barnsley, Crewe Alexandra og Notts County á Englandi, íslenska landsliðið og nú síðast Víking Ólafsvík í 2. deildinni hér heima. Hann segir þó samstarfsfólkið sitt í gegnum tíðina standa upp úr á ferlinum. „Frábært fólk sem ég hef unnið með stendur upp úr. Ég hef verið geysilega heppinn með fólk, bæði leikmenn, starfsfólk og stjórnendur. Leikmenn margir hverjir sem hafa verið hjá mér eru nú í lykilstöðum í þjálfun í efstu deild þannig ég er búinn að vera mjög heppinn með samstarfsfólk og samferðarmenn í fótboltanum.“ „Titlarnir eru margir og þeir eru margir eftirminnilegir. Það var eftirminnilegt að fara á Wembley með 80.000 manns í litla bikarnum eins og við köllum það á Englandi. Það var líka mjög gaman að fara á Stade de France og hrella Frakkana þó við höfum á endanum tapað fyrir þeim 3-2. En það mátti heyra sumnál detta á Stade de France þegar við jöfnuðum í 2-2. Frökkum var brugðið og héldu að fortíðardraugur Gérard Houllier væri að poppa upp.“ „Það eru margar ógleymanlegar stundir og minningarnar eru margar og margar þeirra frábærar.“ Guðjón Þórðarson hefur fagnað ófáum titlunum á ferlinum.Neal Simpson/EMPICS via Getty Images „Hringir síminn?“ spurði Guðjón Guðmundsson, Gaupi, nafna sinn að lokum og átti þá við það hvort einhver félög hefðu áhuga á því að fá reynslubolta eins og hann til starfa. „Stundum,“ svarðai Guðjón. „Það er undiralda í íslenskum bolta og við sjáum það bara með síðustu fréttir að það geta orðið einhverjar hreyfingar og breytingar, en það verður bara að koma í ljós. Eins og það er í dag lítur ekki út fyrir að það sé mikil eftirspurn eftir 67 ára gömlum þjálfara,“ sagði Guðjón að lokum, en viðtalið við hann má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.
Fótbolti Eldri borgarar Vinnumarkaður Mest lesið Paquetá kallar eftir stuðningi frá enska knattspyrnusambandinu Fótbolti Leiktímarnir í milliriðlinum klárir Handbolti Sjáðu allar bestu vörslur umferðarinnar Fótbolti „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Körfubolti Kolbeinn enn ósigraður eftir að hafa rotað Martinez Sport Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Leik Ajax og Groningen aflýst vegna óhóflegrar flugeldanotkunar Fótbolti Stuð í klefanum hjá Víkingum eftir að sætið var í höfn - myndband Íslenski boltinn Ísland vann riðilinn í Búlgaríu með yfirburðum Fótbolti Veiðifagn Stjörnumanna tekið í japönsku deildinni - myndband Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu allar bestu vörslur umferðarinnar Paquetá kallar eftir stuðningi frá enska knattspyrnusambandinu Leik Ajax og Groningen aflýst vegna óhóflegrar flugeldanotkunar Ágúst Eðvald heim í Þór Viking norskur meistari í fyrsta sinn síðan 1991 Sjáðu fíflaganginn hjá Paquetá: Fékk tvö gul með 54 sekúndna millibili Enn einn sigur Villa og Mávarnir á flugi Sanngjarnt jafntefli niðurstaðan Fyrsta deildarmark Isaks kom í langþráðum sigri „Mikilvægi Zirkzee fólst ekki bara í markinu“ Endurkomusigur United á Selhurst Park Sjáðu skallamark Andra Lucasar gegn Wrexham Segir að Dorgu sé að farast úr stressi í hvert sinn sem hann fær boltann Messi og félagar í úrslit MLS í fyrsta sinn Sjáðu endurkomusigur Sunderland og öll mörk gærdagsins Everton engin fyrirstaða fyrir Newcastle Sanngjarn sigur gestanna frá Fulham Andri Lucas á skotskónum í svekkjandi jafntefli Fjórir sigrar í röð hjá Börsungum Atli Sigurjónsson heim í Þór Ótrúleg endurkoma Sunderland og Igor Thiago hetja Brentford Mikael Egill lagði upp sigurmark Genoa Framlengir við Breiðablik og nálgast fimm hundruð leikina Foden kom City á beinu brautina á ný Palmer klár eftir að hafa tábrotnað heima hjá sér Baðst afsökunar á að hafa gert grín að nefi mótherja Sigursæl knattspyrnukona í herferð fyrir einstæðar mæður Starfsmaður Chelsea stal 34 milljónum af félaginu Dómari gaf sautján rauð spjöld í sama leik Man United vill að nýr Old Trafford verði klár fyrir HM kvenna Sjá meira