Á varðbergi vegna veðursins Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 7. október 2022 15:03 Mikið óveður í desember 2019 hafði þau áhrif af raflínustaurar kubbuðust niður. Vísir/Egill Landsnet er á varðbergi vegna óveðursins sem spáð er að skelli á stóran hluta landsins næstkomandi sunnudag. Varað hefur verið við því að ísing og selta geti sest á raflínur og valdið rafmagnsleysi. Viðvaranir eru í gildi fyrir allt landið vegna veðurs á sunnudaginn. Appelsínugular viðvaranir eru í gildi fyrir Norðurland vestra, eystra og Austurland að glettingi þar sem búist er við að mikil úrkoma og hvassviðri geti valdið usla. Við erum búin að vera að undirbúa okkur í morgun fyrir þetta veður sem er spáð um helgina, segir Steinunn Þorsteinsdóttur, upplýsingafulltrúi Landsnets í samtali við Vísi. Morguninn var nýttur til að funda með Veðurstofunni, Vegagerðinni og ýmsum aðilum til að leggja mat á þá stöðu sem upp gæti komið á sunnudaginn. „Til að rýna svolítið í það hvar mögulega gæti orðið áraun á kerfið hjá okkur. Við munum svo fylgjast vel með um helgina og bregðast við eftir þörfum. Við erum að auka mannskap hjá okkur í stjórnstöðinni og erum að skoða hvernig við mönnum út í mörkinni. Við munum taka þær ákvarðanir þegar veðrið liggur ljóst fyrir,“ segir Steinunn. Aðallega er horft á Norðausturlandið þar sem mikilli úrkomu er spáð í formi slyddu eða snjókomu, sem gæti haft áhrif á raflínur á svæðinu. „Við einblínum eins og spáin er núna á Norðausturlandið en það verður víða vont veður þannig að í raun er stór hluti af landinu undir,“ segir Steinunn. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra heggur ísingu af raflínu sem lagðist á jörðina í aftakaveðri sem gekk yfir landið í desember 2019.Vísir/Egill Aftakaveðrið í desember 2019 er mörgum í fersku minni þar sem víða varð rafmagnslaust. Selta hlóðst utan á raflínur og rafstöðvar og víða brotnuðu raflínurstaurar undan þungri ísingu sem hlóðst á línunar. Þó óvíst sé að veðrið nú verði af þeirri stærðargráðu hefur Landsnet vaðið fyrir neðan sig nú. „Við lærðum ótrúlega mikið af 2019-veðrinu og tökum þann lærdóm inn í þessa lægð ef hún verður eitthvað svipuð. Þannig að já, vonandi erum við betur í stakk búinn.“ Veður Orkumál Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Fleiri fréttir „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Sjá meira
Viðvaranir eru í gildi fyrir allt landið vegna veðurs á sunnudaginn. Appelsínugular viðvaranir eru í gildi fyrir Norðurland vestra, eystra og Austurland að glettingi þar sem búist er við að mikil úrkoma og hvassviðri geti valdið usla. Við erum búin að vera að undirbúa okkur í morgun fyrir þetta veður sem er spáð um helgina, segir Steinunn Þorsteinsdóttur, upplýsingafulltrúi Landsnets í samtali við Vísi. Morguninn var nýttur til að funda með Veðurstofunni, Vegagerðinni og ýmsum aðilum til að leggja mat á þá stöðu sem upp gæti komið á sunnudaginn. „Til að rýna svolítið í það hvar mögulega gæti orðið áraun á kerfið hjá okkur. Við munum svo fylgjast vel með um helgina og bregðast við eftir þörfum. Við erum að auka mannskap hjá okkur í stjórnstöðinni og erum að skoða hvernig við mönnum út í mörkinni. Við munum taka þær ákvarðanir þegar veðrið liggur ljóst fyrir,“ segir Steinunn. Aðallega er horft á Norðausturlandið þar sem mikilli úrkomu er spáð í formi slyddu eða snjókomu, sem gæti haft áhrif á raflínur á svæðinu. „Við einblínum eins og spáin er núna á Norðausturlandið en það verður víða vont veður þannig að í raun er stór hluti af landinu undir,“ segir Steinunn. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra heggur ísingu af raflínu sem lagðist á jörðina í aftakaveðri sem gekk yfir landið í desember 2019.Vísir/Egill Aftakaveðrið í desember 2019 er mörgum í fersku minni þar sem víða varð rafmagnslaust. Selta hlóðst utan á raflínur og rafstöðvar og víða brotnuðu raflínurstaurar undan þungri ísingu sem hlóðst á línunar. Þó óvíst sé að veðrið nú verði af þeirri stærðargráðu hefur Landsnet vaðið fyrir neðan sig nú. „Við lærðum ótrúlega mikið af 2019-veðrinu og tökum þann lærdóm inn í þessa lægð ef hún verður eitthvað svipuð. Þannig að já, vonandi erum við betur í stakk búinn.“
Veður Orkumál Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Fleiri fréttir „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Sjá meira