Flottur endir á góðu tímabili í Stóru Laxá Karl Lúðvíksson skrifar 3. október 2022 12:01 Þessi 97 sm hængur veiddist lokadaginn í Stóru Laxá Veiði er lokið í Stóru Laxá í Hreppum en tímabilið þar fór bæði vel og stað í byrjun sumars og kláraðist að sama skapi afskaplega vel. Heildarveiðin í ánni í sumar er 934 laxar og þar komu lokadagarnir ansi sterkir inn og þá sérstaklega í stórum löxum. Síðasta daginn var í það minnsta tveimur stórlöxum landað en annar var 96 sm og hinn 97 sm. Þar áður var búið að landa nokkrum á síðustu metrunum sem voru yfir 90 sm en líklega er hlutfall stórlaxa hvergi hærra á landinu en í Stóru Laxá. Það hefur verið mjög jöfn veiði á bæði neðra og efra svæðinu en veitt er á fjórar stangir á efra svæði (gamla svæði 4) og sex stangir á neðra svæðinu (gamla svæði 1-2-3). Næsta sumar verður nýtt veiðihús tekið í notkun fyrir neðra svæðið en það kemur til með að standa við brekkuna austanverða fyrir ofan Skarðsstrengi. Annar stórlax, 96 sm úr Stóru Laxá á lokadeginum Stangveiði Mest lesið Fyrstu fiskarnir komnir úr austurbakka Hólsár Veiði Miðfjarðará opnaði með 30 laxa holli Veiði Geldingatjörn kemur vel undan vetri Veiði Fimm laxveiðiár komnar yfir 1.000 laxa Veiði Sjáðu laxana í teljaranum í Búðarfossi Veiði Rétt og rangt við veitt og sleppt Veiði Fiskurinn tregur í köldu Þingvallavatni Veiði Krakkarnir eru mættir á bryggjurnar Veiði Það liggja dauðir urriðar á botni Þingvallavatns segir Kárastaðabóndinn Veiði Átta laxar á land í Kjósinni á fyrstu vakt! Veiði
Heildarveiðin í ánni í sumar er 934 laxar og þar komu lokadagarnir ansi sterkir inn og þá sérstaklega í stórum löxum. Síðasta daginn var í það minnsta tveimur stórlöxum landað en annar var 96 sm og hinn 97 sm. Þar áður var búið að landa nokkrum á síðustu metrunum sem voru yfir 90 sm en líklega er hlutfall stórlaxa hvergi hærra á landinu en í Stóru Laxá. Það hefur verið mjög jöfn veiði á bæði neðra og efra svæðinu en veitt er á fjórar stangir á efra svæði (gamla svæði 4) og sex stangir á neðra svæðinu (gamla svæði 1-2-3). Næsta sumar verður nýtt veiðihús tekið í notkun fyrir neðra svæðið en það kemur til með að standa við brekkuna austanverða fyrir ofan Skarðsstrengi. Annar stórlax, 96 sm úr Stóru Laxá á lokadeginum
Stangveiði Mest lesið Fyrstu fiskarnir komnir úr austurbakka Hólsár Veiði Miðfjarðará opnaði með 30 laxa holli Veiði Geldingatjörn kemur vel undan vetri Veiði Fimm laxveiðiár komnar yfir 1.000 laxa Veiði Sjáðu laxana í teljaranum í Búðarfossi Veiði Rétt og rangt við veitt og sleppt Veiði Fiskurinn tregur í köldu Þingvallavatni Veiði Krakkarnir eru mættir á bryggjurnar Veiði Það liggja dauðir urriðar á botni Þingvallavatns segir Kárastaðabóndinn Veiði Átta laxar á land í Kjósinni á fyrstu vakt! Veiði