Afbrotafræðingar efast um ágæti aukinna valdheimilda Árni Sæberg skrifar 2. október 2022 13:40 Margrét Valdimarsdóttir og Helgi Gunnlaugsson eru afbrotafræðingar. Bylgjan Afbrotafræðingar gera alvarlegar athugasemdir við fyrirhugaðar auknar valdheimildir lögreglu. Hvort sem þær birtast í aukinni vopnvæðingu eða auknum rannsóknarheimildum. Afbrotafræðingarnir Margrét Valdimarsdóttir og Helgi Gunnlaugsson ræddu fyrirhugða lagasetningu um aukna valdheimildir Lögreglu í þjóðslífsþættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Þau voru sammála um það að nú væri ekki rétti tíminn til þess að ráðast í breytingar á lögum um vopnaeign lögreglu og rannsóknarheimilda hennar. Helgi segir að mikilvægt sé að við hreyfum okkur hægt í því. „Sérstaklega líka ekki að fara að grípa til einhverra aðgerða út af einhverjum aðstæðum sem allt í einu koma upp, gera einhverja stóra breytingu eins og við höfum séð undanfarið sögulega séð, að menn grípa til stórra aðgerða í kjölfar einhverra mikilla aðburða,“ segir hann. Helgi nefnir til dæmis skotvopnavæðingu lögreglunnar í Danmörku. „Það var vegna þess að það voru lögreglumenn skotnir við skyldustörf. Bara næstu vikuna á eftir voru allir vopnaðir,“ segir hann. Gluggi opnast Margrét segist þó skilja stjórnmálamenn sem grípa tækifærið þegar atburðir á borð við rannsókn lögreglu á meintri skipulagningu hryðjuverka verða. „Maður skilur fólk í pólitík, að opnast gluggi til að fara í eitthvert samtal við samfélagið, um eitthvað sem þú vilt koma á framfæri. Svona „window of opportunity“ En ég held að það sé samt eins og Helgi er að benda á, það er samt sem áður ekki rétti tíminn að gera þetta í einhverju panikástandi,“ segir hún. Vilja frekar veita frekari heimildir fyrir eftirliti með lögreglu Þau Helgi og Margrét eru sammála um að mikilvægt sé að efla eftirlit með lögreglu áður en valdheimildir hennar eru auknar. „Nefnd um eftirlit með störfum lögreglunnar er ekki, eins og staðan er í dag, sú nefnd sem þarf að vera til staðar til að fylgjast með og hafa eftirlit með auknum rannsóknarheimildunum. Það þyrfti annaðhvort að byggja upp nýja nefnd eða þá að byggja ofan á þessa sem er núna og gefa henni auknar rannsóknarheimildir og heimildir til að gefa út ákæru,“ segir Margrét. Viðtal við þau Margréti og Helga má heyra í heild sinni hér að neðan: Lögreglan Sprengisandur Grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Tengdar fréttir Segir dómsmálaráðherra nýta sér ótta almennings Hæstaréttarlögmaður gagnrýnir fyrirhugaða lagasetningu dómsmálaráðherra um forvirkar rannsóknarheimildir harðlega. Hann segir tímasetningu frumvarpsins ekki vera tilviljun. 1. október 2022 11:26 „Viljum við búa í þannig samfélagi?“ Stjórnarformaður Snarrótarinnar segir að rafbyssuvæðing kunni að auka öryggi lögreglunnar, en ekki almennings. Ekki sé hægt að snúa til baka af þeirri braut ef lögregla vígbýst. Hæstaréttarlögmaður gagnrýnir tímasetningu áforma dómsmálaráðherra um forvirkar rannsóknarheimildir. 1. október 2022 23:01 Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Fleiri fréttir Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Sjá meira
Afbrotafræðingarnir Margrét Valdimarsdóttir og Helgi Gunnlaugsson ræddu fyrirhugða lagasetningu um aukna valdheimildir Lögreglu í þjóðslífsþættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Þau voru sammála um það að nú væri ekki rétti tíminn til þess að ráðast í breytingar á lögum um vopnaeign lögreglu og rannsóknarheimilda hennar. Helgi segir að mikilvægt sé að við hreyfum okkur hægt í því. „Sérstaklega líka ekki að fara að grípa til einhverra aðgerða út af einhverjum aðstæðum sem allt í einu koma upp, gera einhverja stóra breytingu eins og við höfum séð undanfarið sögulega séð, að menn grípa til stórra aðgerða í kjölfar einhverra mikilla aðburða,“ segir hann. Helgi nefnir til dæmis skotvopnavæðingu lögreglunnar í Danmörku. „Það var vegna þess að það voru lögreglumenn skotnir við skyldustörf. Bara næstu vikuna á eftir voru allir vopnaðir,“ segir hann. Gluggi opnast Margrét segist þó skilja stjórnmálamenn sem grípa tækifærið þegar atburðir á borð við rannsókn lögreglu á meintri skipulagningu hryðjuverka verða. „Maður skilur fólk í pólitík, að opnast gluggi til að fara í eitthvert samtal við samfélagið, um eitthvað sem þú vilt koma á framfæri. Svona „window of opportunity“ En ég held að það sé samt eins og Helgi er að benda á, það er samt sem áður ekki rétti tíminn að gera þetta í einhverju panikástandi,“ segir hún. Vilja frekar veita frekari heimildir fyrir eftirliti með lögreglu Þau Helgi og Margrét eru sammála um að mikilvægt sé að efla eftirlit með lögreglu áður en valdheimildir hennar eru auknar. „Nefnd um eftirlit með störfum lögreglunnar er ekki, eins og staðan er í dag, sú nefnd sem þarf að vera til staðar til að fylgjast með og hafa eftirlit með auknum rannsóknarheimildunum. Það þyrfti annaðhvort að byggja upp nýja nefnd eða þá að byggja ofan á þessa sem er núna og gefa henni auknar rannsóknarheimildir og heimildir til að gefa út ákæru,“ segir Margrét. Viðtal við þau Margréti og Helga má heyra í heild sinni hér að neðan:
Lögreglan Sprengisandur Grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Tengdar fréttir Segir dómsmálaráðherra nýta sér ótta almennings Hæstaréttarlögmaður gagnrýnir fyrirhugaða lagasetningu dómsmálaráðherra um forvirkar rannsóknarheimildir harðlega. Hann segir tímasetningu frumvarpsins ekki vera tilviljun. 1. október 2022 11:26 „Viljum við búa í þannig samfélagi?“ Stjórnarformaður Snarrótarinnar segir að rafbyssuvæðing kunni að auka öryggi lögreglunnar, en ekki almennings. Ekki sé hægt að snúa til baka af þeirri braut ef lögregla vígbýst. Hæstaréttarlögmaður gagnrýnir tímasetningu áforma dómsmálaráðherra um forvirkar rannsóknarheimildir. 1. október 2022 23:01 Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Fleiri fréttir Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Sjá meira
Segir dómsmálaráðherra nýta sér ótta almennings Hæstaréttarlögmaður gagnrýnir fyrirhugaða lagasetningu dómsmálaráðherra um forvirkar rannsóknarheimildir harðlega. Hann segir tímasetningu frumvarpsins ekki vera tilviljun. 1. október 2022 11:26
„Viljum við búa í þannig samfélagi?“ Stjórnarformaður Snarrótarinnar segir að rafbyssuvæðing kunni að auka öryggi lögreglunnar, en ekki almennings. Ekki sé hægt að snúa til baka af þeirri braut ef lögregla vígbýst. Hæstaréttarlögmaður gagnrýnir tímasetningu áforma dómsmálaráðherra um forvirkar rannsóknarheimildir. 1. október 2022 23:01