Lokatölur komnar víða úr laxveiðiánum Karl Lúðvíksson skrifar 28. september 2022 11:14 Veiði í sjálfbæru laxveiðiánum er að ljúka og lokatölur eru að berast úr ánum þessa dagana sem sýna að sumarið var heilt yfir ekki jafn slæmt og veiðimenn héldu að það yrði í upphafi. Miðfjarðará er sem stendur hæsta áin á listanum, þ.e.a.s. yfir sjálfbæru árnar, með 14.74 laxa sem er um 300 löxum minni veiði en í fyrra. Lokatölur úr Norðurá eru uppá 1.352 laxa sem er 89 löxum minna en í fyrra. Haffjarðará er með 870 laxa eða 44 löxum minna en í fyrra á meðan Laxá á Ásum bætir sigf milli ára og fer í 820 laxa á móti 600 löxum í fyrra. Hítará átti mjög góðan lokakafla í sumar en áin fór í 708 laxa á móti 548 löxum í fyrra. En þá eru það óvæntu tölurnar sem engin gerði ráð fyrir. Leirvogsá var frábær í sumar en heildartalan úr henni er 455 laxar á móti 279 löxum í fyrra á aðeins tvær stangir. Sama má segja úr Flókadalsá en hún fór í 519 laxa á meðan veiðin í fyrra var 281 lax sem þykir bara flott á þrjár stangir. Listann í heild sinni má finna á www.angling.is Stangveiði Mest lesið Fyrstu fiskarnir komnir úr austurbakka Hólsár Veiði Miðfjarðará opnaði með 30 laxa holli Veiði Geldingatjörn kemur vel undan vetri Veiði Fimm laxveiðiár komnar yfir 1.000 laxa Veiði Fimmta tölublað Veiðislóðar komið út Veiði Sjáðu laxana í teljaranum í Búðarfossi Veiði Laxá í Dölum gaf 34 laxa í gær Veiði Rétt og rangt við veitt og sleppt Veiði Fiskurinn tregur í köldu Þingvallavatni Veiði Krakkarnir eru mættir á bryggjurnar Veiði
Miðfjarðará er sem stendur hæsta áin á listanum, þ.e.a.s. yfir sjálfbæru árnar, með 14.74 laxa sem er um 300 löxum minni veiði en í fyrra. Lokatölur úr Norðurá eru uppá 1.352 laxa sem er 89 löxum minna en í fyrra. Haffjarðará er með 870 laxa eða 44 löxum minna en í fyrra á meðan Laxá á Ásum bætir sigf milli ára og fer í 820 laxa á móti 600 löxum í fyrra. Hítará átti mjög góðan lokakafla í sumar en áin fór í 708 laxa á móti 548 löxum í fyrra. En þá eru það óvæntu tölurnar sem engin gerði ráð fyrir. Leirvogsá var frábær í sumar en heildartalan úr henni er 455 laxar á móti 279 löxum í fyrra á aðeins tvær stangir. Sama má segja úr Flókadalsá en hún fór í 519 laxa á meðan veiðin í fyrra var 281 lax sem þykir bara flott á þrjár stangir. Listann í heild sinni má finna á www.angling.is
Stangveiði Mest lesið Fyrstu fiskarnir komnir úr austurbakka Hólsár Veiði Miðfjarðará opnaði með 30 laxa holli Veiði Geldingatjörn kemur vel undan vetri Veiði Fimm laxveiðiár komnar yfir 1.000 laxa Veiði Fimmta tölublað Veiðislóðar komið út Veiði Sjáðu laxana í teljaranum í Búðarfossi Veiði Laxá í Dölum gaf 34 laxa í gær Veiði Rétt og rangt við veitt og sleppt Veiði Fiskurinn tregur í köldu Þingvallavatni Veiði Krakkarnir eru mættir á bryggjurnar Veiði