Munu leggja til að þjóðminjavörður verði færður í fyrra starf Árni Sæberg skrifar 27. september 2022 22:47 Lilja Dögg Alfreðsdóttir (t.h.) skipaði Hörpu Þórisdóttur (t.v.) í starf þjóðminjavarðar án auglýsingar. Félag fornleifafræðinga vill að skipunin verði dregin til baka. Stjórnarráðið Félag fornleifafræðinga mun leggja til að nýskipaður þjóðminjavörður verði færður í fyrra starf sitt sem safnsstjóri Listasafns Íslands á fyrsta fundi nýstofnaðs samráðshóps um málefni höfuðsafnanna þriggja. Lilja Dögg Alfreðsdóttir menningar- og ferðamálaráðherra fundaði í gær með fulltrúum fagfélaga innan íslensks safna- og fræðasamfélags um stöðu Þjóðminjasafnsins vegna mikillar óánægju með skipun Hörpu Þórisdóttur í starf þjóðminjavarðar án auglýsingar. Á fundinum var ákveðið að stofna samráðshóp með ráðuneytinu og fagfélögum sem kemur saman í fyrsta sinn í næstu viku, að því er segir í færslu á Facebooksíðu Félags fornleifafræðinga. „Félagið mun leggja til að nýlega skipaður þjóðminjavörður verði færður aftur í sitt fyrra starf. Önnur lausn sem félagið mun leggja til er að skipaður verði ráðgjafahópur fagfólks sem gengið var framhjá við skipunina til þess að ræða framtíðarstefnu safnsins og hlutverk þjóðminjavarðar,“ segir í færslu fornfræðinga. Í færslunni segir jafnframt að stjórn Félags fornleifafræðinga hafi fyrir fundinn í gær vonast eftir heiðarleika og hugrekki af hálfu Lilju Daggar. „Okkur þykir sárt að þrátt fyrir að harma vinnubrögð sín hyggist ráðherra ekki leiðrétta þau,“ segir stjórnin. Lilja Dögg vísaði því á bug að harma skipun Hörpu í starf þjóðminjavarðar, í samtali við fréttastofu í dag. Hún sagði að ekki stæði til að draga skipunina til baka en að hins vegar hefði mátt auglýsa stöðuna til að skapa sátt um skipunina. Í pallborðsumræðum á fagráðstefnu safnafólks á föstudaginn sagði Lilja að hún harmaði að safnafólk upplifði skipun Hörpu án auglýsingar sem virðingarleysi gagnvart þeirra merku störfum. „Ég get bara sagt það við ykkur ef ég hefði áttað mig betur á þessu þá hefði ég bara gert það [auglýst stöðuna] og það hefði ekki verið neitt mál og ég bara harma það að við séum komin í þessa stöðu og það er ekki ykkur að kenna – ég ber ábyrgð á því og ég þarf að finna út úr því í samstarfi við ykkur hvernig við hugum að Þjóðminjasafninu og hvort það sé eitthvað þarna sem þið getið komið með að borðinu til þess að auka traust. Ekkert er fjarri mínum huga en að sýna ykkur vanvirðingu. Ég er bara miður mín yfir því, bara að segja það,“ sagði Lilja Dögg. „Dapurlegt er að enn hafi ekki komið fram nein málefnaleg eða fagleg rök fyrir því að skipa þjóðminjavörð með þeim hætti sem gert var. Ekkert nýtt kom fram í svörum ráðuneytis hvað það varðar á fundinum; enn er skipuninni lýst eins og um tilfærslu hvers annars embættismanns væri að ræða — ekki forstöðumanns eins höfuðsafna íslenskrar menningar,“ segir Félag fornleifafræðinga. Deilur um skipun þjóðminjavarðar Söfn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Stjórnsýsla Tengdar fréttir Fyrrverandi starfsmenn lýsa afar ófaglegum vinnubrögðum safnstjórans Nokkrir fyrrverandi starfsmenn Listasafns Íslands lýsa afar ófaglegum stjórnunarstíl fyrrum safnsstjóra sem hefur nú verið skipuð án auglýsingar sem þjóðminjavörður. Nefndarmaður Pírata í stjórnskipunar-og eftirlitsnefnd Alþingis vill fá menningarmálaráðherra fyrir nefndina vegna ráðningarinnar. 2. september 2022 12:22 Starfsmenn Þjóðminjasafns harma verklag Lilju Enn ein yfirlýsingin hefur nú litið dagsins ljós þar sem skipan Lilju D. Alfreðsdóttur safnaráðherra á Hörpu Þórsdóttur sem nýjum þjóðminjaverði er fordæmd. Þannig liggur fyrir að Harpa er ekki að taka við stöðunni við ákjósanlegustu aðstæður. 1. september 2022 13:39 Fornleifafræðingar og þjóðfræðingar gefa lítið fyrir svör Lilju Stjórnir Félags fornleifafræðinga og Félags þjóðfræðinga gefa lítið fyrir svör Lilju Alfreðsdóttur, menningar- og viðskiptaráðherra, við gagnrýni á ákvörðun hennar um skipun nýs þjóðminjavarðar. Að mati félaganna lýsir skipunin alvarlegum skilningsskorti ráðherrans á hlutverki Þjóðminjasafnsins og mikilvægis þess í íslensku samfélagi. 31. ágúst 2022 08:32 Harpa sé hæf og staða Þjóðminjavarðar því ekki auglýst Lilja Dögg Alfreðsdóttir, safnaráðherra, hefur mátt sæta harðri gagnrýni vegna skipunar í stöðu Þjóðminjavarðar, án auglýsingar. Hún vísar gagnrýni á bug, vísar til lagaheimildar og segir Hörpu Þórsdóttur virkilega hæfa í starfið. 30. ágúst 2022 12:16 Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Innlent Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Innlent Fleiri fréttir Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað Sjá meira
Lilja Dögg Alfreðsdóttir menningar- og ferðamálaráðherra fundaði í gær með fulltrúum fagfélaga innan íslensks safna- og fræðasamfélags um stöðu Þjóðminjasafnsins vegna mikillar óánægju með skipun Hörpu Þórisdóttur í starf þjóðminjavarðar án auglýsingar. Á fundinum var ákveðið að stofna samráðshóp með ráðuneytinu og fagfélögum sem kemur saman í fyrsta sinn í næstu viku, að því er segir í færslu á Facebooksíðu Félags fornleifafræðinga. „Félagið mun leggja til að nýlega skipaður þjóðminjavörður verði færður aftur í sitt fyrra starf. Önnur lausn sem félagið mun leggja til er að skipaður verði ráðgjafahópur fagfólks sem gengið var framhjá við skipunina til þess að ræða framtíðarstefnu safnsins og hlutverk þjóðminjavarðar,“ segir í færslu fornfræðinga. Í færslunni segir jafnframt að stjórn Félags fornleifafræðinga hafi fyrir fundinn í gær vonast eftir heiðarleika og hugrekki af hálfu Lilju Daggar. „Okkur þykir sárt að þrátt fyrir að harma vinnubrögð sín hyggist ráðherra ekki leiðrétta þau,“ segir stjórnin. Lilja Dögg vísaði því á bug að harma skipun Hörpu í starf þjóðminjavarðar, í samtali við fréttastofu í dag. Hún sagði að ekki stæði til að draga skipunina til baka en að hins vegar hefði mátt auglýsa stöðuna til að skapa sátt um skipunina. Í pallborðsumræðum á fagráðstefnu safnafólks á föstudaginn sagði Lilja að hún harmaði að safnafólk upplifði skipun Hörpu án auglýsingar sem virðingarleysi gagnvart þeirra merku störfum. „Ég get bara sagt það við ykkur ef ég hefði áttað mig betur á þessu þá hefði ég bara gert það [auglýst stöðuna] og það hefði ekki verið neitt mál og ég bara harma það að við séum komin í þessa stöðu og það er ekki ykkur að kenna – ég ber ábyrgð á því og ég þarf að finna út úr því í samstarfi við ykkur hvernig við hugum að Þjóðminjasafninu og hvort það sé eitthvað þarna sem þið getið komið með að borðinu til þess að auka traust. Ekkert er fjarri mínum huga en að sýna ykkur vanvirðingu. Ég er bara miður mín yfir því, bara að segja það,“ sagði Lilja Dögg. „Dapurlegt er að enn hafi ekki komið fram nein málefnaleg eða fagleg rök fyrir því að skipa þjóðminjavörð með þeim hætti sem gert var. Ekkert nýtt kom fram í svörum ráðuneytis hvað það varðar á fundinum; enn er skipuninni lýst eins og um tilfærslu hvers annars embættismanns væri að ræða — ekki forstöðumanns eins höfuðsafna íslenskrar menningar,“ segir Félag fornleifafræðinga.
Deilur um skipun þjóðminjavarðar Söfn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Stjórnsýsla Tengdar fréttir Fyrrverandi starfsmenn lýsa afar ófaglegum vinnubrögðum safnstjórans Nokkrir fyrrverandi starfsmenn Listasafns Íslands lýsa afar ófaglegum stjórnunarstíl fyrrum safnsstjóra sem hefur nú verið skipuð án auglýsingar sem þjóðminjavörður. Nefndarmaður Pírata í stjórnskipunar-og eftirlitsnefnd Alþingis vill fá menningarmálaráðherra fyrir nefndina vegna ráðningarinnar. 2. september 2022 12:22 Starfsmenn Þjóðminjasafns harma verklag Lilju Enn ein yfirlýsingin hefur nú litið dagsins ljós þar sem skipan Lilju D. Alfreðsdóttur safnaráðherra á Hörpu Þórsdóttur sem nýjum þjóðminjaverði er fordæmd. Þannig liggur fyrir að Harpa er ekki að taka við stöðunni við ákjósanlegustu aðstæður. 1. september 2022 13:39 Fornleifafræðingar og þjóðfræðingar gefa lítið fyrir svör Lilju Stjórnir Félags fornleifafræðinga og Félags þjóðfræðinga gefa lítið fyrir svör Lilju Alfreðsdóttur, menningar- og viðskiptaráðherra, við gagnrýni á ákvörðun hennar um skipun nýs þjóðminjavarðar. Að mati félaganna lýsir skipunin alvarlegum skilningsskorti ráðherrans á hlutverki Þjóðminjasafnsins og mikilvægis þess í íslensku samfélagi. 31. ágúst 2022 08:32 Harpa sé hæf og staða Þjóðminjavarðar því ekki auglýst Lilja Dögg Alfreðsdóttir, safnaráðherra, hefur mátt sæta harðri gagnrýni vegna skipunar í stöðu Þjóðminjavarðar, án auglýsingar. Hún vísar gagnrýni á bug, vísar til lagaheimildar og segir Hörpu Þórsdóttur virkilega hæfa í starfið. 30. ágúst 2022 12:16 Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Innlent Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Innlent Fleiri fréttir Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað Sjá meira
Fyrrverandi starfsmenn lýsa afar ófaglegum vinnubrögðum safnstjórans Nokkrir fyrrverandi starfsmenn Listasafns Íslands lýsa afar ófaglegum stjórnunarstíl fyrrum safnsstjóra sem hefur nú verið skipuð án auglýsingar sem þjóðminjavörður. Nefndarmaður Pírata í stjórnskipunar-og eftirlitsnefnd Alþingis vill fá menningarmálaráðherra fyrir nefndina vegna ráðningarinnar. 2. september 2022 12:22
Starfsmenn Þjóðminjasafns harma verklag Lilju Enn ein yfirlýsingin hefur nú litið dagsins ljós þar sem skipan Lilju D. Alfreðsdóttur safnaráðherra á Hörpu Þórsdóttur sem nýjum þjóðminjaverði er fordæmd. Þannig liggur fyrir að Harpa er ekki að taka við stöðunni við ákjósanlegustu aðstæður. 1. september 2022 13:39
Fornleifafræðingar og þjóðfræðingar gefa lítið fyrir svör Lilju Stjórnir Félags fornleifafræðinga og Félags þjóðfræðinga gefa lítið fyrir svör Lilju Alfreðsdóttur, menningar- og viðskiptaráðherra, við gagnrýni á ákvörðun hennar um skipun nýs þjóðminjavarðar. Að mati félaganna lýsir skipunin alvarlegum skilningsskorti ráðherrans á hlutverki Þjóðminjasafnsins og mikilvægis þess í íslensku samfélagi. 31. ágúst 2022 08:32
Harpa sé hæf og staða Þjóðminjavarðar því ekki auglýst Lilja Dögg Alfreðsdóttir, safnaráðherra, hefur mátt sæta harðri gagnrýni vegna skipunar í stöðu Þjóðminjavarðar, án auglýsingar. Hún vísar gagnrýni á bug, vísar til lagaheimildar og segir Hörpu Þórsdóttur virkilega hæfa í starfið. 30. ágúst 2022 12:16