Breyta fyrirkomulagi launagreiðslna ríkisstarfsmanna eftir gagnrýni Fanndís Birna Logadóttir skrifar 27. september 2022 09:11 Ríkisstarfsmenn gagnrýndu það í sumar að laun þeirra yrðu ekki greidd út fyrr en eftir verslunarmannahelgi. Vísir/Vilhelm Fjármála- og efnahagsráðuneytið hefur heimilað Fjársýslunni að breyta fyrirkomulaginu á launagreiðslum ríkisstarfsmanna eftir mikla gagnrýni á fyrirkomulagið. Með breytingunni verða laun greidd út fyrsta hvers mánaðar, óháð því hvort dagsetningin lendi á helgi eða lögbundnum frídegi. Töluverðrar óánægju gætti meðal ríkisstarfsmanna í sumar þegar greint var frá því að laun yrðu ekki greidd út fyrr en eftir verslunarmannahelgi. Fjársýslan sagði það ekki nýtt af nálinni en lögum samkvæmt væru laun ekki greidd út fyrr en fyrsta virka dag hvers mánaðar. Formaður Sameykis sagði í samtali við fréttastofu í lok júlí að breyta þyrfti því fyrirkomulagi að laun væru alltaf greidd út fyrsta virka dag hvers mánaðar. Þá höfðu fjölmargir ríkisstarfsmenn samband við fréttastofu og sögðust ekki kannast við fullyrðingar Fjársýslunnar, þeir hefðu nánast alltaf fengið laun sín greidd síðasta virka dag hvers mánaðar þegar fyrsti dagur lenti ekki á virkum degi. Að sögn Fjársýslunnar væri það kerfum viðskiptabankanna að kenna. Laun greidd út fyrsta hvers mánaðar án undantekninga Fjársýslan hefur þó tekið athugasemdir ríkisstarfsmanna til sín um seinkun útgreiðslu launa og ákveðið að gera breytingar á fyrirkomulaginu. Að því er kemur fram í tilkynningu á vef Fjársýslunnar verða laun nú greidd án undantekninga fyrsta hvers mánaðar með heimild fjármála- og efnahagsráðuneytisins. „Ákvörðun ráðuneytisins er að frá og með næstu mánaðamótum verða laun ríkisstarfsmanna ávallt greidd út fyrsta dag mánaðar alla mánuði ársins. Á það einnig við þegar fyrsta dag mánaðar ber upp á helgi eða lögbundinn frídag,“ segir í tilkynningunni. Þetta á næst við um mánaðarmótin en fyrsti október ber upp á laugardag. Kjaramál Fjármál heimilisins Tengdar fréttir Fjársýsla ríkisins kennir kerfum viðskiptabanka um snemmbúnar launagreiðslur Rétt í þessu birtist tilkynning frá Fjársýslu ríkisins þar sem fram kemur að ekki sé um breytta framkvæmd að ræða þegar kemur að greiðslum til starfsmanna. Fjársýslan hafi ekki heimild til þess samkvæmt lögum. 27. júlí 2022 18:21 Mest lesið „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Lögreglan leitar að Óla Erni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Innlent Fleiri fréttir Lögreglan leitar að Óla Erni „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Sjá meira
Töluverðrar óánægju gætti meðal ríkisstarfsmanna í sumar þegar greint var frá því að laun yrðu ekki greidd út fyrr en eftir verslunarmannahelgi. Fjársýslan sagði það ekki nýtt af nálinni en lögum samkvæmt væru laun ekki greidd út fyrr en fyrsta virka dag hvers mánaðar. Formaður Sameykis sagði í samtali við fréttastofu í lok júlí að breyta þyrfti því fyrirkomulagi að laun væru alltaf greidd út fyrsta virka dag hvers mánaðar. Þá höfðu fjölmargir ríkisstarfsmenn samband við fréttastofu og sögðust ekki kannast við fullyrðingar Fjársýslunnar, þeir hefðu nánast alltaf fengið laun sín greidd síðasta virka dag hvers mánaðar þegar fyrsti dagur lenti ekki á virkum degi. Að sögn Fjársýslunnar væri það kerfum viðskiptabankanna að kenna. Laun greidd út fyrsta hvers mánaðar án undantekninga Fjársýslan hefur þó tekið athugasemdir ríkisstarfsmanna til sín um seinkun útgreiðslu launa og ákveðið að gera breytingar á fyrirkomulaginu. Að því er kemur fram í tilkynningu á vef Fjársýslunnar verða laun nú greidd án undantekninga fyrsta hvers mánaðar með heimild fjármála- og efnahagsráðuneytisins. „Ákvörðun ráðuneytisins er að frá og með næstu mánaðamótum verða laun ríkisstarfsmanna ávallt greidd út fyrsta dag mánaðar alla mánuði ársins. Á það einnig við þegar fyrsta dag mánaðar ber upp á helgi eða lögbundinn frídag,“ segir í tilkynningunni. Þetta á næst við um mánaðarmótin en fyrsti október ber upp á laugardag.
Kjaramál Fjármál heimilisins Tengdar fréttir Fjársýsla ríkisins kennir kerfum viðskiptabanka um snemmbúnar launagreiðslur Rétt í þessu birtist tilkynning frá Fjársýslu ríkisins þar sem fram kemur að ekki sé um breytta framkvæmd að ræða þegar kemur að greiðslum til starfsmanna. Fjársýslan hafi ekki heimild til þess samkvæmt lögum. 27. júlí 2022 18:21 Mest lesið „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Lögreglan leitar að Óla Erni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Innlent Fleiri fréttir Lögreglan leitar að Óla Erni „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Sjá meira
Fjársýsla ríkisins kennir kerfum viðskiptabanka um snemmbúnar launagreiðslur Rétt í þessu birtist tilkynning frá Fjársýslu ríkisins þar sem fram kemur að ekki sé um breytta framkvæmd að ræða þegar kemur að greiðslum til starfsmanna. Fjársýslan hafi ekki heimild til þess samkvæmt lögum. 27. júlí 2022 18:21
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent