Cecilía Rán Rúnarsdóttir var á meðal varamanna Bayern í leiknum og sat hún allan leikinn á varamannabekknum. Er þetta í fyrsta skipti sem Cecilía er í leikmannahóp frá því að hún puttabrotnaði á æfingu með íslenska landsliðinu á EM í sumar.
Karólína Lea Vilhjálmsdóttir var ekki í leikmannahópi Bayern í dag vegna meiðsla aftan í læri.
Giulia Gwinn, Jovana Damnjanovic og Linda Dallmann skoruðu mörk Bayern München í leiknum.
Bayern fer upp í þriðja sæti deildarinnar með sigrinum en Bayern er nú með fjögur stig eftir tvo leiki. Werder Bremen er á sama tíma í 8. sæti með eitt stig eftir jafn marga leiki.