„Liðsfélagarnir hafa áttað sig á því að ég er gjörsamlega klikkaður“ Valur Páll Eiríksson skrifar 21. september 2022 10:31 Rüdiger kann vel við sig í Madríd. Thearon W. Henderson/Getty Images Antonio Rüdiger hefur gengið vel að aðlagast nýju landi og félagi eftir skipti sín frá Chelsea á Englandi til Real Madrid á Spáni í sumar. Hann ber Carlo Ancelotti vel söguna. „Fyrstu mánuðirnir í Madríd gætu ekki hafa verið betri. Úrslitin hafa verið góð, við njótum okkar sem lið og mér hefur gengið vel að aðlagast. Ef ég á að vera hreinskilinn, hefur ekkert lið tekið eins vel á móti mér,“ segir Rüdiger í viðtali við Sport1 á Spáni. Hann segir þá að hann hafi þurft að finna sér nýtt viðurnefni, hið hefðbundna, Toni sé frátekið. „Toni var þegar tekið þar sem það á við um Toni Kroos. Þjálfarateymið kallar mig Antonio og liðsfélagarnir Rudi. Það er óhætt að segja að þeir hafa allir þegar áttað sig á því að ég er gjörsamlega klikkaður náungi,“ segir Rüdiger. Rüdiger segir þá að Carlo Ancelotti, þjálfari liðsins, hafi tekið afar vel á móti sér eftir komuna til spænsku höfuðborgarinnar. „Ég hafði verið í nýja húsinu okkar í Madríd í aðeins nokkrar klukkustundir með fjölskyldunni. Við vorum með grillveislu og dyrabjallan hringdi. Ég opnaði dyrnar og Ancelotti var mættur, vá! Hann settist með okkur og hitti fjölskylduna. Hann er mjög vingjarnlegur og almennilegur náungi. Hann sat með okkur í tvær klukkustundur og við ræddum allt milli himins og jarðar,“ segir Rüdiger. Real Madrid á bæði spænskan meistaratitil og Meistaradeildartitil að verja. Titilvörn beggja hefur farið fullkomnlega af stað þar sem félagið er með fullt hús stiga eftir sex umferðir á Spáni og hefur unnið fyrstu tvo leiki sína í Meistaradeildinni. Liðið vann þá einnig Ofurbikar Evrópu í haust. Spænski boltinn Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn Í beinni: Tindastóll - Álftanes | Rosalegt einvígi á Króknum Körfubolti Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Fótbolti Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Enski boltinn Leik lokið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Íslenski boltinn Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Enski boltinn „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn Valur og KR unnu Scania Cup Körfubolti Dagskráin í dag: Íslenskt góðgæti með erlendu kryddi Sport Fjörutíu mínútna hlé eftir að peningi var kastað í dómara Fótbolti Fleiri fréttir Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Í beinni: Þór/KA - Tindastóll | Slagurinn um Norðurland Í beinni: FHL - Valur | Fyrsti leikur í Fjarðabyggðarhöllinni Guðrún og Katla með stoðsendingar í Íslendingaslag Lewandowski frá næstu vikurnar og missir af stórleikjum Enn eitt jafnteflið hjá Lyngby Fimmtán ára bjargaði stigi fyrir Brøndby „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Fjörutíu mínútna hlé eftir að peningi var kastað í dómara Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Valverde bjargaði vondri viku Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Hákon nær Meistaradeildinni en Mikael áfram í fallsæti Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt Sjá meira
„Fyrstu mánuðirnir í Madríd gætu ekki hafa verið betri. Úrslitin hafa verið góð, við njótum okkar sem lið og mér hefur gengið vel að aðlagast. Ef ég á að vera hreinskilinn, hefur ekkert lið tekið eins vel á móti mér,“ segir Rüdiger í viðtali við Sport1 á Spáni. Hann segir þá að hann hafi þurft að finna sér nýtt viðurnefni, hið hefðbundna, Toni sé frátekið. „Toni var þegar tekið þar sem það á við um Toni Kroos. Þjálfarateymið kallar mig Antonio og liðsfélagarnir Rudi. Það er óhætt að segja að þeir hafa allir þegar áttað sig á því að ég er gjörsamlega klikkaður náungi,“ segir Rüdiger. Rüdiger segir þá að Carlo Ancelotti, þjálfari liðsins, hafi tekið afar vel á móti sér eftir komuna til spænsku höfuðborgarinnar. „Ég hafði verið í nýja húsinu okkar í Madríd í aðeins nokkrar klukkustundir með fjölskyldunni. Við vorum með grillveislu og dyrabjallan hringdi. Ég opnaði dyrnar og Ancelotti var mættur, vá! Hann settist með okkur og hitti fjölskylduna. Hann er mjög vingjarnlegur og almennilegur náungi. Hann sat með okkur í tvær klukkustundur og við ræddum allt milli himins og jarðar,“ segir Rüdiger. Real Madrid á bæði spænskan meistaratitil og Meistaradeildartitil að verja. Titilvörn beggja hefur farið fullkomnlega af stað þar sem félagið er með fullt hús stiga eftir sex umferðir á Spáni og hefur unnið fyrstu tvo leiki sína í Meistaradeildinni. Liðið vann þá einnig Ofurbikar Evrópu í haust.
Spænski boltinn Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn Í beinni: Tindastóll - Álftanes | Rosalegt einvígi á Króknum Körfubolti Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Fótbolti Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Enski boltinn Leik lokið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Íslenski boltinn Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Enski boltinn „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn Valur og KR unnu Scania Cup Körfubolti Dagskráin í dag: Íslenskt góðgæti með erlendu kryddi Sport Fjörutíu mínútna hlé eftir að peningi var kastað í dómara Fótbolti Fleiri fréttir Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Í beinni: Þór/KA - Tindastóll | Slagurinn um Norðurland Í beinni: FHL - Valur | Fyrsti leikur í Fjarðabyggðarhöllinni Guðrún og Katla með stoðsendingar í Íslendingaslag Lewandowski frá næstu vikurnar og missir af stórleikjum Enn eitt jafnteflið hjá Lyngby Fimmtán ára bjargaði stigi fyrir Brøndby „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Fjörutíu mínútna hlé eftir að peningi var kastað í dómara Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Valverde bjargaði vondri viku Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Hákon nær Meistaradeildinni en Mikael áfram í fallsæti Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt Sjá meira