„Liðsfélagarnir hafa áttað sig á því að ég er gjörsamlega klikkaður“ Valur Páll Eiríksson skrifar 21. september 2022 10:31 Rüdiger kann vel við sig í Madríd. Thearon W. Henderson/Getty Images Antonio Rüdiger hefur gengið vel að aðlagast nýju landi og félagi eftir skipti sín frá Chelsea á Englandi til Real Madrid á Spáni í sumar. Hann ber Carlo Ancelotti vel söguna. „Fyrstu mánuðirnir í Madríd gætu ekki hafa verið betri. Úrslitin hafa verið góð, við njótum okkar sem lið og mér hefur gengið vel að aðlagast. Ef ég á að vera hreinskilinn, hefur ekkert lið tekið eins vel á móti mér,“ segir Rüdiger í viðtali við Sport1 á Spáni. Hann segir þá að hann hafi þurft að finna sér nýtt viðurnefni, hið hefðbundna, Toni sé frátekið. „Toni var þegar tekið þar sem það á við um Toni Kroos. Þjálfarateymið kallar mig Antonio og liðsfélagarnir Rudi. Það er óhætt að segja að þeir hafa allir þegar áttað sig á því að ég er gjörsamlega klikkaður náungi,“ segir Rüdiger. Rüdiger segir þá að Carlo Ancelotti, þjálfari liðsins, hafi tekið afar vel á móti sér eftir komuna til spænsku höfuðborgarinnar. „Ég hafði verið í nýja húsinu okkar í Madríd í aðeins nokkrar klukkustundir með fjölskyldunni. Við vorum með grillveislu og dyrabjallan hringdi. Ég opnaði dyrnar og Ancelotti var mættur, vá! Hann settist með okkur og hitti fjölskylduna. Hann er mjög vingjarnlegur og almennilegur náungi. Hann sat með okkur í tvær klukkustundur og við ræddum allt milli himins og jarðar,“ segir Rüdiger. Real Madrid á bæði spænskan meistaratitil og Meistaradeildartitil að verja. Titilvörn beggja hefur farið fullkomnlega af stað þar sem félagið er með fullt hús stiga eftir sex umferðir á Spáni og hefur unnið fyrstu tvo leiki sína í Meistaradeildinni. Liðið vann þá einnig Ofurbikar Evrópu í haust. Spænski boltinn Mest lesið „Ég hélt að við værum komin lengra“ Enski boltinn Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Enski boltinn „Betra er seint en aldrei“ Enski boltinn „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun Fótbolti Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Enski boltinn Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Körfubolti ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Handbolti Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Fótbolti Kristall farinn að skora aftur eftir meiðslin Fótbolti Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik Enski boltinn Fleiri fréttir „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Kristall farinn að skora aftur eftir meiðslin Aston Villa sektað og bannað að nota marga bolta „Allt er þegar þrennt er“ Liverpool kaupir ungan ítalskan miðvörð Brentford að slá félagaskiptametið Allar tilfinningarnar í gangi Enska augnablikið: Hamingjureiturinn Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik „Tölfræðin er eins og bikiní“ Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld Táningi hótað lífláti þrátt fyrir sigurinn á Víkingum „Maður er búinn að vera á nálum“ Hentu ferðatöskum inn á völlinn í miðjum leik Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald Karólína Lea valin best í fyrsta leik Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum „Galið og fáránlegt“ Sjá meira
„Fyrstu mánuðirnir í Madríd gætu ekki hafa verið betri. Úrslitin hafa verið góð, við njótum okkar sem lið og mér hefur gengið vel að aðlagast. Ef ég á að vera hreinskilinn, hefur ekkert lið tekið eins vel á móti mér,“ segir Rüdiger í viðtali við Sport1 á Spáni. Hann segir þá að hann hafi þurft að finna sér nýtt viðurnefni, hið hefðbundna, Toni sé frátekið. „Toni var þegar tekið þar sem það á við um Toni Kroos. Þjálfarateymið kallar mig Antonio og liðsfélagarnir Rudi. Það er óhætt að segja að þeir hafa allir þegar áttað sig á því að ég er gjörsamlega klikkaður náungi,“ segir Rüdiger. Rüdiger segir þá að Carlo Ancelotti, þjálfari liðsins, hafi tekið afar vel á móti sér eftir komuna til spænsku höfuðborgarinnar. „Ég hafði verið í nýja húsinu okkar í Madríd í aðeins nokkrar klukkustundir með fjölskyldunni. Við vorum með grillveislu og dyrabjallan hringdi. Ég opnaði dyrnar og Ancelotti var mættur, vá! Hann settist með okkur og hitti fjölskylduna. Hann er mjög vingjarnlegur og almennilegur náungi. Hann sat með okkur í tvær klukkustundur og við ræddum allt milli himins og jarðar,“ segir Rüdiger. Real Madrid á bæði spænskan meistaratitil og Meistaradeildartitil að verja. Titilvörn beggja hefur farið fullkomnlega af stað þar sem félagið er með fullt hús stiga eftir sex umferðir á Spáni og hefur unnið fyrstu tvo leiki sína í Meistaradeildinni. Liðið vann þá einnig Ofurbikar Evrópu í haust.
Spænski boltinn Mest lesið „Ég hélt að við værum komin lengra“ Enski boltinn Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Enski boltinn „Betra er seint en aldrei“ Enski boltinn „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun Fótbolti Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Enski boltinn Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Körfubolti ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Handbolti Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Fótbolti Kristall farinn að skora aftur eftir meiðslin Fótbolti Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik Enski boltinn Fleiri fréttir „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Kristall farinn að skora aftur eftir meiðslin Aston Villa sektað og bannað að nota marga bolta „Allt er þegar þrennt er“ Liverpool kaupir ungan ítalskan miðvörð Brentford að slá félagaskiptametið Allar tilfinningarnar í gangi Enska augnablikið: Hamingjureiturinn Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik „Tölfræðin er eins og bikiní“ Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld Táningi hótað lífláti þrátt fyrir sigurinn á Víkingum „Maður er búinn að vera á nálum“ Hentu ferðatöskum inn á völlinn í miðjum leik Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald Karólína Lea valin best í fyrsta leik Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum „Galið og fáránlegt“ Sjá meira