„Fór þarna inn með látum og hélt að ég væri besti þjálfari í heimi“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 21. september 2022 07:00 Heimir Hallgrímsson stýrði íslenska landsliðinu í alls sjö ár, fyrst sem aðstoðarþjálfari og svo aðalþjálfari. Hann var fyrir helgi kynntur sem nýr þjálfari Jamíka. VÍSIR/VILHELM Heimir Hallgrímsson var fyrir helgi ráðinn þjálfari Jamaíka í fótbolta. Hann segist hafa tapað gleðinni á að vera í boltanum þegar hann þjálfaði í Katar, en fundið hana á ný heima í Vestmannaeyjum. „Fyrst þurfti ég bara á fríi að halda. Ég var orðinn svolítið leiður á þessu eftir þessi þrjú ár í Katar,“ sagði Heimir í samtali við Stöð 2 í gær. „Ég gerði mistök þegar ég framlengdi um eitt ár þar sem ég hefði ekki átt að gera og missti svolítið gleðina þetta seinasta ár. Ég þurfti bara frí og svo kom gleðin aftur þegar ég fékk að vera með Hemma [Hermanni Hreiðarssyni] hjá ÍBV.“ Með gleðina að vopni er Heimi ætlað að koma Jamaíka á HM 2026. Hann er reynslunni ríkari eftir dvöl sína í Katar og segir að það muni hjálpa sér í nýja starfinu. „Mér lýst vel á mjög margt. Ég held að þetta sé svolítið í kúltúrnum, svona svolítið seint að gera hlutina og menn eru ekkert að flýta sér og svoleiðis. Þannig að ég á örugglega eftir að eiga erfitt með sumt hérna, en þá verð ég bara eftir að læra inn á það.“ „Ef það eitthvað sem bætti mig í þarna úti í Persaflóa þá er það það að ég fór náttúrulega þarna inn með látum og hélt að ég væri besti þjálfari í heimi og ætlaði að breyta öllum í Íslendinga. En ég komst að því að það var ég sem þurfti að aðlagast og breytast og það tók mig svolítið langan tíma að fatta það að ég fékk meira út úr öllum í kringum mig ef ég lærði svolítið meira inn á kúltúrinn.“ „Ég held að það sé það nákvæmlega sama hér. Ég þarf bara að læra það hvernig er best að vinna með fólki hérna og allt það sem ég er vanur er kannski alveg það sem að gerist hér. Þannig að þetta er líka ákveðin auðmýkt og skynsemi, hvað er hægt og hvað er ekki hægt og að finna einhvern ákveðin balance í þessu,“ sagði Heimir Hallgrímsson, nýráðinn þjálfari Jamaíku, að lokum. Viðtalið við Heimi má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Missti gleðina í Katar en fann hana aftur í Vestmannaeyjum Fótbolti Katarski boltinn Heimir Hallgrímsson þjálfar landslið Jamaíku Mest lesið „Ég hélt ég myndi deyja“ Enski boltinn Klúðraði gullgreininni sinni: „Ég er enn í áfalli“ Sport „Enginn vildi að ég myndi vinna“ Sport Senda samúðarkveðjur eftir að nánir vinir Joshua létust í banaslysinu Sport Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Handbolti Þungarokkið þaut áfram en á eftir að kaupa afmælisgjöf handa konunni Sport Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Enski boltinn Ekki góð ferð til Rómarborgar í kvöld Fótbolti Fór grátandi upp á sjúkrahús eftir fall stuttu fyrir ÓL Sport Sarri gekkst undir hjartaaðgerð Fótbolti Fleiri fréttir „Ég hélt ég myndi deyja“ Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Ekki góð ferð til Rómarborgar í kvöld Heimamenn í ham og El Kaabi skoraði aftur með hjólhestaspyrnu Sarri gekkst undir hjartaaðgerð Vildi ekki láta undan pressu frá fjölmiðlamönnum Hvíldu Mo Salah en unnu samt riðilinn Beint frá Blikum til Boston í bandarísku deildinni Man Utd samdi við fyrrum liðsfélaga Glódísar Perlu hjá Bayern Gefur í skyn að Arsenal opni veskið í janúar „Einn mesti hugsuðurinn í boltanum“ Semenyo vill að allt verði klárt fyrir nýársdag „Knattspyrnustjórar eru ekki töframenn“ Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Hættir ekki fyrr en hann skorar þúsund mörk Skynjar stress hjá Arsenal Sjáðu frábært samspil Leeds og Gray tryggja Spurs sigurinn Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Hneysklaður á ósönnum orðrómum Enn kvarnast úr liði Blika Jafnt í stórleiknum Martínez skaut Inter á toppinn Jöfnuðu 128 ára gamalt met Mahrez tryggði Alsíringum sigur Gray hetja Tottenham Højlund með tvö og Napoli í annað sætið Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Andy Carroll mætir fyrir dóm eftir að hafa verið handtekinn Villa kvartar til Chelsea vegna flösku sem flaug á bekkinn Gömlu Chelsea-mennirnir skutu Milan á toppinn Sjá meira
„Fyrst þurfti ég bara á fríi að halda. Ég var orðinn svolítið leiður á þessu eftir þessi þrjú ár í Katar,“ sagði Heimir í samtali við Stöð 2 í gær. „Ég gerði mistök þegar ég framlengdi um eitt ár þar sem ég hefði ekki átt að gera og missti svolítið gleðina þetta seinasta ár. Ég þurfti bara frí og svo kom gleðin aftur þegar ég fékk að vera með Hemma [Hermanni Hreiðarssyni] hjá ÍBV.“ Með gleðina að vopni er Heimi ætlað að koma Jamaíka á HM 2026. Hann er reynslunni ríkari eftir dvöl sína í Katar og segir að það muni hjálpa sér í nýja starfinu. „Mér lýst vel á mjög margt. Ég held að þetta sé svolítið í kúltúrnum, svona svolítið seint að gera hlutina og menn eru ekkert að flýta sér og svoleiðis. Þannig að ég á örugglega eftir að eiga erfitt með sumt hérna, en þá verð ég bara eftir að læra inn á það.“ „Ef það eitthvað sem bætti mig í þarna úti í Persaflóa þá er það það að ég fór náttúrulega þarna inn með látum og hélt að ég væri besti þjálfari í heimi og ætlaði að breyta öllum í Íslendinga. En ég komst að því að það var ég sem þurfti að aðlagast og breytast og það tók mig svolítið langan tíma að fatta það að ég fékk meira út úr öllum í kringum mig ef ég lærði svolítið meira inn á kúltúrinn.“ „Ég held að það sé það nákvæmlega sama hér. Ég þarf bara að læra það hvernig er best að vinna með fólki hérna og allt það sem ég er vanur er kannski alveg það sem að gerist hér. Þannig að þetta er líka ákveðin auðmýkt og skynsemi, hvað er hægt og hvað er ekki hægt og að finna einhvern ákveðin balance í þessu,“ sagði Heimir Hallgrímsson, nýráðinn þjálfari Jamaíku, að lokum. Viðtalið við Heimi má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Missti gleðina í Katar en fann hana aftur í Vestmannaeyjum
Fótbolti Katarski boltinn Heimir Hallgrímsson þjálfar landslið Jamaíku Mest lesið „Ég hélt ég myndi deyja“ Enski boltinn Klúðraði gullgreininni sinni: „Ég er enn í áfalli“ Sport „Enginn vildi að ég myndi vinna“ Sport Senda samúðarkveðjur eftir að nánir vinir Joshua létust í banaslysinu Sport Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Handbolti Þungarokkið þaut áfram en á eftir að kaupa afmælisgjöf handa konunni Sport Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Enski boltinn Ekki góð ferð til Rómarborgar í kvöld Fótbolti Fór grátandi upp á sjúkrahús eftir fall stuttu fyrir ÓL Sport Sarri gekkst undir hjartaaðgerð Fótbolti Fleiri fréttir „Ég hélt ég myndi deyja“ Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Ekki góð ferð til Rómarborgar í kvöld Heimamenn í ham og El Kaabi skoraði aftur með hjólhestaspyrnu Sarri gekkst undir hjartaaðgerð Vildi ekki láta undan pressu frá fjölmiðlamönnum Hvíldu Mo Salah en unnu samt riðilinn Beint frá Blikum til Boston í bandarísku deildinni Man Utd samdi við fyrrum liðsfélaga Glódísar Perlu hjá Bayern Gefur í skyn að Arsenal opni veskið í janúar „Einn mesti hugsuðurinn í boltanum“ Semenyo vill að allt verði klárt fyrir nýársdag „Knattspyrnustjórar eru ekki töframenn“ Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Hættir ekki fyrr en hann skorar þúsund mörk Skynjar stress hjá Arsenal Sjáðu frábært samspil Leeds og Gray tryggja Spurs sigurinn Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Hneysklaður á ósönnum orðrómum Enn kvarnast úr liði Blika Jafnt í stórleiknum Martínez skaut Inter á toppinn Jöfnuðu 128 ára gamalt met Mahrez tryggði Alsíringum sigur Gray hetja Tottenham Højlund með tvö og Napoli í annað sætið Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Andy Carroll mætir fyrir dóm eftir að hafa verið handtekinn Villa kvartar til Chelsea vegna flösku sem flaug á bekkinn Gömlu Chelsea-mennirnir skutu Milan á toppinn Sjá meira