Fjölskyldan stjörf er hann fékk rautt eftir tuttugu sekúndna frumraun Sindri Sverrisson skrifar 19. september 2022 08:32 Shoya Nakajima virtist varla trúa eigin augum þegar hann var rekinn af velli en mamma hans brast í grát. Skjáskot/BEIN Japanski landsliðsmaðurinn Shoya Nakajima átti sannkallaða martraðarbyrjun í fyrsta heimaleik sínum fyrir tyrkneska liðið Antalyaspor. Nakajima var sendur inn á til að hjálpa sínu liði í erfiðum leik gegn liði Birkis Bjarnasonar, Adana Demirspor, eftir sextíu mínútna leik. Japaninn náði hins vegar bara að vera inni á vellinum í um 20 sekúndur áður en hann var rekinn af velli fyrir tæklingu, eins og sjá má hér að neðan. Shoya Nakajima makes his debut for Antalyaspor On the pitch for no longer than 20 seconds before committing a late tackle... ...for which he's shown a straight red card after VAR And the broadcaster had a camera on his family/friends pic.twitter.com/6fcKfOVIqx— x - Dan Orlowitz (@aishiterutokyo) September 18, 2022 Dómarinn ætlaði að vísu í fyrstu aðeins að sýna Nakajima gult spjald en eftir að hafa skoðað atvikið á myndbandi lyfti hann rauða spjaldinu. Þar með voru leikmenn Antalyaspor aðeins níu gegn tíu, því Soner Aydogdu hafði fengið rautt spjald strax á áttundu mínútu og gestirnir misst mann af velli rétt fyrir hálfleik. Liðsfélagar Birkis, sem sat á varamannabekknum, unnu að lokum auðveldan 3-0 sigur. Fjölskylda Nakajima var á meðal áhorfenda í fyrsta heimaleiknum hans og tyrknesku sjónvarpsmennirnir voru búnir að finna hana þegar rauða spjaldið fór á loft. Í stað þess að geta sýnt stolta móður og aðra fjölskyldumeðlimi fylgdist fjölskyldan stjörf með því sem á gekk og á endanum grúfði móðirin andlitið í höndum sér. Nakajima, sem er 28 ára, kom ókeypis til Antalyaspor eftir að hafa orðið samningslaus hjá portúgalska félaginu Portimonense í sumar. Hann hefur einnig spilað með Porto, í Sameinuðu arabísku furstadæmunum og Katar, og heima í Japan. Fótbolti Tyrkneski boltinn Mest lesið Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Handbolti Elvar úr leik á EM Handbolti Holur hljómur í gagnrýni Dana á Guðmund eftir ákvörðun dagsins Handbolti „Mér líður bara ömurlega“ Handbolti Ræða Alfreðs gerði útslagið: Leikmenn stóðu upp og klöppuðu Handbolti Svona meiddist Elvar Handbolti „Beint flug til Köben og nokkrir veikindadagar“ Handbolti „Langt frá því að vera faglegt“ hjá dómaraparinu frá Norður-Makedóníu Handbolti Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Fleiri fréttir Telur starf Guardiola í hættu: „Hélt ég myndi aldrei á minni lífsleið segja þetta“ Óttast að Grealish verði lengi frá Feginn Frank fékk sér tvö stór rauðvínsglös Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Tvenna Jesus, óvænt töp, veisla í Madríd og langþráður sigur Lærir inn á nýtt umhverfi: „Ég mun gera mörg mistök“ Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Real Madrid skoraði sex mörk í Meistaradeildinni Gabriel Jesus stjarna Arsenal í enn einum Meistaradeildarsigrinum City fékk skell í Noregi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn KSÍ staðfestir leik gegn heimilislausa HM-liðinu Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Ísland spilar við gestgjafa HM og Haítí Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Mourinho kallar nýjustu sögusagnirnar sápuóperu Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Guardiola um Haaland: „Hann svaf ótrúlega vel“ Marokkó leitar réttar síns hjá FIFA: „Þetta sár grær ekki auðveldlega“ Hörður Björgvin tekinn af velli í hálfleik í unnum leik Yfirmaður Jóns Dags í stríði við lögreglu Guéhi genginn til liðs við City Börsungar brjálaðir út í dómara sem tók þrjú mörk af þeim Sjá meira
Nakajima var sendur inn á til að hjálpa sínu liði í erfiðum leik gegn liði Birkis Bjarnasonar, Adana Demirspor, eftir sextíu mínútna leik. Japaninn náði hins vegar bara að vera inni á vellinum í um 20 sekúndur áður en hann var rekinn af velli fyrir tæklingu, eins og sjá má hér að neðan. Shoya Nakajima makes his debut for Antalyaspor On the pitch for no longer than 20 seconds before committing a late tackle... ...for which he's shown a straight red card after VAR And the broadcaster had a camera on his family/friends pic.twitter.com/6fcKfOVIqx— x - Dan Orlowitz (@aishiterutokyo) September 18, 2022 Dómarinn ætlaði að vísu í fyrstu aðeins að sýna Nakajima gult spjald en eftir að hafa skoðað atvikið á myndbandi lyfti hann rauða spjaldinu. Þar með voru leikmenn Antalyaspor aðeins níu gegn tíu, því Soner Aydogdu hafði fengið rautt spjald strax á áttundu mínútu og gestirnir misst mann af velli rétt fyrir hálfleik. Liðsfélagar Birkis, sem sat á varamannabekknum, unnu að lokum auðveldan 3-0 sigur. Fjölskylda Nakajima var á meðal áhorfenda í fyrsta heimaleiknum hans og tyrknesku sjónvarpsmennirnir voru búnir að finna hana þegar rauða spjaldið fór á loft. Í stað þess að geta sýnt stolta móður og aðra fjölskyldumeðlimi fylgdist fjölskyldan stjörf með því sem á gekk og á endanum grúfði móðirin andlitið í höndum sér. Nakajima, sem er 28 ára, kom ókeypis til Antalyaspor eftir að hafa orðið samningslaus hjá portúgalska félaginu Portimonense í sumar. Hann hefur einnig spilað með Porto, í Sameinuðu arabísku furstadæmunum og Katar, og heima í Japan.
Fótbolti Tyrkneski boltinn Mest lesið Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Handbolti Elvar úr leik á EM Handbolti Holur hljómur í gagnrýni Dana á Guðmund eftir ákvörðun dagsins Handbolti „Mér líður bara ömurlega“ Handbolti Ræða Alfreðs gerði útslagið: Leikmenn stóðu upp og klöppuðu Handbolti Svona meiddist Elvar Handbolti „Beint flug til Köben og nokkrir veikindadagar“ Handbolti „Langt frá því að vera faglegt“ hjá dómaraparinu frá Norður-Makedóníu Handbolti Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Fleiri fréttir Telur starf Guardiola í hættu: „Hélt ég myndi aldrei á minni lífsleið segja þetta“ Óttast að Grealish verði lengi frá Feginn Frank fékk sér tvö stór rauðvínsglös Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Tvenna Jesus, óvænt töp, veisla í Madríd og langþráður sigur Lærir inn á nýtt umhverfi: „Ég mun gera mörg mistök“ Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Real Madrid skoraði sex mörk í Meistaradeildinni Gabriel Jesus stjarna Arsenal í enn einum Meistaradeildarsigrinum City fékk skell í Noregi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn KSÍ staðfestir leik gegn heimilislausa HM-liðinu Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Ísland spilar við gestgjafa HM og Haítí Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Mourinho kallar nýjustu sögusagnirnar sápuóperu Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Guardiola um Haaland: „Hann svaf ótrúlega vel“ Marokkó leitar réttar síns hjá FIFA: „Þetta sár grær ekki auðveldlega“ Hörður Björgvin tekinn af velli í hálfleik í unnum leik Yfirmaður Jóns Dags í stríði við lögreglu Guéhi genginn til liðs við City Börsungar brjálaðir út í dómara sem tók þrjú mörk af þeim Sjá meira