Forsætisráðherra segir réttlætismál að greitt sé útsvar af fjármagnstekjum Heimir Már Pétursson skrifar 16. september 2022 12:17 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir mikilvægt að verja almannatryggingakerfið og styrkja húsnæðismarkaðinn á sama tíma og vinna þurfi gegn þenslu og verðbólgu í samfélaginu. Vísir/Vilhelm Forsætisráðherra segir réttlætismál að þeir sem einungis hafi fjármagnstekjur greiði útsvar til sveitarfélaga. Á næsta ári verði helsta verkefnið að draga úr verðbólgu og styrkja um leið og verja almannaþjónustuna, almannatryggingakerfið og húsnæðismarkaðinn. Fyrstu umræðu um fjárlagafrumvarp næsta árs var framhaldið á Alþingi í morgun og áætlað að umræðunni ljúki í kvöld. Einstakir ráðherrar ræða sína málaflokka í dag og reið Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra á vaðið. Katrín sagði miklar breytingar hafa átt sér stað frá árum kórónuveirufaraldursins sem kallað hefði á mikil fjárframlög ríkissjóðs sem leitt hafi til mikils hallareksturs. Mestur hefði hallinn orðið árið 2020 eða um 240 milljarðar. Í frumvarpinu væri gert ráð fyrir 89 milljarða halla á næsta ári. Nú þyrfti að draga úr þenslu og verðbólgu. „Styrkja um leið og verja almannaþjónustuna velferðina, afkomu tryggingakerfin, styrkja húsnæðismarkaðinn. Þar stendur auðvitað yfir stefnumótun þannig að það eitt og sér er ekki nægjanleg heimild um hvert við stefnum í því,“ sagði Katrín. Logi Einarsson formaður Samfylkingarinnar spurði hvað ríkisstjórnin ætlaði að gera til að þeir sem hefðu einungis fjármagnstekjur greiddu sinn skerf til sveitarfélaga. Sá hópur greiðir ekkert til sveitarfélaganna í dag.Vísir/Vilhelm Fjárlög snúast um hvernig ríkissjóður aflar tekna og í hvaða verkefni tekjurnar fara. Logi Einarsson formaður Samfylkingarinnar vitnaði til fyrri yfirlýsinga forsætisráðherra um réttlæti þess að þeir sem einungis hefðu fjármagnstekjur greiddu hluta tekna sinna í útsvar til sveitarfélaga. „Hér er um réttlætismál að ræða þar sem fjármagnseigendur eru sá hópur sem í fyrra jók mest tekjur sínar. Ríkasta fólkið í landinu jók tekjur sínar mest á síðasta ári,“ sagði Logi og spurði hvað ríkisstjórnin hygðist gera. Forsætisráðherra sagði fjármagnstekjuskattinn hafa verið hækkaðan um tvö prósentustig á síðasta kjörtímabili. Fjármálaráðherra væri síðan með frumvarp í smiðum samkvæmt stjórnarsáttmála um frekari breytingar sem væntanlegt væri á vorþingi. „Þetta lít ég á sem réttlætismál, þau sem eingöngu hafa þessar tekjur, að þau leggi sitt af mörkum til sveitarfélaga. Það séu skýrt kveðið á um það, það sé engin mismunun í skattlagningu innan þess kerfis. Þannig að við munum sjá breytingar á þessum málum. Við eigum hins vegar eftir að sjá nákvæma útfærslu á þeim,“ sagði Katrín Jakobsdóttir. Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Sveitarstjórnarmál Tengdar fréttir Ríkisstjórnin bregst við mikilli þenslu með aðhaldi Áætlað er að heildarskuldir ríkissjóðs verði álíka miklar og öll útgjöld ríkisins á næsta ári. Fjármálaráðherra segir fjárlög næsta árs miða að því að verja viðkvæmustu hópa samfélagsins og vinna bug á verðbólgunni. 15. september 2022 19:31 Bjarni segir markmið fjárlaga að styðja heimilin og vinna gegn verðbólgu Fjármálaráðherra segir markmið fjárlagafrumvarps næsta árs að styðja við heimilin í landinu, vinna gegn verðbólgu og byggja upp styrk ríkissjóðs. Fulltrúi Samfylkingarinnar í fjárlaganefnd segir aukna flata skattheimtu fyrst og fremst bitna á þeim tekjulægstu og halda aftur að nauðsynlegri innviðauppbyggingu. 15. september 2022 11:58 Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Maðurinn er fundinn Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Fleiri fréttir Sparkað í blóðmerar og eitt ár frá rýmingu Grindavíkur Í sjálfheldu á eigin svölum Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Maðurinn er fundinn Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Sjá meira
Fyrstu umræðu um fjárlagafrumvarp næsta árs var framhaldið á Alþingi í morgun og áætlað að umræðunni ljúki í kvöld. Einstakir ráðherrar ræða sína málaflokka í dag og reið Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra á vaðið. Katrín sagði miklar breytingar hafa átt sér stað frá árum kórónuveirufaraldursins sem kallað hefði á mikil fjárframlög ríkissjóðs sem leitt hafi til mikils hallareksturs. Mestur hefði hallinn orðið árið 2020 eða um 240 milljarðar. Í frumvarpinu væri gert ráð fyrir 89 milljarða halla á næsta ári. Nú þyrfti að draga úr þenslu og verðbólgu. „Styrkja um leið og verja almannaþjónustuna velferðina, afkomu tryggingakerfin, styrkja húsnæðismarkaðinn. Þar stendur auðvitað yfir stefnumótun þannig að það eitt og sér er ekki nægjanleg heimild um hvert við stefnum í því,“ sagði Katrín. Logi Einarsson formaður Samfylkingarinnar spurði hvað ríkisstjórnin ætlaði að gera til að þeir sem hefðu einungis fjármagnstekjur greiddu sinn skerf til sveitarfélaga. Sá hópur greiðir ekkert til sveitarfélaganna í dag.Vísir/Vilhelm Fjárlög snúast um hvernig ríkissjóður aflar tekna og í hvaða verkefni tekjurnar fara. Logi Einarsson formaður Samfylkingarinnar vitnaði til fyrri yfirlýsinga forsætisráðherra um réttlæti þess að þeir sem einungis hefðu fjármagnstekjur greiddu hluta tekna sinna í útsvar til sveitarfélaga. „Hér er um réttlætismál að ræða þar sem fjármagnseigendur eru sá hópur sem í fyrra jók mest tekjur sínar. Ríkasta fólkið í landinu jók tekjur sínar mest á síðasta ári,“ sagði Logi og spurði hvað ríkisstjórnin hygðist gera. Forsætisráðherra sagði fjármagnstekjuskattinn hafa verið hækkaðan um tvö prósentustig á síðasta kjörtímabili. Fjármálaráðherra væri síðan með frumvarp í smiðum samkvæmt stjórnarsáttmála um frekari breytingar sem væntanlegt væri á vorþingi. „Þetta lít ég á sem réttlætismál, þau sem eingöngu hafa þessar tekjur, að þau leggi sitt af mörkum til sveitarfélaga. Það séu skýrt kveðið á um það, það sé engin mismunun í skattlagningu innan þess kerfis. Þannig að við munum sjá breytingar á þessum málum. Við eigum hins vegar eftir að sjá nákvæma útfærslu á þeim,“ sagði Katrín Jakobsdóttir.
Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Sveitarstjórnarmál Tengdar fréttir Ríkisstjórnin bregst við mikilli þenslu með aðhaldi Áætlað er að heildarskuldir ríkissjóðs verði álíka miklar og öll útgjöld ríkisins á næsta ári. Fjármálaráðherra segir fjárlög næsta árs miða að því að verja viðkvæmustu hópa samfélagsins og vinna bug á verðbólgunni. 15. september 2022 19:31 Bjarni segir markmið fjárlaga að styðja heimilin og vinna gegn verðbólgu Fjármálaráðherra segir markmið fjárlagafrumvarps næsta árs að styðja við heimilin í landinu, vinna gegn verðbólgu og byggja upp styrk ríkissjóðs. Fulltrúi Samfylkingarinnar í fjárlaganefnd segir aukna flata skattheimtu fyrst og fremst bitna á þeim tekjulægstu og halda aftur að nauðsynlegri innviðauppbyggingu. 15. september 2022 11:58 Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Maðurinn er fundinn Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Fleiri fréttir Sparkað í blóðmerar og eitt ár frá rýmingu Grindavíkur Í sjálfheldu á eigin svölum Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Maðurinn er fundinn Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Sjá meira
Ríkisstjórnin bregst við mikilli þenslu með aðhaldi Áætlað er að heildarskuldir ríkissjóðs verði álíka miklar og öll útgjöld ríkisins á næsta ári. Fjármálaráðherra segir fjárlög næsta árs miða að því að verja viðkvæmustu hópa samfélagsins og vinna bug á verðbólgunni. 15. september 2022 19:31
Bjarni segir markmið fjárlaga að styðja heimilin og vinna gegn verðbólgu Fjármálaráðherra segir markmið fjárlagafrumvarps næsta árs að styðja við heimilin í landinu, vinna gegn verðbólgu og byggja upp styrk ríkissjóðs. Fulltrúi Samfylkingarinnar í fjárlaganefnd segir aukna flata skattheimtu fyrst og fremst bitna á þeim tekjulægstu og halda aftur að nauðsynlegri innviðauppbyggingu. 15. september 2022 11:58