Mörkin úr Meistaradeildinni: Sjáðu hetjumark Matips og klúður Börsunga Sindri Sverrisson skrifar 14. september 2022 08:30 Joel Matip tryggði Liverpool afar dýrmætan sigur í gærkvöld. Getty/Dave Howarth Það var nóg um að vera í Meistaradeild Evrópu í fótbolta í gærkvöld þegar sjö leikir fóru fram. Mörkin og helstu atvik úr leikjunum má nú sjá hér á Vísi. Úrslit þriðjudags: Liverpool 2-1 Ajax Bayern 2-0 Barcelona Viktoria Plzen 0-2 Inter Sporting 2-0 Tottenham Leverkusen 2-0 Atlético Marseille 0-1 Frankfurt Porto 0-4 Club Brugge Liverpool vann dísætan og mikilvægan 2-1 sigur gegn Ajax. Heimamenn komust yfir með marki frá Mohamed Salah en Mohammed Kudus jafnaði með frábæru skoti í slá og inn. Liverpool var svo sterkari aðilinn en virtist fyrirmunað að skora, allt þar til að Joel Matip reyndist hetja liðsins í lokin. Klippa: Hápunktar úr Liverpool - Ajax Barcelona óð í færum á útivelli gegn Bayern München, ekki síst Robert Lewandowski á sínum gamla heimavelli, en heimamenn skoruðu einu mörkin. Það gerðu þeir Lucas Hernández og Leroy Sané á fjögurra mínútna kafla snemma í seinni hálfleik. Klippa: Hápunktar úr Bayern - Barcelona Tottenham varð að sætta sig við 2-0 tap í Portúgal gegn Sporting Lissabon, eftir tvö mörk í blálokin frá Paulinho og Arthur Gomes. Síðara markið kom eftir frábæran einleik Gomes sem hafði bara verið inni á vellinum í nokkrar sekúndur. Klippa: Hápunktar úr Sporting - Tottenham Inter vann 2-0 útisigur gegn Viktoria Plzen í Tékklandi þar sem heimamenn misstu mann af velli með rautt spjald eftir klukkutíma leik. Edin Dzeko og Denzel Dumfries skoruðu mörkin. Klippa: Hápunktar úr Viktoria Plzen - Inter Þrátt fyrir slæmt gengi í þýsku 1. deildinni vann Leverkusen sterkan 2-0 sigur gegn Atlético Madrid, þar sem Robert Andrich og Moussa Diaby skoruðu mörkin þegar skammt var til leiksloka. Klippa: Hápunktar úr Leverkusen - Atlético Madrid Marseille varð að sætta sig við 1-0 tap á heimavelli gegn Frankfurt, þrátt fyrir að mark væri dæmt af Frankfurt seint í leiknum. Daninn Jesper Lindström skoraði sigurmarkið rétt fyrir hálfleik. Klippa: Hápunktar úr Marseille - Frankfurt Loks vann Club Brugge magnaðan 4-0 útisigur gegn Porto. Liðið er með fullt hús stiga á toppi B-riðils eftir sigurinn. Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Fótbolti Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið „Ég hélt ég myndi deyja“ Enski boltinn Klúðraði gullgreininni sinni: „Ég er enn í áfalli“ Sport „Enginn vildi að ég myndi vinna“ Sport Senda samúðarkveðjur eftir að nánir vinir Joshua létust í banaslysinu Sport Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Handbolti Þungarokkið þaut áfram en á eftir að kaupa afmælisgjöf handa konunni Sport Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Enski boltinn Ekki góð ferð til Rómarborgar í kvöld Fótbolti Fór grátandi upp á sjúkrahús eftir fall stuttu fyrir ÓL Sport Sarri gekkst undir hjartaaðgerð Fótbolti Fleiri fréttir „Ég hélt ég myndi deyja“ Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Ekki góð ferð til Rómarborgar í kvöld Heimamenn í ham og El Kaabi skoraði aftur með hjólhestaspyrnu Sarri gekkst undir hjartaaðgerð Vildi ekki láta undan pressu frá fjölmiðlamönnum Hvíldu Mo Salah en unnu samt riðilinn Beint frá Blikum til Boston í bandarísku deildinni Man Utd samdi við fyrrum liðsfélaga Glódísar Perlu hjá Bayern Gefur í skyn að Arsenal opni veskið í janúar „Einn mesti hugsuðurinn í boltanum“ Semenyo vill að allt verði klárt fyrir nýársdag „Knattspyrnustjórar eru ekki töframenn“ Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Hættir ekki fyrr en hann skorar þúsund mörk Skynjar stress hjá Arsenal Sjáðu frábært samspil Leeds og Gray tryggja Spurs sigurinn Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Hneysklaður á ósönnum orðrómum Enn kvarnast úr liði Blika Jafnt í stórleiknum Martínez skaut Inter á toppinn Jöfnuðu 128 ára gamalt met Mahrez tryggði Alsíringum sigur Gray hetja Tottenham Højlund með tvö og Napoli í annað sætið Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Andy Carroll mætir fyrir dóm eftir að hafa verið handtekinn Villa kvartar til Chelsea vegna flösku sem flaug á bekkinn Gömlu Chelsea-mennirnir skutu Milan á toppinn Sjá meira
Úrslit þriðjudags: Liverpool 2-1 Ajax Bayern 2-0 Barcelona Viktoria Plzen 0-2 Inter Sporting 2-0 Tottenham Leverkusen 2-0 Atlético Marseille 0-1 Frankfurt Porto 0-4 Club Brugge Liverpool vann dísætan og mikilvægan 2-1 sigur gegn Ajax. Heimamenn komust yfir með marki frá Mohamed Salah en Mohammed Kudus jafnaði með frábæru skoti í slá og inn. Liverpool var svo sterkari aðilinn en virtist fyrirmunað að skora, allt þar til að Joel Matip reyndist hetja liðsins í lokin. Klippa: Hápunktar úr Liverpool - Ajax Barcelona óð í færum á útivelli gegn Bayern München, ekki síst Robert Lewandowski á sínum gamla heimavelli, en heimamenn skoruðu einu mörkin. Það gerðu þeir Lucas Hernández og Leroy Sané á fjögurra mínútna kafla snemma í seinni hálfleik. Klippa: Hápunktar úr Bayern - Barcelona Tottenham varð að sætta sig við 2-0 tap í Portúgal gegn Sporting Lissabon, eftir tvö mörk í blálokin frá Paulinho og Arthur Gomes. Síðara markið kom eftir frábæran einleik Gomes sem hafði bara verið inni á vellinum í nokkrar sekúndur. Klippa: Hápunktar úr Sporting - Tottenham Inter vann 2-0 útisigur gegn Viktoria Plzen í Tékklandi þar sem heimamenn misstu mann af velli með rautt spjald eftir klukkutíma leik. Edin Dzeko og Denzel Dumfries skoruðu mörkin. Klippa: Hápunktar úr Viktoria Plzen - Inter Þrátt fyrir slæmt gengi í þýsku 1. deildinni vann Leverkusen sterkan 2-0 sigur gegn Atlético Madrid, þar sem Robert Andrich og Moussa Diaby skoruðu mörkin þegar skammt var til leiksloka. Klippa: Hápunktar úr Leverkusen - Atlético Madrid Marseille varð að sætta sig við 1-0 tap á heimavelli gegn Frankfurt, þrátt fyrir að mark væri dæmt af Frankfurt seint í leiknum. Daninn Jesper Lindström skoraði sigurmarkið rétt fyrir hálfleik. Klippa: Hápunktar úr Marseille - Frankfurt Loks vann Club Brugge magnaðan 4-0 útisigur gegn Porto. Liðið er með fullt hús stiga á toppi B-riðils eftir sigurinn. Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Úrslit þriðjudags: Liverpool 2-1 Ajax Bayern 2-0 Barcelona Viktoria Plzen 0-2 Inter Sporting 2-0 Tottenham Leverkusen 2-0 Atlético Marseille 0-1 Frankfurt Porto 0-4 Club Brugge
Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Fótbolti Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið „Ég hélt ég myndi deyja“ Enski boltinn Klúðraði gullgreininni sinni: „Ég er enn í áfalli“ Sport „Enginn vildi að ég myndi vinna“ Sport Senda samúðarkveðjur eftir að nánir vinir Joshua létust í banaslysinu Sport Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Handbolti Þungarokkið þaut áfram en á eftir að kaupa afmælisgjöf handa konunni Sport Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Enski boltinn Ekki góð ferð til Rómarborgar í kvöld Fótbolti Fór grátandi upp á sjúkrahús eftir fall stuttu fyrir ÓL Sport Sarri gekkst undir hjartaaðgerð Fótbolti Fleiri fréttir „Ég hélt ég myndi deyja“ Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Ekki góð ferð til Rómarborgar í kvöld Heimamenn í ham og El Kaabi skoraði aftur með hjólhestaspyrnu Sarri gekkst undir hjartaaðgerð Vildi ekki láta undan pressu frá fjölmiðlamönnum Hvíldu Mo Salah en unnu samt riðilinn Beint frá Blikum til Boston í bandarísku deildinni Man Utd samdi við fyrrum liðsfélaga Glódísar Perlu hjá Bayern Gefur í skyn að Arsenal opni veskið í janúar „Einn mesti hugsuðurinn í boltanum“ Semenyo vill að allt verði klárt fyrir nýársdag „Knattspyrnustjórar eru ekki töframenn“ Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Hættir ekki fyrr en hann skorar þúsund mörk Skynjar stress hjá Arsenal Sjáðu frábært samspil Leeds og Gray tryggja Spurs sigurinn Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Hneysklaður á ósönnum orðrómum Enn kvarnast úr liði Blika Jafnt í stórleiknum Martínez skaut Inter á toppinn Jöfnuðu 128 ára gamalt met Mahrez tryggði Alsíringum sigur Gray hetja Tottenham Højlund með tvö og Napoli í annað sætið Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Andy Carroll mætir fyrir dóm eftir að hafa verið handtekinn Villa kvartar til Chelsea vegna flösku sem flaug á bekkinn Gömlu Chelsea-mennirnir skutu Milan á toppinn Sjá meira