Fólki fjölgar í Skagafirði, lóðir rjúka út og tugir íbúða í smíðum Kristján Már Unnarsson skrifar 13. september 2022 23:13 Sigfús Ingi Sigfússon, sveitarstjóri Skagafjarðar. Sigurjón Ólason Gróska er í húsbyggingum í Skagafirði og eru yfir fimmtíu íbúðir í smíðum um þessar mundir víðsvegar um sveitarfélagið. Hitaveita, ljósleiðari og leikskólapláss eru galdurinn, að sögn sveitarstjórans. Í fréttum Stöðvar 2 kom fram að ekki er nema rúmur áratugur frá því dapurt var yfir atvinnumálum í Skagafirði. Fólki fækkaði en sveitarstjórinn Sigfús Ingi Sigfússon segir Sauðárkrók hafa farið illa út úr niðurskurði ríkisins eftir bankahrunið 2008. Frá Sauðárkróki. Þar búa núna um 2.600 manns af um 4.100 íbúum sveitarfélagsins Skagafjarðar.Egill Aðalsteinsson „Hér fækkaði um tugi opinberra starfa. Ég held að það hafi verið yfir fimmtíu stöðugildi. Og íbúum fækkaði mjög á tímabili,“ segir Sigfús. Sveitarfélagið hafi brugðist við með ýmsum aðgerðum, eins og að fella niður gatnagerðargjöld. „En núna er svo komið að hér er bara byggt og byggt og byggt. Núna eru í byggingu í Skagafirði á milli fimmtíu og sextíu íbúðir á mismunandi byggingarstigum,“ segir sveitarstjórinn. Frá Sauðárkróki. Ný íbúðahverfi rísa syðst í bænum.Egill Aðalsteinsson Sigfús segir að um tíma hafi sveitarfélagið vart haft undan við að skipuleggja nýjar lóðir en gríðarleg áhersla hafi verið lögð á skipulagsmál. „Það er verið að byggja hér á Króknum. Það er verið að byggja í dreifbýlinu. Það er verið að byggja í Varmahlíð. Við erum að klára deiliskipulag á Hofsósi. Þannig að við erum svona að ná að klára að útbúa lóðir fyrir þessa eftirspurn.“ Úr Varmahlíð í Skagafirði.Vilhelm Gunnarsson Sigfús segir að bara frá því í vor hafi íbúum Skagafjarðar fjölgað um tuttugu til þrjátíu manns. Það gleðilega sé að fólki fjölgi einnig í dreifbýlinu. Hann segir atvinnulíf í Skagafirði sterkt og fjölbreytt. Einnig hafi sveitarfélagið fjárfest í innviðum, eins og með lagningu hitaveitu og ljósleiðara í dreifbýli. „Og það bara sýnir sig að fólksfjölgunin bara eltir þessar framkvæmdir. Fólk getur í dag valið hvar það vill búa. Það hefur þessi tækifæri; það hefur heita vatnið, ljósleiðarann, getur unnið hvar sem er störf án staðsetningar. Þetta skiptir máli.“ Hólar í Hjaltadal.Sigurjón Ólason Þjónusta við íbúana skipti einnig máli. „Það er gleðilegt að segja frá því að núna í haust erum við að taka við á leikskólum - hér á Sauðárkróki, Hofsósi, Varmahlíð, Hólum - börn frá tólf mánaða aldri. Það er bara mjög ánægjulegt að geta mætt þessari þjónustuþörf,“ segir Sigfús Ingi Sigfússon, sveitarstjóri Skagafjarðar. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Skagafjörður Byggðamál Húsnæðismál Skipulag Sveitarstjórnarmál Tengdar fréttir Sameinað Sveitarfélag Skagafjarðar og Akrahrepps fær nafn Sveitarstjórn Skagafjarðar samþykkti á fundi 13. júní síðastliðinn að nýtt nafn sameinaðs Sveitarfélags Skagafjarðar og Akrahrepps skuli bera nafnið Skagafjörður. 17. júní 2022 07:45 Skagfirðingar sameinast Tillaga um sameiningu Akrahrepps og Sveitarfélagsins Skagafjarðar var samþykkt í dag. Sveitarstjórn sameinaðs sveitarfélags verður kjörin 14. maí næstkomandi og tekur sameinað sveitarfélag gildi fimmtánda dögum síðar. 19. febrúar 2022 23:52 Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Innlent Fleiri fréttir Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Sjá meira
Í fréttum Stöðvar 2 kom fram að ekki er nema rúmur áratugur frá því dapurt var yfir atvinnumálum í Skagafirði. Fólki fækkaði en sveitarstjórinn Sigfús Ingi Sigfússon segir Sauðárkrók hafa farið illa út úr niðurskurði ríkisins eftir bankahrunið 2008. Frá Sauðárkróki. Þar búa núna um 2.600 manns af um 4.100 íbúum sveitarfélagsins Skagafjarðar.Egill Aðalsteinsson „Hér fækkaði um tugi opinberra starfa. Ég held að það hafi verið yfir fimmtíu stöðugildi. Og íbúum fækkaði mjög á tímabili,“ segir Sigfús. Sveitarfélagið hafi brugðist við með ýmsum aðgerðum, eins og að fella niður gatnagerðargjöld. „En núna er svo komið að hér er bara byggt og byggt og byggt. Núna eru í byggingu í Skagafirði á milli fimmtíu og sextíu íbúðir á mismunandi byggingarstigum,“ segir sveitarstjórinn. Frá Sauðárkróki. Ný íbúðahverfi rísa syðst í bænum.Egill Aðalsteinsson Sigfús segir að um tíma hafi sveitarfélagið vart haft undan við að skipuleggja nýjar lóðir en gríðarleg áhersla hafi verið lögð á skipulagsmál. „Það er verið að byggja hér á Króknum. Það er verið að byggja í dreifbýlinu. Það er verið að byggja í Varmahlíð. Við erum að klára deiliskipulag á Hofsósi. Þannig að við erum svona að ná að klára að útbúa lóðir fyrir þessa eftirspurn.“ Úr Varmahlíð í Skagafirði.Vilhelm Gunnarsson Sigfús segir að bara frá því í vor hafi íbúum Skagafjarðar fjölgað um tuttugu til þrjátíu manns. Það gleðilega sé að fólki fjölgi einnig í dreifbýlinu. Hann segir atvinnulíf í Skagafirði sterkt og fjölbreytt. Einnig hafi sveitarfélagið fjárfest í innviðum, eins og með lagningu hitaveitu og ljósleiðara í dreifbýli. „Og það bara sýnir sig að fólksfjölgunin bara eltir þessar framkvæmdir. Fólk getur í dag valið hvar það vill búa. Það hefur þessi tækifæri; það hefur heita vatnið, ljósleiðarann, getur unnið hvar sem er störf án staðsetningar. Þetta skiptir máli.“ Hólar í Hjaltadal.Sigurjón Ólason Þjónusta við íbúana skipti einnig máli. „Það er gleðilegt að segja frá því að núna í haust erum við að taka við á leikskólum - hér á Sauðárkróki, Hofsósi, Varmahlíð, Hólum - börn frá tólf mánaða aldri. Það er bara mjög ánægjulegt að geta mætt þessari þjónustuþörf,“ segir Sigfús Ingi Sigfússon, sveitarstjóri Skagafjarðar. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Skagafjörður Byggðamál Húsnæðismál Skipulag Sveitarstjórnarmál Tengdar fréttir Sameinað Sveitarfélag Skagafjarðar og Akrahrepps fær nafn Sveitarstjórn Skagafjarðar samþykkti á fundi 13. júní síðastliðinn að nýtt nafn sameinaðs Sveitarfélags Skagafjarðar og Akrahrepps skuli bera nafnið Skagafjörður. 17. júní 2022 07:45 Skagfirðingar sameinast Tillaga um sameiningu Akrahrepps og Sveitarfélagsins Skagafjarðar var samþykkt í dag. Sveitarstjórn sameinaðs sveitarfélags verður kjörin 14. maí næstkomandi og tekur sameinað sveitarfélag gildi fimmtánda dögum síðar. 19. febrúar 2022 23:52 Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Innlent Fleiri fréttir Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Sjá meira
Sameinað Sveitarfélag Skagafjarðar og Akrahrepps fær nafn Sveitarstjórn Skagafjarðar samþykkti á fundi 13. júní síðastliðinn að nýtt nafn sameinaðs Sveitarfélags Skagafjarðar og Akrahrepps skuli bera nafnið Skagafjörður. 17. júní 2022 07:45
Skagfirðingar sameinast Tillaga um sameiningu Akrahrepps og Sveitarfélagsins Skagafjarðar var samþykkt í dag. Sveitarstjórn sameinaðs sveitarfélags verður kjörin 14. maí næstkomandi og tekur sameinað sveitarfélag gildi fimmtánda dögum síðar. 19. febrúar 2022 23:52