Fjölgun eldsvoða af völdum rafmagnshjóla Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 12. september 2022 20:30 Þeir Sverrir Björn Björnsson varðstjóri Slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu og Halldór Óskarsson slökkviliðsmaður hjá sama embætti vara fólk við að hlaða rafhjól inni hjá sér. Sífellt fleiri eldsvoðar verða slíkra hjóla. Vísir/Egill Nokkrir alvarlegir eldsvoðar hafa verið undanfarið á höfuðborgarsvæðinu eftir að það kviknaði í út frá rafmagnshlaupahjólum. Slökkvilið varar fólk við að hlaða slík farartæki inni hjá sér. Altjón varð í bruna í Hafnarfirði í síðasta mánuði þegar kviknaði í rafmagnshlaupahjóli í íbúð og eldurinn náði að breiðast út á örskömmum tíma. Á Youtube er að finna myndbönd þar sem eftirlitsmyndavélar ná því þegar kviknar í rafmagnshjólum og rafhlaðan springur. Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu hefur að minnsta kosti farið í fjögur útköll síðasta mánuðinn eftir að kviknaði í út frá rafmagnshlaupahjóli. Það er svipuð þróun og hefur verið annars staðar á Norðurlöndum. „Það hefur orðið aukning hjá okkur á tilfellum þar sem eldsvoðar verða eftir að það kviknar í rafmagnshlaupahjóli. Þegar það gerist er eldurinn oft fljótur að breiðast út. Þá erum líka að fara meira í útköll þar sem kviknar í þessum hjólum þar sem þau standa ein og sér, “ segir Sverrir Björn Björnsson varðstjóri hjá Slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu. Hann segir einnig dæmi um eldsvoða eftir að það kviknaði í út frá rafmagnsreiðhjóli. „Þetta getur verið einhver bilun í hjólum eða fólk kannski ekki að hlaða þau á réttum stöðum. En við sjáum þessa fjölgun á brunum af völdum lítilla rafmagnsfarartækja,“ segir hann. Vara fólk við að hafa rafmagnsfarartæki inni hjá sér Þeir ráða fólki frá því að geyma og hlaða rafmagnsfarartæki inni í íbúðum. „Það getur orðið gríðarlegt tjón ef það kviknar í svona hjóli inni hjá fólki. Það er svo mikið afl í rafhlöðum þessara farartækja og ef þær springa getur allt nálægt brunnið á örskömmum tíma. Það getur því verið hættulegt að hafa þessi hjól inni, best er að hlaða þau úti,“ segir Halldór Óskarsson slökkviliðsmaður. Þeir benda líka á að slysum af völdum rafmagnshlaupahjóla fari fjölgandi. „Hraði fólks á þessum hjólum eykst sífellt og slysin verða þá alvarlegri. Við þurfum að læra betur að umgangast þessa nýju fararskjóta. Hvernig við ætlum að nota þá og hvar við getum hlaðið þá,“ segir Sverrir að lokum. Slökkvilið Slysavarnir Rafhlaupahjól Tengdar fréttir Leggja til að ölvun á rafhlaupahjólum verði refsiverð Starfshópur á vegum innviðaráðuneytisins leggur til að ölvun á smáfarartækjum verði gerð refsiverð. 12. apríl 2022 13:14 Vilja banna hopp um helgar: „Dauðadrukkið fólk er í sí og æ að keyra fyrir mann“ Leigubílstjórar sem fréttastofa ræddi við um helgina segjast langþreyttir á óhöppum af völdum ölvaðs fólks á rafhlaupahjólum. Þeir telja nauðsynlegt að banna leigu á hlaupahjólunum um helgar til að forðast slys vegna ölvunar. 6. júlí 2021 21:00 Hámarkshraði rafhlaupahjóla gæti lækkað á vissum svæðum Höfundum skýrslunnar Rafskútur og umferðaröryggi sem gerð var fyrir Vegagerðina og Reykjavíkurborg telja æskilegt að hámarkshraði rafhlaupahjóla verði lækkaður á ákveðnum svæðum í borginni. Þeim þykir þá vel koma til greina að leyfa umferð hlaupahjólanna á götum þar sem hámarkshraðinn er 30 kílómetrar á klukkustund. 29. maí 2021 19:05 Eitt til tvö rafhlaupahjólaslys á hverjum degi á bráðamóttöku Daglega leita einn til tveir á bráðamóttökuna eftir slys á rafmagnshlaupahjóli. Þar af sumir með beinbrot eða höfuðáverka en áverkar eru þó oftast minniháttar. Innflutningur á hlaupahjólum hefur stóraukist milli ára. 8. júlí 2020 19:30 Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Innlent Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Innlent Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Erlent Andstæðan við lóðabrask Innlent Fleiri fréttir Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Sjá meira
Altjón varð í bruna í Hafnarfirði í síðasta mánuði þegar kviknaði í rafmagnshlaupahjóli í íbúð og eldurinn náði að breiðast út á örskömmum tíma. Á Youtube er að finna myndbönd þar sem eftirlitsmyndavélar ná því þegar kviknar í rafmagnshjólum og rafhlaðan springur. Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu hefur að minnsta kosti farið í fjögur útköll síðasta mánuðinn eftir að kviknaði í út frá rafmagnshlaupahjóli. Það er svipuð þróun og hefur verið annars staðar á Norðurlöndum. „Það hefur orðið aukning hjá okkur á tilfellum þar sem eldsvoðar verða eftir að það kviknar í rafmagnshlaupahjóli. Þegar það gerist er eldurinn oft fljótur að breiðast út. Þá erum líka að fara meira í útköll þar sem kviknar í þessum hjólum þar sem þau standa ein og sér, “ segir Sverrir Björn Björnsson varðstjóri hjá Slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu. Hann segir einnig dæmi um eldsvoða eftir að það kviknaði í út frá rafmagnsreiðhjóli. „Þetta getur verið einhver bilun í hjólum eða fólk kannski ekki að hlaða þau á réttum stöðum. En við sjáum þessa fjölgun á brunum af völdum lítilla rafmagnsfarartækja,“ segir hann. Vara fólk við að hafa rafmagnsfarartæki inni hjá sér Þeir ráða fólki frá því að geyma og hlaða rafmagnsfarartæki inni í íbúðum. „Það getur orðið gríðarlegt tjón ef það kviknar í svona hjóli inni hjá fólki. Það er svo mikið afl í rafhlöðum þessara farartækja og ef þær springa getur allt nálægt brunnið á örskömmum tíma. Það getur því verið hættulegt að hafa þessi hjól inni, best er að hlaða þau úti,“ segir Halldór Óskarsson slökkviliðsmaður. Þeir benda líka á að slysum af völdum rafmagnshlaupahjóla fari fjölgandi. „Hraði fólks á þessum hjólum eykst sífellt og slysin verða þá alvarlegri. Við þurfum að læra betur að umgangast þessa nýju fararskjóta. Hvernig við ætlum að nota þá og hvar við getum hlaðið þá,“ segir Sverrir að lokum.
Slökkvilið Slysavarnir Rafhlaupahjól Tengdar fréttir Leggja til að ölvun á rafhlaupahjólum verði refsiverð Starfshópur á vegum innviðaráðuneytisins leggur til að ölvun á smáfarartækjum verði gerð refsiverð. 12. apríl 2022 13:14 Vilja banna hopp um helgar: „Dauðadrukkið fólk er í sí og æ að keyra fyrir mann“ Leigubílstjórar sem fréttastofa ræddi við um helgina segjast langþreyttir á óhöppum af völdum ölvaðs fólks á rafhlaupahjólum. Þeir telja nauðsynlegt að banna leigu á hlaupahjólunum um helgar til að forðast slys vegna ölvunar. 6. júlí 2021 21:00 Hámarkshraði rafhlaupahjóla gæti lækkað á vissum svæðum Höfundum skýrslunnar Rafskútur og umferðaröryggi sem gerð var fyrir Vegagerðina og Reykjavíkurborg telja æskilegt að hámarkshraði rafhlaupahjóla verði lækkaður á ákveðnum svæðum í borginni. Þeim þykir þá vel koma til greina að leyfa umferð hlaupahjólanna á götum þar sem hámarkshraðinn er 30 kílómetrar á klukkustund. 29. maí 2021 19:05 Eitt til tvö rafhlaupahjólaslys á hverjum degi á bráðamóttöku Daglega leita einn til tveir á bráðamóttökuna eftir slys á rafmagnshlaupahjóli. Þar af sumir með beinbrot eða höfuðáverka en áverkar eru þó oftast minniháttar. Innflutningur á hlaupahjólum hefur stóraukist milli ára. 8. júlí 2020 19:30 Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Innlent Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Innlent Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Erlent Andstæðan við lóðabrask Innlent Fleiri fréttir Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Sjá meira
Leggja til að ölvun á rafhlaupahjólum verði refsiverð Starfshópur á vegum innviðaráðuneytisins leggur til að ölvun á smáfarartækjum verði gerð refsiverð. 12. apríl 2022 13:14
Vilja banna hopp um helgar: „Dauðadrukkið fólk er í sí og æ að keyra fyrir mann“ Leigubílstjórar sem fréttastofa ræddi við um helgina segjast langþreyttir á óhöppum af völdum ölvaðs fólks á rafhlaupahjólum. Þeir telja nauðsynlegt að banna leigu á hlaupahjólunum um helgar til að forðast slys vegna ölvunar. 6. júlí 2021 21:00
Hámarkshraði rafhlaupahjóla gæti lækkað á vissum svæðum Höfundum skýrslunnar Rafskútur og umferðaröryggi sem gerð var fyrir Vegagerðina og Reykjavíkurborg telja æskilegt að hámarkshraði rafhlaupahjóla verði lækkaður á ákveðnum svæðum í borginni. Þeim þykir þá vel koma til greina að leyfa umferð hlaupahjólanna á götum þar sem hámarkshraðinn er 30 kílómetrar á klukkustund. 29. maí 2021 19:05
Eitt til tvö rafhlaupahjólaslys á hverjum degi á bráðamóttöku Daglega leita einn til tveir á bráðamóttökuna eftir slys á rafmagnshlaupahjóli. Þar af sumir með beinbrot eða höfuðáverka en áverkar eru þó oftast minniháttar. Innflutningur á hlaupahjólum hefur stóraukist milli ára. 8. júlí 2020 19:30
Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent
Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent