Leikmannaspá Ljósleiðaradeildarinnar: Unnu sér inn sæti í deild þeirra bestu Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 10. september 2022 14:00 Breiðablik er spáð níunda sæti Ljósleiðaradeildarinnar. Leikmenn Ljósleiðaradeildarinnar í CS:GO spá Breiðablik níunda og næst neðsta sæti deildarinnar á komadi tímabili. Ljósleiðaradeildin í CS:GO hefst með pompi og prakt næstkomandi þriðjudag og af því tilefni mun Vísir birta spá sem leikmenn deildarinnar settu saman fyrir tímabilið sem framundar er. Breiðablik er spáð níunda sæti af tíu á tímabilinu, en liðið vann 1.deildina á seinasta tímabili og vann sér þannig inn sæti í deild þeirra bestu, Ljósleiðaradeildinni. Breiðablik tapaði einungis tveimur leikjum á seinasta tímabili í 1. deildinni, en nú tekur alvaran við í Ljósleiðaradeildinni og verður fróðlegt að sjá hvort nýliðarnir finni sig í nýju tjörninni. Liðsmenn Breiðabliks eru þeir viruz (Magnús Árni Magnússon), furious (Þorlákur Máni Dagbjartsson), wnkr (Eyþór Atli Geirdal), LiLLehh ( Liljar Mar Pétursson), sax (Þorri Sigurðsson), pjakkur (Hlynur Már Guðmundsson) og kiddij (Kristinn Jóhann Traustason). Fyrsti leikur Breiðabliks er gegn ríkjandi Íslandsmeisturum Dusty næstkomandi fimmtudag klukkan 21:30 og því má með sanni segja að nýliðarnir ráðist ekki á garðinn þar sem hann er lægstur. Ljósleiðaradeildin hefst næstkomandi þriðjudag, 13. september, en útsending hefst klukkan 19:15 og verða tveir leikir spilarðir, kl 19:30 og 20:30. Á fimmtuddögum verða svo þrír leikir spilaðir til að loka umferðinni og hefst útsending þá líka kl 19:15, en leiktímar eru 19:30, 20:30 og 21:30. Beinar útsendingar alltaf á Stöð 2 eSport og Twitch-rás RÍSÍ. Ljósleiðaradeildin Tengdar fréttir Leikmannaspá Ljósleiðaradeildarinnar: Glænýr hópur en sama niðurstaða Leikmenn Ljósleiðaradeildarinnar í CS:GO spá Fylki tíunda og neðsta sæti deildarinnar á komadi tímabili. 10. september 2022 10:31 Mest lesið Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Sport Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti
Ljósleiðaradeildin í CS:GO hefst með pompi og prakt næstkomandi þriðjudag og af því tilefni mun Vísir birta spá sem leikmenn deildarinnar settu saman fyrir tímabilið sem framundar er. Breiðablik er spáð níunda sæti af tíu á tímabilinu, en liðið vann 1.deildina á seinasta tímabili og vann sér þannig inn sæti í deild þeirra bestu, Ljósleiðaradeildinni. Breiðablik tapaði einungis tveimur leikjum á seinasta tímabili í 1. deildinni, en nú tekur alvaran við í Ljósleiðaradeildinni og verður fróðlegt að sjá hvort nýliðarnir finni sig í nýju tjörninni. Liðsmenn Breiðabliks eru þeir viruz (Magnús Árni Magnússon), furious (Þorlákur Máni Dagbjartsson), wnkr (Eyþór Atli Geirdal), LiLLehh ( Liljar Mar Pétursson), sax (Þorri Sigurðsson), pjakkur (Hlynur Már Guðmundsson) og kiddij (Kristinn Jóhann Traustason). Fyrsti leikur Breiðabliks er gegn ríkjandi Íslandsmeisturum Dusty næstkomandi fimmtudag klukkan 21:30 og því má með sanni segja að nýliðarnir ráðist ekki á garðinn þar sem hann er lægstur. Ljósleiðaradeildin hefst næstkomandi þriðjudag, 13. september, en útsending hefst klukkan 19:15 og verða tveir leikir spilarðir, kl 19:30 og 20:30. Á fimmtuddögum verða svo þrír leikir spilaðir til að loka umferðinni og hefst útsending þá líka kl 19:15, en leiktímar eru 19:30, 20:30 og 21:30. Beinar útsendingar alltaf á Stöð 2 eSport og Twitch-rás RÍSÍ.
Ljósleiðaradeildin Tengdar fréttir Leikmannaspá Ljósleiðaradeildarinnar: Glænýr hópur en sama niðurstaða Leikmenn Ljósleiðaradeildarinnar í CS:GO spá Fylki tíunda og neðsta sæti deildarinnar á komadi tímabili. 10. september 2022 10:31 Mest lesið Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Sport Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti
Leikmannaspá Ljósleiðaradeildarinnar: Glænýr hópur en sama niðurstaða Leikmenn Ljósleiðaradeildarinnar í CS:GO spá Fylki tíunda og neðsta sæti deildarinnar á komadi tímabili. 10. september 2022 10:31