Kaupin á Walsh gætu markað vatnaskil í kvennafótboltans Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 8. september 2022 15:16 Keira Walsh og Lucy Bronze: Samherjar hjá Manchester Citu á síðustu leiktíð, Evrópumeistarar í sumar og samherjar hjá Barcelona á þessari leiktíð. Jonathan Moscrop/Getty Images Keira Walsh varð í gær dýrasti leikmaður í sögu kvennafótboltans í gær. Vissulega er um að ræða dropa í hafið er kemur að kaupum og sölum á leikmönnum karla megin en þó er talið að kaup Barcelona á miðjumanni Manchester City geti markað tímamót. Það sem vekur hvað helst athygli við kaupin er að hin 25 ára gamla Walsh verður samningslaus næsta sumar. Börsungar ákváðu hins vegar ekki að bíða og borguðu tæplega hálfa milljón punda (81 milljón) fyrir miðjumanninn. Annað sem vekur athygli er að Walsh spilar aðallega sem djúpur miðjumaður. Oftar nær eru það framherjar eða sóknarþenkjandi leikmenn sem fara á hvað hæstar upphæðir. Til að mynda var danski framherjinn Pernille Harder dýrasti leikmaður í sögu kvennafótboltans þangað til í gær en Chelsea keypti hana á 300 þúsund pund árið 2020. Á vef breska ríkisútvarpsins er bent á að félag eins og Barcelona, sem hefur átt í gríðarlegum fjárhagsvandræðum í sumar, hafi ákveðið að blása í herlúðra eftir það eitt að tapa úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu. Liðið vann alla deildarleiki sína ásamt því að vinna spænska bikarinn. Það beið hins vegar lægri hlut í úrslitaleik Meistaradeildarinnar og tókst ekki að verja titil sinn. Virðist sem það tap, og meiðsli Alexia Putellas, hafi gert það að verkum að Börsungar opnuðu veskið. Acord amb el Manchester City pel traspàs de Keira Walsh— FC Barcelona Femení (@FCBfemeni) September 7, 2022 Barcelona er nú komið tvo Evrópumeistara í sínar raðir en hægri bakvörðurinn Lucy Bronze gekk í raðir félagsins á frjálsri sölu fyrr í sumar. Hún kom einnig frá Manchester City og ljóst að City þarf að opna veskið áður en félagaskiptaglugginn lokar síðar í dag. Ensk lið hafa vissulega verið að eyða meiru undanfarið enda gefur nýr sjónvarpsamningur þar í landi liðunum enn meira fjármagn. Það virðist hins vegar sem að þau þurfi að spýta í lófana ef þau ætla sér að halda í við Barcelona og Lyon en franska liðið hefur árum saman verið eitt best rekna kvennalið Evrópu. Keira Walsh hefur til þessa spilað allan sinn feril með Manchester City. Alls vann hún átta titla með félagin, þar af fjórum sinnum ensku úrvalsdeildina. Nú er komið að því að safna titlum á Spáni. Enski boltinn Spænski boltinn Mest lesið Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Handbolti Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti „Beint flug til Köben og nokkrir veikindadagar“ Handbolti Skýrsla Henrys: Nú er hún gamla Grýla dauð Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Ungverjalandi: Viktor vaggaði Ungverjagrýlunni í svefn Handbolti EM í dag: Flensuleikur Jordans og athyglissjúkir dómarar Handbolti „Núna er allt betra“ Handbolti Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Enski boltinn „Ég hef prófað þetta og þetta virkar“ Handbolti Færeyingar úr leik og Danir stigalausir í milliriðil Handbolti Fleiri fréttir Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Real Madrid skoraði sex mörk í Meistaradeildinni Gabriel Jesus stjarna Arsenal í enn einum Meistaradeildarsigrinum City fékk skell í Noregi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn KSÍ staðfestir leik gegn heimilislausa HM-liðinu Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Ísland spilar við gestgjafa HM og Haítí Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Mourinho kallar nýjustu sögusagnirnar sápuóperu Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Guardiola um Haaland: „Hann svaf ótrúlega vel“ Marokkó leitar réttar síns hjá FIFA: „Þetta sár grær ekki auðveldlega“ Hörður Björgvin tekinn af velli í hálfleik í unnum leik Yfirmaður Jóns Dags í stríði við lögreglu Guéhi genginn til liðs við City Börsungar brjálaðir út í dómara sem tók þrjú mörk af þeim „Þetta eru svakaleg kaup“ Slóst við boltastráka sem vildu stela handklæðinu Tískuspaðinn Þorleifur fer aftur út Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Sjá meira
Það sem vekur hvað helst athygli við kaupin er að hin 25 ára gamla Walsh verður samningslaus næsta sumar. Börsungar ákváðu hins vegar ekki að bíða og borguðu tæplega hálfa milljón punda (81 milljón) fyrir miðjumanninn. Annað sem vekur athygli er að Walsh spilar aðallega sem djúpur miðjumaður. Oftar nær eru það framherjar eða sóknarþenkjandi leikmenn sem fara á hvað hæstar upphæðir. Til að mynda var danski framherjinn Pernille Harder dýrasti leikmaður í sögu kvennafótboltans þangað til í gær en Chelsea keypti hana á 300 þúsund pund árið 2020. Á vef breska ríkisútvarpsins er bent á að félag eins og Barcelona, sem hefur átt í gríðarlegum fjárhagsvandræðum í sumar, hafi ákveðið að blása í herlúðra eftir það eitt að tapa úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu. Liðið vann alla deildarleiki sína ásamt því að vinna spænska bikarinn. Það beið hins vegar lægri hlut í úrslitaleik Meistaradeildarinnar og tókst ekki að verja titil sinn. Virðist sem það tap, og meiðsli Alexia Putellas, hafi gert það að verkum að Börsungar opnuðu veskið. Acord amb el Manchester City pel traspàs de Keira Walsh— FC Barcelona Femení (@FCBfemeni) September 7, 2022 Barcelona er nú komið tvo Evrópumeistara í sínar raðir en hægri bakvörðurinn Lucy Bronze gekk í raðir félagsins á frjálsri sölu fyrr í sumar. Hún kom einnig frá Manchester City og ljóst að City þarf að opna veskið áður en félagaskiptaglugginn lokar síðar í dag. Ensk lið hafa vissulega verið að eyða meiru undanfarið enda gefur nýr sjónvarpsamningur þar í landi liðunum enn meira fjármagn. Það virðist hins vegar sem að þau þurfi að spýta í lófana ef þau ætla sér að halda í við Barcelona og Lyon en franska liðið hefur árum saman verið eitt best rekna kvennalið Evrópu. Keira Walsh hefur til þessa spilað allan sinn feril með Manchester City. Alls vann hún átta titla með félagin, þar af fjórum sinnum ensku úrvalsdeildina. Nú er komið að því að safna titlum á Spáni.
Enski boltinn Spænski boltinn Mest lesið Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Handbolti Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti „Beint flug til Köben og nokkrir veikindadagar“ Handbolti Skýrsla Henrys: Nú er hún gamla Grýla dauð Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Ungverjalandi: Viktor vaggaði Ungverjagrýlunni í svefn Handbolti EM í dag: Flensuleikur Jordans og athyglissjúkir dómarar Handbolti „Núna er allt betra“ Handbolti Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Enski boltinn „Ég hef prófað þetta og þetta virkar“ Handbolti Færeyingar úr leik og Danir stigalausir í milliriðil Handbolti Fleiri fréttir Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Real Madrid skoraði sex mörk í Meistaradeildinni Gabriel Jesus stjarna Arsenal í enn einum Meistaradeildarsigrinum City fékk skell í Noregi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn KSÍ staðfestir leik gegn heimilislausa HM-liðinu Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Ísland spilar við gestgjafa HM og Haítí Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Mourinho kallar nýjustu sögusagnirnar sápuóperu Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Guardiola um Haaland: „Hann svaf ótrúlega vel“ Marokkó leitar réttar síns hjá FIFA: „Þetta sár grær ekki auðveldlega“ Hörður Björgvin tekinn af velli í hálfleik í unnum leik Yfirmaður Jóns Dags í stríði við lögreglu Guéhi genginn til liðs við City Börsungar brjálaðir út í dómara sem tók þrjú mörk af þeim „Þetta eru svakaleg kaup“ Slóst við boltastráka sem vildu stela handklæðinu Tískuspaðinn Þorleifur fer aftur út Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Sjá meira
Einkunnir Strákanna okkar á móti Ungverjalandi: Viktor vaggaði Ungverjagrýlunni í svefn Handbolti
Einkunnir Strákanna okkar á móti Ungverjalandi: Viktor vaggaði Ungverjagrýlunni í svefn Handbolti