„Hefur verið draumur síðan maður var lítill pjakkur í ÍA“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 8. september 2022 09:31 Hákon Arnar Haraldsson í baráttunni við Raphael Guerreiro fyrr í vikunni. Joachim Bywaletz/Getty Images „Það var náttúrulega bara ótrúleg tilfinning að koma inn í svona stórum leik, hvað þá í Meistaradeildinni. Hefur verið draumur síðan maður var lítill pjakkur í ÍA. Þetta var bara ótrúlegt,“ sagði Hákon Arnar Haraldsson um innkomu sína í leik Borussia Dortmund og FC Kaupmannahafnar á þriðjudaginn var. Með því varð Hákon Arnar fimmtándi Íslendingurinn til að spila í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu. Reikna má með að leikirnir og mínúturnar verði fleiri en þetta var fyrsti leikurinn í riðlinum. Verkefnin verða ekkert auðveldari en FCK en liðið mætir Sevilla næst áður en það heimsækir Englandsmeistara Manchester City. „Þetta voru ekki úrslitin sem við vildum fá. Það er ekkert sérstakt að tapa 3-0 en að mér þá er ég mjög glaður hvað ég fæ mikið traust í liðinu. Þetta er alveg risaklúbbur í Skandinavíu og það er mikil pressa á að standa sig. Þeir gefa mér mikið traust og ég er mjög þakklátur að fá traustið í svona stórum leik,“ sagði Hákon Arnar en hann spilaði hálftíma gegn Dortmund ytra. „Ég myndi segja að það sé aðeins auðveldara að gíra sig upp fyrir Meistaradeildina. Þetta er náttúrulega stærsta sviðið sem maður getur verið á. Maður verður líka að gíra sig upp fyrir deildina, það er það sem kom okkur í þangað (í Meistaradeildina), að vinna deildina.“ „Markmiðið er alltaf að fara áfram en það er ekkert auðvelt. Við erum með mjög sterkum liðum í riðli en ef maður setur ekki markmiðið að fara áfram getur maður alveg eins sleppt því að vera með. Væntingarnar eru kannski ekki alveg að fara áfram, þær eru að enda allavega í 3. sæti og fara þá í Evrópudeildina. Við viljum alltaf fara áfram, það er alltaf markmiðið.“ „Mig langaði að fá Man City, París Saint-Germian, Barcelona eða Real Madríd en það var smá sjokk að vera allt í einu að fara spila á móti City með leikmenn eins og Kevin De Bruyne og Erling Braut Håland. Hin tvö liðin eru líka mjög stór og góð lið. Ég var mjög sáttur með riðilinn, ef maður getur sagt það,“ sagði Skagamaðurinn ungi um væntingar sínar fyrir dráttinn en æskuvinur hans og samherji Ísak Bergmann Jóhannesson var vægast sagt orðlaus er ljóst var hvaða liðum FCK myndi mæta. „Hann er ótrúlegur. Ég veit ekki alveg hvernig við eigum að fara að því að stoppa hann, það verður eitthvað,“ sagði Hákon Arnar um norska undrið Håland. Aðspurður að endingu með hverjum hann héldi í ensku úrvalsdeildinni þá sagist Hákon Arnar styðja Manchester United svo það væri einkar skemmtilegt að mæta nágrönnum þeirra í Man City. Viðtalið má sjá í heild sinni hér að neðan. Klippa: Hákon Arnar um að spila í Meistaradeild Evrópu Fótbolti Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Hrókeringar í markmannsmálum Man City Enski boltinn Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Íslenski boltinn Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Fótbolti Töpuðu stórt áður en þeir mæta Blikum í Meistaradeildinni Fótbolti Andri Fannar á leið frá Bologna enn á ný Fótbolti Vélmennið leiðir Opna breska Golf Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Fótbolti Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Enski boltinn Reyndi allt til að koma kúlunni niður Golf Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hrókeringar í markmannsmálum Man City Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Töpuðu stórt áður en þeir mæta Blikum í Meistaradeildinni Andri Fannar á leið frá Bologna enn á ný Hófu titilvörnina á naumum sigri Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Madueke skrifar undir hjá Arsenal Goðsögnin sorgmædd yfir aðstöðunni Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Guðrún til Braga í Portúgal: „Nýr klettur í vörninni okkar“ Mbeumo gengur til liðs við Manchester United Sjáðu öll átta mörk Víkings og miðjumark Tryggva Fimm íslenskir Evrópusigrar, sautján mörk í plús og met Blika og KR féll Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Birnir Snær genginn til liðs við KA Hjálpaði til að vinna KR og var svo seldur Sló met Lennon og jafnaði met Atla Guðna Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir „Ég vildi prófa eitthvað alveg nýtt í umhverfi sem ég þekki ekki mikið“ „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Guðrún kveður Rosengård Að minnsta kosti 57 marktilraunir í sögulegri endurkomu Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Sjá meira
Með því varð Hákon Arnar fimmtándi Íslendingurinn til að spila í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu. Reikna má með að leikirnir og mínúturnar verði fleiri en þetta var fyrsti leikurinn í riðlinum. Verkefnin verða ekkert auðveldari en FCK en liðið mætir Sevilla næst áður en það heimsækir Englandsmeistara Manchester City. „Þetta voru ekki úrslitin sem við vildum fá. Það er ekkert sérstakt að tapa 3-0 en að mér þá er ég mjög glaður hvað ég fæ mikið traust í liðinu. Þetta er alveg risaklúbbur í Skandinavíu og það er mikil pressa á að standa sig. Þeir gefa mér mikið traust og ég er mjög þakklátur að fá traustið í svona stórum leik,“ sagði Hákon Arnar en hann spilaði hálftíma gegn Dortmund ytra. „Ég myndi segja að það sé aðeins auðveldara að gíra sig upp fyrir Meistaradeildina. Þetta er náttúrulega stærsta sviðið sem maður getur verið á. Maður verður líka að gíra sig upp fyrir deildina, það er það sem kom okkur í þangað (í Meistaradeildina), að vinna deildina.“ „Markmiðið er alltaf að fara áfram en það er ekkert auðvelt. Við erum með mjög sterkum liðum í riðli en ef maður setur ekki markmiðið að fara áfram getur maður alveg eins sleppt því að vera með. Væntingarnar eru kannski ekki alveg að fara áfram, þær eru að enda allavega í 3. sæti og fara þá í Evrópudeildina. Við viljum alltaf fara áfram, það er alltaf markmiðið.“ „Mig langaði að fá Man City, París Saint-Germian, Barcelona eða Real Madríd en það var smá sjokk að vera allt í einu að fara spila á móti City með leikmenn eins og Kevin De Bruyne og Erling Braut Håland. Hin tvö liðin eru líka mjög stór og góð lið. Ég var mjög sáttur með riðilinn, ef maður getur sagt það,“ sagði Skagamaðurinn ungi um væntingar sínar fyrir dráttinn en æskuvinur hans og samherji Ísak Bergmann Jóhannesson var vægast sagt orðlaus er ljóst var hvaða liðum FCK myndi mæta. „Hann er ótrúlegur. Ég veit ekki alveg hvernig við eigum að fara að því að stoppa hann, það verður eitthvað,“ sagði Hákon Arnar um norska undrið Håland. Aðspurður að endingu með hverjum hann héldi í ensku úrvalsdeildinni þá sagist Hákon Arnar styðja Manchester United svo það væri einkar skemmtilegt að mæta nágrönnum þeirra í Man City. Viðtalið má sjá í heild sinni hér að neðan. Klippa: Hákon Arnar um að spila í Meistaradeild Evrópu
Fótbolti Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Hrókeringar í markmannsmálum Man City Enski boltinn Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Íslenski boltinn Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Fótbolti Töpuðu stórt áður en þeir mæta Blikum í Meistaradeildinni Fótbolti Andri Fannar á leið frá Bologna enn á ný Fótbolti Vélmennið leiðir Opna breska Golf Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Fótbolti Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Enski boltinn Reyndi allt til að koma kúlunni niður Golf Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hrókeringar í markmannsmálum Man City Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Töpuðu stórt áður en þeir mæta Blikum í Meistaradeildinni Andri Fannar á leið frá Bologna enn á ný Hófu titilvörnina á naumum sigri Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Madueke skrifar undir hjá Arsenal Goðsögnin sorgmædd yfir aðstöðunni Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Guðrún til Braga í Portúgal: „Nýr klettur í vörninni okkar“ Mbeumo gengur til liðs við Manchester United Sjáðu öll átta mörk Víkings og miðjumark Tryggva Fimm íslenskir Evrópusigrar, sautján mörk í plús og met Blika og KR féll Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Birnir Snær genginn til liðs við KA Hjálpaði til að vinna KR og var svo seldur Sló met Lennon og jafnaði met Atla Guðna Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir „Ég vildi prófa eitthvað alveg nýtt í umhverfi sem ég þekki ekki mikið“ „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Guðrún kveður Rosengård Að minnsta kosti 57 marktilraunir í sögulegri endurkomu Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Sjá meira