„Hefur verið draumur síðan maður var lítill pjakkur í ÍA“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 8. september 2022 09:31 Hákon Arnar Haraldsson í baráttunni við Raphael Guerreiro fyrr í vikunni. Joachim Bywaletz/Getty Images „Það var náttúrulega bara ótrúleg tilfinning að koma inn í svona stórum leik, hvað þá í Meistaradeildinni. Hefur verið draumur síðan maður var lítill pjakkur í ÍA. Þetta var bara ótrúlegt,“ sagði Hákon Arnar Haraldsson um innkomu sína í leik Borussia Dortmund og FC Kaupmannahafnar á þriðjudaginn var. Með því varð Hákon Arnar fimmtándi Íslendingurinn til að spila í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu. Reikna má með að leikirnir og mínúturnar verði fleiri en þetta var fyrsti leikurinn í riðlinum. Verkefnin verða ekkert auðveldari en FCK en liðið mætir Sevilla næst áður en það heimsækir Englandsmeistara Manchester City. „Þetta voru ekki úrslitin sem við vildum fá. Það er ekkert sérstakt að tapa 3-0 en að mér þá er ég mjög glaður hvað ég fæ mikið traust í liðinu. Þetta er alveg risaklúbbur í Skandinavíu og það er mikil pressa á að standa sig. Þeir gefa mér mikið traust og ég er mjög þakklátur að fá traustið í svona stórum leik,“ sagði Hákon Arnar en hann spilaði hálftíma gegn Dortmund ytra. „Ég myndi segja að það sé aðeins auðveldara að gíra sig upp fyrir Meistaradeildina. Þetta er náttúrulega stærsta sviðið sem maður getur verið á. Maður verður líka að gíra sig upp fyrir deildina, það er það sem kom okkur í þangað (í Meistaradeildina), að vinna deildina.“ „Markmiðið er alltaf að fara áfram en það er ekkert auðvelt. Við erum með mjög sterkum liðum í riðli en ef maður setur ekki markmiðið að fara áfram getur maður alveg eins sleppt því að vera með. Væntingarnar eru kannski ekki alveg að fara áfram, þær eru að enda allavega í 3. sæti og fara þá í Evrópudeildina. Við viljum alltaf fara áfram, það er alltaf markmiðið.“ „Mig langaði að fá Man City, París Saint-Germian, Barcelona eða Real Madríd en það var smá sjokk að vera allt í einu að fara spila á móti City með leikmenn eins og Kevin De Bruyne og Erling Braut Håland. Hin tvö liðin eru líka mjög stór og góð lið. Ég var mjög sáttur með riðilinn, ef maður getur sagt það,“ sagði Skagamaðurinn ungi um væntingar sínar fyrir dráttinn en æskuvinur hans og samherji Ísak Bergmann Jóhannesson var vægast sagt orðlaus er ljóst var hvaða liðum FCK myndi mæta. „Hann er ótrúlegur. Ég veit ekki alveg hvernig við eigum að fara að því að stoppa hann, það verður eitthvað,“ sagði Hákon Arnar um norska undrið Håland. Aðspurður að endingu með hverjum hann héldi í ensku úrvalsdeildinni þá sagist Hákon Arnar styðja Manchester United svo það væri einkar skemmtilegt að mæta nágrönnum þeirra í Man City. Viðtalið má sjá í heild sinni hér að neðan. Klippa: Hákon Arnar um að spila í Meistaradeild Evrópu Fótbolti Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Handbolti „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Handbolti Fá meira fyrir níu pílna legg heldur en að vinna mótið Sport Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Handbolti Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Fótbolti Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Handbolti Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið Handbolti Rauk út eftir lætin í blaðamönnum Fótbolti Slóst við boltastráka sem vildu stela handklæðinu Fótbolti Fleiri fréttir Börsungar brjálaðir út í dómara sem tók þrjú mörk af þeim „Þetta eru svakaleg kaup“ Slóst við boltastráka sem vildu stela handklæðinu Tískuspaðinn Þorleifur fer aftur út Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Rauk út eftir lætin í blaðamönnum Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Karólína skoraði í sigri á Juventus Albert kom að marki í þriðja leiknum í röð Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Genoa ekki tapað í fjórum leikjum í röð Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Salah klúðraði vítaspyrnu er Nígería tók þriðja sætið Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Ísaki fórnað í langþráðum sigri Kölnar Birta hetja Genoa í frumrauninni Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Mbappé á skotskónum í fyrsta sigrinum undir stjórn Arbeloa Sjá meira
Með því varð Hákon Arnar fimmtándi Íslendingurinn til að spila í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu. Reikna má með að leikirnir og mínúturnar verði fleiri en þetta var fyrsti leikurinn í riðlinum. Verkefnin verða ekkert auðveldari en FCK en liðið mætir Sevilla næst áður en það heimsækir Englandsmeistara Manchester City. „Þetta voru ekki úrslitin sem við vildum fá. Það er ekkert sérstakt að tapa 3-0 en að mér þá er ég mjög glaður hvað ég fæ mikið traust í liðinu. Þetta er alveg risaklúbbur í Skandinavíu og það er mikil pressa á að standa sig. Þeir gefa mér mikið traust og ég er mjög þakklátur að fá traustið í svona stórum leik,“ sagði Hákon Arnar en hann spilaði hálftíma gegn Dortmund ytra. „Ég myndi segja að það sé aðeins auðveldara að gíra sig upp fyrir Meistaradeildina. Þetta er náttúrulega stærsta sviðið sem maður getur verið á. Maður verður líka að gíra sig upp fyrir deildina, það er það sem kom okkur í þangað (í Meistaradeildina), að vinna deildina.“ „Markmiðið er alltaf að fara áfram en það er ekkert auðvelt. Við erum með mjög sterkum liðum í riðli en ef maður setur ekki markmiðið að fara áfram getur maður alveg eins sleppt því að vera með. Væntingarnar eru kannski ekki alveg að fara áfram, þær eru að enda allavega í 3. sæti og fara þá í Evrópudeildina. Við viljum alltaf fara áfram, það er alltaf markmiðið.“ „Mig langaði að fá Man City, París Saint-Germian, Barcelona eða Real Madríd en það var smá sjokk að vera allt í einu að fara spila á móti City með leikmenn eins og Kevin De Bruyne og Erling Braut Håland. Hin tvö liðin eru líka mjög stór og góð lið. Ég var mjög sáttur með riðilinn, ef maður getur sagt það,“ sagði Skagamaðurinn ungi um væntingar sínar fyrir dráttinn en æskuvinur hans og samherji Ísak Bergmann Jóhannesson var vægast sagt orðlaus er ljóst var hvaða liðum FCK myndi mæta. „Hann er ótrúlegur. Ég veit ekki alveg hvernig við eigum að fara að því að stoppa hann, það verður eitthvað,“ sagði Hákon Arnar um norska undrið Håland. Aðspurður að endingu með hverjum hann héldi í ensku úrvalsdeildinni þá sagist Hákon Arnar styðja Manchester United svo það væri einkar skemmtilegt að mæta nágrönnum þeirra í Man City. Viðtalið má sjá í heild sinni hér að neðan. Klippa: Hákon Arnar um að spila í Meistaradeild Evrópu
Fótbolti Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Handbolti „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Handbolti Fá meira fyrir níu pílna legg heldur en að vinna mótið Sport Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Handbolti Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Fótbolti Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Handbolti Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið Handbolti Rauk út eftir lætin í blaðamönnum Fótbolti Slóst við boltastráka sem vildu stela handklæðinu Fótbolti Fleiri fréttir Börsungar brjálaðir út í dómara sem tók þrjú mörk af þeim „Þetta eru svakaleg kaup“ Slóst við boltastráka sem vildu stela handklæðinu Tískuspaðinn Þorleifur fer aftur út Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Rauk út eftir lætin í blaðamönnum Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Karólína skoraði í sigri á Juventus Albert kom að marki í þriðja leiknum í röð Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Genoa ekki tapað í fjórum leikjum í röð Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Salah klúðraði vítaspyrnu er Nígería tók þriðja sætið Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Ísaki fórnað í langþráðum sigri Kölnar Birta hetja Genoa í frumrauninni Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Mbappé á skotskónum í fyrsta sigrinum undir stjórn Arbeloa Sjá meira